Minningarbrot

Var að fá smá upprifjun frá því að krakkarnir mínir voru litlir og get ekki að því gert að minningarnar vekja hjá mér hlátur.  Ein minningin er þegar unglingurinn minn kom og leitaði mikið að augunum sem ég hlaut að vera með í hnakkanum og komu í veg fyrir að hann gæti laumast framhjá mér.

Önnur minning er um prinsessuna sem oft hefur mikinn sannfæringarkraft.  Ég hef gjarnan sagt að það séu alltaf jól hjá mér og bendi á nafnið mitt því til sönnunar og hafði sú stutta auðvitað heyrt af því og ákvað að nýta sér það. Hún taldi því vinkonu sinni trú um að heima hjá okkur væri fullskreytt jólatré úti í bílskúr og ef okkur langaði að halda jól þá tækjum við bara jólatréð inn og héldum jól. Hún bauð meira segja vinkonu sinni að koma og halda með okkur ein jólin í júlí. Þetta komst upp þegar vinkonan vildi halda jól heima hjá sér og skildi bara ekkert í þvermóðsku móður sinnar því heima hjá mér væri þetta svona og hún vildi líka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hahahaha,, alltaf jólin ha?

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 17:12

2 Smámynd: Evaa<3

hahaha! ég vil benda á það að allt sem hún móðir min segir um mgi er EKKI satt:D ég gerði aldrei neitt svona

Ekki láta hana ljúga einhverju af ykkur! ég hef alltaf verið gáfuð og séð í gegnum hana :&#39;D haha

Evaa<3, 6.2.2008 kl. 20:12

3 Smámynd: Anna Gísladóttir

Það sem að börnum dettur í hug !   Óborganlega yndisleg

Anna Gísladóttir, 6.2.2008 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 110307

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband