Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Jesús Pétur Guðmundur og Geir

VÓHÓHÓ Íslendingar eiga í fyrsta sinn í sögunni möguleika á Ólimpíugulli. Ég sit hérna með hjartað á yfirsnúningi. Ásdís veifar Íslenska fánanum svo gríðarlega að hér er hávaðarok. Bara dásamlega frábært!

En eitt sem ég hef oft pælt í en aldrei fengið svör við en það er hvers vegna er alltaf föðurnafn Íslenskra leikmanna sett á bakið á búningunum? Hvers vegna er ekki skírnarnafnið þeirra notað? Íslendingar heita skírnarnafni sínu en ekki föðurnafni. Mér finnst þetta asnalegt og finnst að það eigi að virða Íslenska nafnamenningu og nota skírnarnafnið.

ÁFRAM ÍSLAND!!!


Chillað sumar

Núna er farið að síga á seinni hluta sumarsins. Það þýðir að maður verður að hætta að chilla og láta alvöruna taka við.   Krakkarnir hafa reyndar lítið verið að chilla þó ég hafi gert það en þau hafa haft í nógu að snúast í sumar. Elstu yrðlingarnir verið að vinna á fullu og sú litla einbeitt sér af miklum krafti að áhugamálum sínum, söng og fótbolta. Skólarnir byrja í næstu viku og ég veit að afleggjarana hlakkar mis mikið til. Sá stóri er staddur í þessum tölum orðum í Tyrklandi í útskriftarferðalagi með skólafélögum sínum og ekki veit ég hvort hann verði námstækur í vetur því ég frétti af honum í yfir 50°C hita og óttast að heilinn sé nú well done. Hann verður bara að dvelja í frysti um tíma þegar hann kemur aftur heim svo hann geti nú klárað skólann, því þrátt fyrir að vera í útskriftarferð þá útskrifast hann ekki fyrr en næsta vor. Eldri stelpan heldur bara áfram með sitt nám sem hún byrjaði á síðasta haust. Yngri guttinn stendur á tímamótum í vetur því hann mun sitja í 10. bekk. Síðan kemur skottið sem er að fara í 6. bekk.

En aftur að mér. Nú er víst kominn tími á að fara að vinna utan heimilis. Ég hef reyndar ekki hugmynd um hvað ég ætla að taka mér fyrir hendur en ég hef svo sem ekki miklar áhyggjur af því, það kemur. Það gengur víst ekki að hanga bara heima og gera ekki neitt. Sumarið hefur verið fínt fyrir mig og reyndar okkur öll. Við erum búin að ferðast svolítið og á þessum ferðum okkar förum við gjarnan í hina ýmsu leiki. Eins og til dæmis að hugsa sér persónu eða hlut, telja bíla og svo framvegis. Þessir leikir gera langar og leiðinlegar bílferðir stuttar og bráðskemmtilegar. Mæli með þessu fyrir alla. Ég hef m.a. komist að því í þessum leikjum okkar hvað hóruhús og viti eiga sameiginlegt, sem er ágætis afrek út af fyrir sig. Veist þú hvað þau eiga sameiginlegt? Á leiðinni á Dalvík um síðustu helgi fórum við í bílaleik, þ.e. að telja ákveðinn lit á bílum. Ásdís sigraði með töluverðum yfirburðum með 8 stig, við Mumminn fengum bara 1 og 2 stig. Verð þó að taka fram að leikurinn hófst ekki fyrr en við ókum upp úr Mosfellsbæ, stigin hefðu legið öðruvísi hefðum við byrjað strax í Keflavíkinni. Guðjón byrjaði þó ekki að taka þátt fyrr en á Blönduós en samt fékk hann 3 stig. Ótrúlegur árangur hjá okkur.

Nú ætla ég að hætta að bulla hér og fara í sokka og fara að gera eitthvað mis gáfulegt en hvað með það? Þangað til næst, njótið dagsins því lífið er núna.


Á skíðum skemmti ég mér...

Skrapp um helgina á Dalvík og upplifði þar Fiskidaginn Mikla og var það góð upplifun. Mikið af fólki og afar margir sem við Mumminn höfum ekki hitt í mis mörg ár urðu þarna á vegi okkar. Við fórum á fimmtudaginn og tjölduðum draghýsinu okkar á fráteknum stað. Áætlunin var nefnilega sú að við myndum hitta þarna stóru systur mína og mágkonu hennar. Það breyttist aðeins því þegar upp var staðið þá var reist heil gata sem auðvitað fékk nafnið Fjölskyldustræti. Við götuna voru átta hús og númerum raðað eftir röð reisunar. Sem sagt algjörlega í kaosi. En það var allt í lagi því allir vissu hvar hver átti heima og enginn villtist að neinu ráði. En systir mín talaði samt um að hún myndi ekki vilja vera póstútburðarmaður í þessu hverfi.

Verð nú að viðurkenna að þrátt fyrir að sofa yndislega í tuskuhúsinu þá er alltaf best af öllu að leggjast í rúmið mitt hér heima eftir flækinginn og sofna. Í gærkvöldi var engin undanteknig á því. Varð reyndar fyrir áhrifaríkri upplifun stuttu eftir að ég sofnaði. Hún var sú að Gullrassinn minn kom hlaupandi til mín og stekkur upp í fangið á mér og talar við mig. Ég faðmaði hann fast að mér og það var svo yndislega gott að finna hann halda utan um hálsinn á mér. Síðan leystist hann upp í fanginu á mér og ég fór að gráta. Vaknaði síðan upp, enn grátandi og haldandi utan um litla Gullrassinn minn.  Ég hef ekki dreymt hann áður og fannst mér mjög gott að sjá hann ganga og tala en það gat hann ekki gert á meðan hann lifði og hann var svo glaður og leið svo vel.


Sjaldséðir hvítir hrafnar

Halló kæru vinir ég er hér enn þrátt fyrir að hafa ekki séðst síðan mamma átti afmæli. Það hefur reyndar verið mikið um að ske hjá okkur og við búin að þeytast um allar koppagrundir með skuldahalann í eftirdragi. Ja kannski ekki alveg allar grundir en samt nokkrar. Ég fór á Akranes, og þar hékk ég í Skrúðgarðinum og vonaðist eftir að hitta hana Gurrí Himnaríkisfrú en hún lét ekki sjá sig. Frétti síðan af henni upp í sveit. Einnig var farið í sveitina, upp á Þingvelli til að treysta vort heit  austur í Grímsnes og síðan aftur á Þingvelli og heitið frá því fyrr í sumar endurtekið. Ég er örugglega að gleyma einhverjum heimsóttum grundum en það verður bara að hafa það. Bæti þeim inn umsvifalaust og þær hafa samband. Við höfum líka sleikt sólina á Austurvelli á heitasta degi sumarsins og síðan er planið að horfa á Keflvíkinga sparka tuðru á milli sín á morgun og eftir það á að kíkja á fleiri koppagrundir og núna í hópferð með fullt af fólki sem við þekkjum og örugglega verða margir, margir sem við ekki þekkjum en það er bara gaman að því. Þar sem ég hef lítið verið heima hef ég verið einstaklega lélegur bloggvinur og hef ekki einu sinni skráð mig inn á bloggið í nokkrar vikur hvað þá lesið blogg hjá öðrum og enn síður að kvitta. Núna þegar ég skráði mig inn sá ég að mér hafði borist afmælisboð. Ég er verulega upp með mér og hef hugsað mér að mæta ef nokkur kostur er.

Þegar við komum heim eftir einhvern þeytinginn rak ég augun í nokkur skilti sem búið var að setja upp víða um bæinn og er þar eitt sem ég vil ekki skilja og langar að vita hvernig aðrir skilja þau.

Skilti                            skilti 2 

Hvað þýðir þetta?                                                                   Og hvar er stafsetningarkunnáttan?

 

Ætla að láta þetta duga í bili enda bara að láta vita af mér. Þangað til næst, akið varlega, brosið og skemmtið ykkur vel.


Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband