Undarleg lífsreynsla

Ég fór á fótboltaleik í gær og það var bara gaman þó svo að liðið "mitt" hafi orðið undir í þessum leik. Ég hef farið á nokkra leiki og aldrei orðið vitni af því að börurnar væru notaðar en í gær varð ég vitni af því og ekki bara einu sinni heldur þrisvar. Þar af voru tveir leikmenn sóttir af sjúkrabíl. Dálítið sjokkerandi fannst mér. Ásdís leiddi leikmann inn á völlinn og það finnst henni mikil upphefð og er afar stolt af því að gera það. Hún varð reyndar fyrir því óhappi í gær að misstíga sig rétt áður en hlaupið var inn á en hún lét það ekki á sig fá og hljóp stolt með leikmanninum sínum inn á völlinn. Ég verð að segja það að mitt móðurhjarta stækkaði duggulítið við að sjá skottuna mína þarna á vellinum. Þessi leikur var annar leikurinn sem ég hef setið í stúkunni og stutt mitt lið í sumar og voru strákarnir mínir sammála um það að ég ætti að sitja heima þegar næstu leikir verða spilaðir. Þeim fannst ég óttaleg óheillakráka en síðsti leikur var einmitt hinn marg um talaði Skagaleikur 4. júlí þar sem gerðist afar ljótt atvik og síðan í gær voru 3 leikmenn liðsins farnir meiddir af velli eftir einungis 20 mínútna leik og þeir reyna að benda á mig sem sökudólg. Hey, ég gerði ekki neitt, var bara þarna.

Talandi um fótbolta. Ég varð fyrir svakalegu áfalli í gær. Ásdís var að tala um rangstöðu og hvernig hún vildi til. Hvenær er maður rangstæður? Ég, fótboltaófanið sem hingað til hef alltaf haldið að þegar leikmaður er rangstæður að þá þurfi hann að hlaupa á klósettið, fór allt í einu að útskýra fyrir barninu hvernig þetta væri og gerði það líka, til að kóróna allt, nokkuð rétt. Púfffff. Hvað er eiginlega að verða um mig? Mummanum mínum var mikið skemmt og var jafnframt gríðarlega stoltur af sjálfum sér að hafa komið þessum skilning inn í hausinn á mér alveg án þess að ég vissi. Hverju öðru hann er búinn að lauma í mig verður merkilegt að komast að en ég lofa því að þetta eru ekki upplýsingar sem ég hef verið að sækjast eftir að vita. Má hann gera mér þetta? Vona samt að ég vakni ekki upp einn morguninn með áhuga á fótbolta. Það yrði ekki góður morgunn, held ég.

Við hjónaleysin skruppum á Papaball á Players á laugardaginn og mikið var gaman að sjá Papana spila aftur, er búin að sakna þess að fara á ball með þeim. Ég hef ekki farið hvorki á ball né kaffihús síðan reykingabannið var sett á og ég verð að segja að það er mjög mikill munur á andrúmsloftinu. Reyndar var dálítið fúlt að finna alla prumpufýluna sem gaus annað slagið upp og kom út á manni tárunum.

Núna er ég farin að hlakka til Ljósanæturinnar sem verður um næstu helgi og er mikill menningarviðburður. Heyrði af því að tæplega 200 sýnendur yrðu með verk sín á þessari menningarhátíð og munar um minna. Vona að sem flestir ákveði að skella sér í Keflavíkina á Ljósanótt. Ég ætla að minnsta kosti að reyna að njóta í botn.

Ætla að hætta í bili og þangað til næst, unnið hvert öðru.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árný Sesselja

Ég er mikið að spá í að koma á Ljósanótt.... prufa það svona í fyrsta skiptið.  Fær maður kaffi ef ég skyldi nú slysast á tröppurnar hjá þér?

Kveðja frá Mýrum

Árný Sesselja, 27.8.2007 kl. 17:01

2 Smámynd: Fjóla Æ.

Audda mar. Ef ég verð ekki niðri í bæ.

Fjóla Æ., 27.8.2007 kl. 17:46

3 Smámynd: Mummi Guð

Þá veistu hvað ég geri þegar þú ert sofnuð. Ég les knattspyrnulögin fyrir þig!

Mummi Guð, 27.8.2007 kl. 20:49

4 identicon

Ég er nú ekki svo vissum að Mummu lesi fótboltareglurnar fyrir þig eða allavega eftir umræðunni í vinnunni held ég að það sé nú ekki það sem gerist í svefnherberginu ykkar. sei nó mor

Berglind (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 23:19

5 Smámynd: Fjóla Æ.

Fjóla Æ., 28.8.2007 kl. 00:03

6 identicon

Snilld. Þetta ætti ég að gera við konuna mína svo hún fari að skilja fótbolta.

Jóhann (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 08:57

7 Smámynd: Fjóla Æ.

Það er greinilegt að það er eitthvað gert í skjóli nætur í svefnherberginu okkar. En hvað?? Meira að segja ég vissi ekki um allt.

Fjóla Æ., 30.8.2007 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 110301

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband