Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Tapari ársins

Steingrímur J. lætur eins og smákrakki endalaust væl og alltaf allt öðrum að kenna. Farðu bara að sætta þig við að þú kemst ekki í ríkisstjórn og hætta þessu væli endalaust og taka málefnalegan þátt í stjórnmálunum. Það eru aðrar kosningar eftir 4 ár og ég held að þú getir huggað þig við að það eru ekki miklar líkur á því að núverandi stjórnarsamstarf haldi áfram á þeim tíma. Kannski komast Vinstri-Grænir þá til valda. Hver veit.
mbl.is Steingrímur J. Sigfússon: Samfylkingin gafst upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannslíf einskins virði

3 ár fyrir að taka líf. Mannslífið er greinilega ekki mikils virði. Það er sorglegt þegar okkar góða ríki skuli slá svona á puttana á ofbeldismönnum og segja skamm þetta má ekki á meðan þeir sem stela einhverju smáræði fá mun þyngri dóma. 
mbl.is Þriggja ára fangelsi fyrir líkamsárás sem leiddi til dauða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað þýðir þetta?

Hmm og hvaðan ætlar hann að taka þessa peninga? Frá hernum kannski? Það væri sennilega ekki svo galið að gera það því að þá gætu kannski repúblikanar haldið forsetaembættinu sem þeir munu ekki gera eins og staðan er í dag.
mbl.is Bush heitir 30 milljörðum Bandaríkjadala í baráttuna gegn alnæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég heppin

Kúl. Ég ætti kannski að kaupa mér Fálkaorðu þar sem ég sé ekki fram á að fá hana vegna eigin verðleika. Ég er nefnilega bara heimavinnandi móðir 5 barna og þar af eitt alvarlega langveikt sem þarfnast í raun sjúkrahúsdvalar en ég treysti mér til að hugsa sjálf um heima.

Ég mæti ekki í vinnuna og fæ því sennilega ekki orðu.


mbl.is Fálkaorður boðnar til sölu á eBay
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

litlir kassar, allir eins

Enn einn flotti dagurinn. Gerðist ekkert sem er fínt. Reyndar sváfum við óvenju lengi í morgun en Huginn vaknaði ekki fyrr en rúmlega 9. Reyndar þurfti ég að vakna kl 8 og slökkva á næringunni og síðan var ónæmisbæling kl 9.  Ég er búin með eins mikið í garðinum og ég get í bili, núna er bara að panta gám í fyrramálið og skutla torfinu í hann þegar hann er mættur. Þá er hægt að fara að grafa fyrir undirstöðunum.

Við tókum rúnt út í Sandgerði og Garð í dag. Alveg merkilegt hvað Sandgerði er að blása út. Það eru líka fullt af mjög flottum húsum. Alltaf gaman að sjá eitthvað annað en fjöldaframleidd verksmiðjuhús. Mér finnst eiginlega leiðinlegt að sjá margar götur allar með eins húsum eins og er td. inni í Njarðvík og Vogum. Kannski er ákveðinn stíll yfir því en mér finnst það hundleiðinlegt og óspennandi að sjá. Það er eins og í laginu "litlir kassar, litlir kassar og allir eins". Enda gleðst ég mikið þegar ég sé arkitektahús sem eru alltaf inn á milli verksmiðjuframleiddu húsanna og gefa yndislegan svip á götumyndina. Reyndar virðist vera svipuð hönnun á þeim oft líka en það fyrirgefst mjög auðveldlega því þau eru falleg og spennandi og lífga upp á útsýnið.

Núna er Huginn sofnaður og Mumminn minn á leið í bæinn að sækja hina afleggjarana mína sem voru að koma úr dekrinu í sveitinni. Mikið verður gott að fá þau heim aftur og allt verður eins og venjulega.


Allt í einu komin á aðra síðu ? Hver á hana?

Búin að skrifa alveg helling en hvað? Allt datt út og ég komin inn á einhverja aðra bloggsíðu. Arg. Ætla að reyna að skrifa meira hér og vona að ég hangi á minni síðu og komi því frá mér sem langar til að koma frá mér.

Yndislegur dagur í dag. Gott veður en ég er samt fegin að vera ekki í útilegu því það er ekkert svo hlýtt úti og ég er ekki viss um að það sé svo notalegt að sofa í tjaldi í nótt. Ja, nema ef Mummi sé ofan í pokanum með mér þá ætti að vera svo notalegt.  Annars er ég búin að vera í duglegu buxunum aftur í dag og er búin að grafa upp hálfan tilvonandi pall. Yndislegi "Lýður" minn er enn á því að það sé skófla en grafa en mikið "#$%&/&%$!"# er þetta samt mikið mál en ég er samt að verða búin. Þannig að ég tel mig einstaklega duglega manneskju í dag. Það væri reyndar gaman að fá smá hrósWink frá einhverjum. Vá I'm sad. Ok. stefnan er að geta farið í pottinn í byrjun júlíHappy. Það ætti að geta gengið ef ekkert kemur upð á. En eins og áður hefur komið fram þá tekur hann Huginn minn töluverðan tíma. Það er nefnilega ekki hægt að skilja hann eftir einan í nokkra stund. Þannig að ég sé í raun ekki fram á að geta verið að vinna í þessum palli mínum nema þegar hin börnin mín eru heima eða þá Mumminn minn. Það þýðir "eftir 4" á daginn. Þá er reyndar ýmislegt annað á dagskránni en ég hef engu að síður fulla trú á því að þetta eigi eftir að ganga vel og standast tímaáætlun að mestu.

Æ-i nú man ég ekki meir hvað ég ætlaði að skrifa því ég datt inn í endi á einhverri rómantískri mynd á stöð2bíó. Ég sem er ekki fyrir svoleiðis myndir. Ok. kannski stundum eins og núna.


Ég er í lífshættu

Hvers vegna í ósköpunum eru ekki þessir ökuníðingar ekki látnir taka ökuprófið aftur? Einnig ætti að skylda þá að taka vaktir á gjörgæsludeildinni í Fossvogi og síðan á Grensás.

Ég er ekki búin að gleyma því þegar ungi maðurinn tók öfugu megin fram úr mér á flótta undan löggunni í vetur. Hún hafði mælt hann á 199 km og ég er viss um að hann var á meiri hraða þegar hann tók fram úr mér.  Hann var handtekinn á rúntinum í Vogunum viss um að vera sloppinn eftir ábendingu frá vegfarendum og þar á meðal mér. Þetta var víst í 10 skiptið sem hann var tekinn vegna hraðaskturs á stuttum tíma. Hann þyrfti að kíkja inn á Grensás það myndi hugsanlega hægja á honum. Þegar ég hugsa til baka þá átta ég mig á því hversu nálægt því ég var að tína lífinu vegna þess að þetta á sér stað á miklum umferðartíma og brautin að þrengjast vegna aðkomu að Vogunum ásamt þungrar umferðar í báðar áttir.


mbl.is Tekinn á 183 km hraða á Reykjanesbrautinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Komdu í Kántrýbæ...

Þetta er löngu tímabær breyting. Til hamingju með að vera loksins undir réttu nafni. Hefði samt verið fyndið ef Kántrýbærinn hefði orðið fyrir valinu.
mbl.is Höfðahreppur verður Sveitarfélagið Skagaströnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skófla eða grafa

Það var yndislegt að leggjast til svefns í gær. Í mínu rúmi, með ástina mína við hlið mér, kattakvikindin ofan á sænginni og Huginn steinsofandi í sínu rúmi. Allt eins og það á að vera, ég svaf líka eins og engill. Er búin að vera í duglega skapinu í dag. Búin að olíubera garðhúsgögnin, blómapott og gróðursetja stjúpur í hann. Byrjuð á að grafa upp garðinn svo það sé hægt að gera nýja fína stóra sólpallinn við húsið mitt. Vona bara að ég verði líka í duglegu buxunum næstu daga svo það verði hægt að klára þetta. Þessi uppgröftur er aðeins meira mál en ég svo sem reiknaði með. Hefði kannski átt að fá mér gröfu. En ég er nú svo sem ekki búin og þar með ekki útrætt enn hvort niðurstaðan verði skófla eða grafa. Það er allavega ljóst að það verður að fá gám eftir helgina til að taka við jarðveginum sem þarf að flytjast á brott hann er of mikill fyrir venjulega bíla.

Halldóra systir hringdi og bauð okkur í grillveislu í kvöld en þar sem það er töluvert mikið meira en að segja það að fara út úr húsi með hann Huginn Heiðar þá komumst við auðvitað ekki. Þegar við förum út með Huginn þá þurfum við að taka súrefniskúta,súrefnissíur, cpap-vél, sogvél, fæðudælu og monitor ásamt öllu hinu sem litlum börnum er nauðsynlegt að hafa með sér. Einnig þurfum við að hafa það í huga að við verðum að vera nálægt sjúkrabíl og lækni því það er aldrei að vita hvað getur gerst  og ef eitthvað gerist þá gerist það hratt. Við förum bara seinna þegar það verður orðið auðveldara að ferðast með Hugin, hvenær sem það verður.

Stundum finnst mér lífið svo ósanngjarnt. Það eru alltof margir einstaklingar á besta aldri, börn og fullorðnir að berjast við hræðilega sjúkdóma sem síðan taka þá frá ástvinum sínum í blóma lífsins. Á meðan er fullt af fólki sem er orðið aldrað og hreinlega þráir það eitt að fá að deyja en fær það ekki. Var að lesa minningargrein í mogganum um tæplega 9 ára stúlku sem lést úr krabbameini og veit um nokkrar ungar konur sem eru að berjast fyrir því að fá að lifa daginn af. Síðan er fólk eins og til dæmis amma mín sem langar eiginlega ekkert til að lifa lengur, hún er samt mjög hress, býr á 2 hæð í sinni íbúð með afa mínum sem er líka hress en bæði komin nær níræðu og sjá alveg um sig sjálf. Mér finnst þetta ekki sanngjarnt að leggja þessa hluti á fólk.  


Fyndið líf

Fyndið þetta líf. Flesta daga er ekkeert að gerast hjá mér en núna síðustu daga hefur verið miklu meira en venjulega að gerast og síðan má vel búast við því að allt detti í sama farið aftur fljótlega. Hingað koma yfirleitt ekki gestir en undanfarið hefur komið fullt af fólki. Gaman að því.

Huginn fór í Rjóður í gær. Þar sem hann hefur verið settur á marmarastall þá eru allir frekar hræddir við hann. Vegna þessarar hræðslu þá var ég beðin um að sofa hjá honum í nótt sem ég gerði. Það að sofa ekki heima hjá sér er slítandi og þrátt fyrir "ágætan" svefn þá er ég dauðþreytt núna. Reyndar er ég viss um að ef Mummi hefði sofið hjá mér þá væri ég úthvíld núna. Hann hefur svo góða nærveru og hann fullkomnar mig. Geri mér oft ekki grein fyrir því fyrr en við erum aðskilin.  Ok. væmið en það má þegar fólk er ástfangið. Við förum síðan þegar Mummi er búinn að vinna og sækjum Huginn, Hafrún, Guðjón og Ásdís koma með og fara síðan norður með Jósteini í sveitina hjá mömmu og pabba og verða yfir helgina. Þeim hlakkar öllum til því þeim finnst frábært að vera í sveitinni og ég gruna foreldra mína um ofdekur en mér er sagt að það sé réttur afans og ömmunnar og það virðist ekki hafa slæm áhrif á börnin svo gott mál. Ég hlakka til að verða amma eftir svona 10 ár, ekki tímabært fyrr, krakkarnir eru enn það ungir og þurfa að einbeita sér að námi og að koma undir sig fótunum. En eins og oft hefur verið sagt þá kemur ástin stundum aftan að fólki og það ræður ekki neitt við neitt og verður það að hafa sinn gang. Ég vona samt að krakkarnir mínir haldi áfram að hugsa rökrétt og skynsamlega.

Mumminn minn er í kappi. Hann er í kappi við mig að blogga og telur í stigum. Fyndið. Hann sem er búinn að hafa bloggsíðu hér í marga mánuði og bloggar ekki fyrr en ég hef hent inn línum nokkrum sinnum. Hann setti upp bloggið fyrir mig því ég var ekki viss um að hafa neitt að segja. Þannig ég skrifa smá núna og fæ aðeins fleiri stig í dag en hann allavega fram á kvöldið.


Næsta síða »

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 110291

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband