Það fæðist pallur

Well. Það er búið að vera hellingur að gera hjá mér undanfarið. Fór með Hugin til bæklunarlæknis og þar var ákveðið að hann fengi sérsmíðaðar spelkur á fæturnar til að aðstoða hann við að standa. Hann er komin á nýja næringu með fleiri kkal í ml en áður og þar af leiðandi á ekki að þurfa eins mikið magn af næringu og vonandi að kasta minna upp. Núna er staðan sú að hann er með smá hita og er að byrja að þorna. Hvort það sé vegna þess að hann fær ekki nægilegan vökva, er að dæla í hann vatni eða að hann sé að kasta of mikið upp og fær þar af leiðandi ekki nægilegan vökva. Alla vega þá er hann farinn að fá semper sem er salt/sykur lausn og vonandi hjálpar hún honum að komast yfir þetta núna.

Pallurinn minn. Já, pallurinn minn er að fæðast. Steyptum við hjónaleysin staurana niður á mánudag og núna er byrjað að klæða herlegheitin og er komin klæðning á næstum jafn marga fermetra og gamli pallurinn var. Núna er að vona að "hann" hangi þurr amk. til kvölds svo ég geti skellt pallaolíu á það sem komið er. Þá get ég skellt grillinu og fínu garðhúsgögnunum mínum á pallinn aftur. Það verður aldeilis lúxus. Það verður allavega hægt að grilla á pallinum á Ljósanótt þó svo potturinn verði kannski ekki alveg tilbúinn en það er ekki vandamál, ég get alltaf sótt garðslönguna mína og sprautað á liðið ef það verður að blotna Devil að utan verðu, við innanblota verður að notast við annars konar aðferðir.

Börnin öll byrjuð í skólanum og eru sátt. Kennarinn hans Guðjóns skrifaði meira að segja upp á töflu nákvæmlega það sem unglingum finnst skemmtilegast að heyra eða, "hér er allt leyfilegt" hann bætti reyndar við smáu letri sem hljóðaði einhvern veginn svona "nema það sem er bannað". En það er ekki málið heldur að allt er leyfilegt. Ásdís og besta vinkona hennar eignuðust nýja vinkonu en það er stelpa sem er nýflutt í götuna og er með þeim í bekk. Þeim er víst boðið í mat til nýju stelpunnar í næstu viku. Þrælsniðugt hjá foreldrum hennar að gera þetta til að kynnast aðeins vinunum, ég ætti kannski að skoða að gera eitthvað svipað. Það verður kannski bara þannig að nýja vinkona verður heimagangur hér eins og besta vinkonan og þá verða fleiri í mat hér, ef þeim líst betur á það sem er í matinn hér en heima hjá sér, þetta var svona í fyrra og ég á ekki vona á miklum breytingum núna í vetur, Ásdís notar þetta óspart sérstaklega þegar er slátur eða grjónagrautur í matinn hjá vinkonunni því hún fær ekki mikið af svoleiðis mat heima hjá sér. Hafrún himinsæl í nýja skólanum sínum og er strax búin að eignast vinkonur og er ein þeirra líka á sjúkraliða/náttúrufræðibraut.

Verð að hætta núna því það er að koma til mín maður með ferðasúrefnisvél fyrir Hugin. Það verður rosalega mikill munur að hafa svoleiðs vél og geta losnað við flesta súrefniskútana af heimilinu og tala nú ekki um úr bílnum. Við höfum oft hugsað um þegar við erum að ferðinni að það væri nú ekki gott ef einhver keyrði aftan á okkur, við á einhvern eða ef bílinn myndi velta. Við erum alltaf með 2-3 súrefniskúta í bílnum og þeir eru lausir því það er ekki einfalt mál að festa þá svo öruggt sé. Ekki spennandi ef þeir springa eða lenda í hausnum á okkur. Ættum að verða laus við þetta vandamál eftir daginn í dag með ferðavélinni.

Þangað til næst munið að elska náungann og ykkur sjálf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

Ef guð bænheyrir mig og dælir á okkur góðu veðri á föstudag þá er ég og minn ekta bóndi á leiðinni á ljósanótt í fyrsta skipti :) Nenni samt ekki að fara suður á hjólinu í rigningu eða skítakulda... Aldrei að vita nema að maður kíki á nýja pallinn og ykkur í leiðinni :)

Rannveig Lena Gísladóttir, 24.8.2007 kl. 16:20

2 Smámynd: Gerða Kristjáns

Ohhh mig langar á Ljósnótt !

Gerða Kristjáns, 24.8.2007 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 110303

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband