Á meðan Oprah er í tv-inu þá blogga ég.

Þar sem mér leiðist Oprah og það er ekkert annað í sjónvarpinu þá datt mér í hug að henda hér inn nokkrum línum. 

Hér er búið að vera stuð. Eftir frábæra helgi þar sem öll börnin mín voru saman komin við kvöldmatarborðið á sunnudag kom mánudagurinn með sín venjulegu hversdagslegu athafnir. Síðan rann upp þriðjudagur og áttum við tíma með Gullrassinn í ljósmyndatöku. Hann var drulluslappur, kastaði meira upp en venjulega en við fórum samt. Myndatakan tókst sæmilega en ætli við verðum ekki að fara með hann aftur fljótlega. Ótrúleg tilviljun. Barnið hefur verið mjög hresst í langan tíma en síðan akkúrat í gær var hann svo heppinn að fá magavírusSick (gubbupest). Hann er miklu mun hressari í dag og eins og staðan lítur út núna virðist hann ætla að hrista þetta af sér eins og flestir aðrir, sem sagt á nokkrum dögum. Hingað til hefur magavírus (gubbupest) verið eitt af því versta sem Gullrassinn getur fengið, kostað mikil veikindi í margar vikur jafnvel gjörgæsludvöl og öndunarvél. En allt lítur út fyrir að núna verði þetta eins og hjá öðru fólki. Gelgjan veiktist líka í gær af magavírus en er öll að hressast. Unnustinn er núna steinsofandi inni í rúmi, kominn með hita og læti. Þá er bara að krossa putta og vona að allir verði orðnir hressir á sunnudaginn því þá er stór dagur hjá okkur. Gullrassinn verður 3 ára og lítur allt út fyrir að loksins munum við geta haldið upp á afmælið hans heima. Þegar hann varð eins árs þá var hann á spítala, þegar hann varð tveggja, þá var hann á spítala en við tókum hann heim í um tvo tíma bara til að geta sagt að hann hafi verið heima. Ef hann hefði ekki átt afmæli þá hefði hann ekki komið heim þann dag. En núna lítur allt út eins og ég sagði að hann verði heima allan afmælisdaginn.

Þar sem það eru bara 40 dagar til jóla þá byrjaði ég að baka fyrir jólin í dag. Bakaði eina litla sæta 6 laga vínartertu eins og mamma gerir alltaf. Síðan þarf ég að baka meira fyrir afmælið og nokkrar smákökusortir og örugglega eitthvað meira. Mér finnst reyndar ekkert sérstaklega gaman að baka en geri það samt, það er skemmtilegra að elda. Fékk líka jólakortin í dag þannig að ég get farið að skrifa í þau jólakveðjur. Prinsessan hefur verið að dunda sér við ljóðaskrif, ég ætti kannski að fá nokkur þeirra lánuð til að setja í kortin, það gæti verið skemmtilegt.

Þangað til næst elskið hvert annað, líka þegar veikindi eru til staðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dugleg ertu að vera byrjuð að baka, ég ætti að taka þig til fyrirmyndar, smjúts á þig.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 00:28

2 Smámynd: Ragnheiður

Já segi það nú, dugnaðurinn í þér Fjóla. Vonandi næst að halda afmælið hans heima að þessu sinni, það yrði svo frábært fyrir ykkur

Ragnheiður , 15.11.2007 kl. 01:24

3 Smámynd: Anna Gísladóttir

Meiri dugnaðurinn í þér kona
Hjá mér verða engar kökur bakaðar enda vilja krakkarnir lítið af þessu við hjónin höfum bara voða lítið gott af því að borða kökur ..... það gerir holdafarið skiluru .....

Anna Gísladóttir, 15.11.2007 kl. 05:15

4 Smámynd: Dísa Dóra

Hér er nú ekki farið að baka og verður varla bakað mikið fyrir jólin þar sem við hjónin höfum nú ekki gott að slíku áti

Mér finnst það frábær hugmynd hjá þér að fá ljóð hjá prinsessunni til að setja í jólakortin. 

Dísa Dóra, 15.11.2007 kl. 08:52

5 Smámynd: Mummi Guð

mmmm. kökur.

Mummi Guð, 15.11.2007 kl. 10:40

6 Smámynd: Evaa<3

BÍDDU BÍDDU MÓÐIR! ER ÉG GELGJA! ;O!

Líttu í eiginn barm :D

haha djók,

Ég er ennþá lasin :(

Sjáumst á sunnudaginn

Evaa<3, 15.11.2007 kl. 15:49

7 identicon

Má ég pannta heitann brauðrétt ? :D

Evaa (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 19:49

8 Smámynd: Mummi Guð

Hafrún, Það þýðir ekkert að "díla" við mömmu þína núna. Hún er nánast meðvitundalaus með magavírus! Ég er kominn til meðvitundar eftir minn. Ef þú ert ennþá slöpp, þá er kjörið að koma hingað í pestabælið!

Mummi Guð, 15.11.2007 kl. 20:55

9 identicon

æjj, er mamma lika orðin veik!

Eva (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 23:01

10 Smámynd: Fjóla Æ.

Hafrún svarið við fyrstu spurningunni er: já&#39;skan

svarið við annarri spurningunni er: já&#39;skan

svarið við þriðju spurningunni er: já&#39;skan, en er skánandi.

Fjóla Æ., 16.11.2007 kl. 22:09

11 identicon

Hæ Fjóla. Hef kíkt aðeins á síðuna hjá þér svo að það er nú kannski kominn tími til að kvitta aðeins.

Vonandi náið þið ykkur öll fljótt af magavírusnum. Og til hamingju með litla gullrassinn.

Kveðjur af Vestan.

Stína Kalla (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 110311

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband