Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Björgun vikunnar í efnahagslægð.

Ótrúlega erfið vika að baki. Vona að komandi vika beri meiri létti í skauti sér en þessi sem er alveg að verða búin. Efnahagsástandið hefur svo greinilega komið fram hjá börnunum "mínum" í leikskólanum og ég er viss um að þau óski þess að ástandið "besni" í næstu viku. En þrátt fyrir erfiða viku þá redduðu krílin vikunni fyrir mér þegar ég fór heim í gær. Ég er búin að vera leikskólakennari í mörg ár og ég hef aldrei lent í annarri kveðjustund eins og í gær, þau komu öll og knúsuðu mig og kysstu bless. Dásamlega frábært hjá þeim.

En að gjaldþroti Íslands. Ég, eins og svo margir Íslendingar hef lagt fyrir í peningamarkaðsjóði til mögru áranna. Nú eru þau runnin upp og sjóðirnir í frosti. Sem þýðir að þair eru að mestu eða öllu leiti tapaðir. Jæja skítt með það, þetta eru BARA peningar. Ég ákvað að hringja í þjónustufulltrúa minn í bankanum til að tékka á stöðunni og hann tjáði mér það að ég yrði að segja upp áskriftinni að þessum glötuðu sjóðum. Ég er ekkert smá undrandi á því. Því ég hélt að það hefði gerst sjálfkrafa um leið og bankarnir voru þjóðnýttir og sjóðirnir frystir. Ónei, þannig er það sko ekki. Ef ég hefði ekki afturkallað innlögnina mína þá hefði hún verið sett í frystan sjóð sem er tómur og eignalaus að mestu.

Er hætt í bili en þangað til næst tékkið á að stöðva innlagnir í botnfrosna sjóði ef þið eigið svoleiðis. Jú reyndar mæli ég með extra knúsi, því það er málið.


Er bloggið.. æ-i ég veit ekki hvað það er.

Ég hef verið að pæla aðeins í þessu bloggi. Hvers vegna að blogga? Sumir gera það til að létta á sér, aðrir til að deila sínum hugsunum og skoðunum með öðrum, einhverjir til að miðla upplýsingum um það sem er að gerast í þeirra lífi til sinna nánustu sem búa kannski í mikilli fjarlægð. Enn aðrir virðast vera að blogga fyrir athugasemdirnar og síðan eru alltaf einhverjir að þessu til að fá sem flestar heimsóknir til að komast sem efst á vinsældalista bloggsins. Einnig er bloggið ágæt leið til að kynna sjálfan sig og ýmiss málefni líðandi stundar. En hvað með allar þessar ástæður þá er ég að blogga líkt og svo mjög margir aðrir. Er það athyglisýki? Já örugglega, á vissan hátt en engu að síður finnst mér þetta ágæt leið til tjáningar og finnst frábært að fólk noti þennan miðil til þess.

Áður en Huginn fæddist opnuðum við Mumminn síðu á Barnalandi fyrir hann til þess að ættingjar okkar gætu fengið að fylgjast með litla Gullrassinum okkar. Þessi síða, sem átti að vera bara svona venjuleg sæt síða fyrir litla barnið okkar breyttist þegar hann fæddist og það kom í ljós að hann væri veikur. vefsíðan varð síðan mikil heimild um allt líf Hugins. Hún var okkur, er enn og verður áfram mikill styrkur, því stundum voru kveðjur á henni það sem hélt okkur á floti í oft miklum erfiðleikum og getum við seint þakkað öllum þeim sem aðstoðuðu okkur á þeim tímum.

Þar sem síðan hans Hugins er síðan hans þá var ekki viðeigandi að skrifa það sem ég var að hugsa þar. Þess vegna var þessi bloggsíðan stofnuð. Ég hef stundum hugsað um hvers vegna ég sé að rembast við að halda henni út því ég er ekki duglegasti bloggari landsins en samt held ég áfram að skrifa það sem mér býr í brjósti hverju sinni og ég hef mikla trú á að ég muni halda því áfram sem fyrr. Ég ætla að halda áfram að skrifa til að mér geti liðið betur, um það sem mér dettur í hug hvort sem það er til að vekja athygli á mér eða einhverju sem ég er að pæla í hverju sinni eða hreinlega að miðla upplýsingum.

Takk fyrir að nenna að lesa þetta bull mitt sem oft er þannig gert að ég skil það ekki einu sinni sjálf. En þangað til næst eigið góðar stundir í faðmi fjölskyldunnar og munið að í dag er nýtt upphaf.


Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband