ég geri það sem ég vil

Long tæm nó sí. Ég hef fengið af því fréttir að það sé langt síðan ég bloggaði síðast og fór því og athugaði það. Fréttirnar eru nokkuð sannar því ég hef víst ekki birt neitt síðan í janúar. OK ég ætla að breyta því núna. Annars hef ég sæmilegar afsakanir fyrir þessu ef þannig er á það litið. Facebook, skóli, vinna og allt hitt. En samt sem áður, lélegar afsakanir.

Annars er það af mér að frétta að ég er búin að komast að því að það er ekki skynsamlegt að vera í fullu háskólanámi með fullri vinnu og heimilisstörfum. Hangi þó enn með meðaleinkunn yfir átta, held enn vinnunni, heimilið mitt lítur sæmilega út og fjölskyldan ekki horfallin, a.m.k. ekki ennþá. Það er eitthvað, er það ekki?  En á þessu má sjá að það er töluvert í gangi hjá mér dagsdaglega og tel ég það því að þakka/kenna að ég er svolítið virk manneskja að ég er enn með sönsum þó þeir séu ekki miklir kannski.

Síðasta vika var dálítið snúin svona tilfinningalega séð en þá var ár, þann 24. mars, liðið síðan litli Gullrassinn minn ákvað að það væri kominn tími til að hlaupa og leika sér í ljósinu og yfirgaf þetta jarðlíf . Þetta ár hefur verið ákaflega sérstakt. Stundum svo fljótt að líða og stundum svo langt. Ég hef farið allan tilfinningaskalann og geri stundum enn. Sakna hans óskaplega. En það sem eftir stendur er ég hugsa til baka er þetta endalausa þakklæti. Þakklæti fyrir það sem ég hef átt og það sem ég enn á. Það er ekki svo lítið.

Hef nú fengið að gleðjast yfir því að hin börnin mín eldast og eldast. Ásdísin varð 12 þann 12. febrúar, Hafrún varð sjálfráða þann 22. mars og Guðjón náði 16 ára áfanganum þann 23. mars. Einnig varð tengdadóttirin 20 ára í enda febrúar og Natan verður jafn gamall henni 13. júní. En ég verð bara áfram 29 er það ekki Cool 

Núna er sumarið framundan og lít ég til þess með tilhlökkun. Stefnan er að taka draghýsið og fara út um víðan völl og njóta náttúrunnar í faðmi fjölskyldunnar eða bara Mummans míns ef þannig stendur á. Ætla að gera svo margt og svo skemmtilegt sem ég ætla að halda fyrir mig aðeins lengur en kemur síðar í ljós. Ég ætla líka bara að njóta þess að vera til, vera í sólbaði við sullupollinn minn á pallinum mínum og verða bara sólbrún og sæt ásamt öllu því sem mér dettur í hug hverju sinni en ef ég þekki mig rétt þá verður það örugglega eitthvað þar sem ég á frekar erfitt með að gera ekki neitt. Skelfilegt hreint alveg að vera svona.

Ætla að leggja lyklaborðið frá mér í bili en þangað til næst bið ég ykkur vel að lifa og muna að í dag er besti dagur lífsins. Því kannski er enginn morgundagur.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Mér hefur alltaf fundist undarlega magnað að Hugin litli ákvað að fara burtu mitt í þessum afmælaskógi....blessaður snáðinn.

Gott að sjá þig elskuleg, þó að í mýflugumynd sér

Ragnheiður , 28.3.2009 kl. 22:56

2 identicon

Veistu það Fjóla, ég fékk á tilfinninguna að þú værir með eitthvað í ofninum, en það er örugglega rugl í mér :) hehehehe, varð að láta það fjúka hér , gott að allt gengur vel.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband