sæludagar

Nú eru algerir sæludagar að baki en þar er ég að tala um bollu og sprengidaginn. Bolludeginum er alltaf þjófstartað, líka hjá mér. Bakaði gommu af bollum á laugardaginn sem hreinlega hurfu eins og hendi er veifað. Nennti síðan ekki að baka á mánudag og keypti bara nokkrar bollur sem hurfu líka. Eldaði síðan saltkjöt og baunir í kvöld fyrir um það bil 100 manns þannig að afgangurinn var gífurlegur enda við bara fjögur við matarborðið. Man bara næst að elda ekki svona mikið. Je right.

Á morgun er skemmtilegur dagur. Öskudagur. Börnin út um allan bæ syngjandi, sæl og glöð með góðgæti í pokum. Reyndar líta þessi fallegu börn oftast ekki út sem þau fallegu börn þau eru heldur er kappsmálið að vera sem ógeðslegastur, hræðilegastur eða ógurlegastur. Unglingurinn minn bað mig um að handleggsbrjóta sig og setja sig síðan í gifs. Sem móðir sem gerir allt fyrir börnin sín, dreif ég mig auðvitað í að mölva á honum hendina og gifsaði.  Núna er gifsið að fullþorna upp við ofn á meðan stráksi sefur og verður fullþornað á morgun þegar hann verður handleggsbrotinn á ný. Prinsessan ætlar að vera spákona. Hugsa að ég reyni að fá hjá henni framtíðarspá, það er svo margt sem mig langar að vita um framtíðina.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Þetta eru svo sannarlega skemmtilegir dagar með algjöru áti! Mín dóttla er nú ekki svo öflug að láta handleggsbrjóta sig en hún lætur sig hafa það að mamman trði eins og nokkrum stykkjum af koddum inn á sig því að hún ætlar að vera gömul íturvaxin kona ég vona bara að ég fái koddana aftur!

Huld S. Ringsted, 5.2.2008 kl. 23:26

2 Smámynd: Fjóla Æ.

Þú ættir að minnsta kosti að fá eitthvað af þeim aftur þó það verði kannski ekki allir .Prinsessan mín er þegar farin að huga að næsta öskudegi. Hún hefur dálítinn áhuga á að vera grasker og þar sem hún hefur ofurtrú á hugviti og framkvæmdasemi móður sinnar þá hefur hún fært það í tal við hana að hanna og framleiða eins og einn slíkan búning fyrir sig.  

Fjóla Æ., 6.2.2008 kl. 00:05

3 Smámynd: Gísli Torfi

skemmtileg skrif hjá þér Fjóla ..   

Gísli Torfi, 6.2.2008 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 110307

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband