Svarta krumlan

Inni í mér er svört krumla sem heldur um hjartað í mér. Stundum heldur hún ekki fast en oft herðir hún takið all hressilega svo það er sárt. Þessi krumla er óttinn. Óttinn við að missa barnið sitt. Hún hefur haft mikil áhrif á líf mitt undanfarin 3 ár. Gert það að verkum að ég er að mestu hætt að leyfa mér að gera áætlanir til framtíðar og líka hefur hún alltof oft komið í veg fyrir að ég leyfi mér að hlakka til einhvers atburðar sem undir venjulegum kringumstæðum eru mikið tilhlökkunarefni. Mér líkar ekki þessi svarta krumla. Ég hreinlega þoli hana ekki. Svo einfalt er það.

Núna kreistir þessi svarta krumla hjarta mitt svo ég finn til. Gullrassinn minn er á spítala á Hágæslu en hefði samt átt að vera á gjörgæslu en þar var ekki pláss nema ef... svo að hágæslan er notuð. Gullrassinn minn er svo mikið veikur en eins og honum er von og vísa þá er hann batnandi og verður bráðum orðinn jafngóður og áður. Hann átti að eyða helginni í Rjóðri og hin börnin ekki heima um helgina, þannig að við hjónaleysin sáum fram á fríhelgi. Vegna þess ákváðum við að eyða helginni á rómantískum stað upp í sveit 2 saman alein. Ætluðum að slaka vel á og rækta okkar samband við kertaljós og kósýheit. En fyrirætlanir okkar tóku U-beygju og núna sitjum við reyndar saman hér heima með kertaljós og ræktum okkur en án mikillar slökunar samt. Við verðum bara að reyna aftur seinna og vonandi tekst það í mars. Fyrr getum við ekki vænst að geta farið eitthvað því að við fáum ekki helgarfrí fyrr.

Stundum heyri ég að fólk kvarta yfir því að það geti ekki farið neitt vegna ýmissa ástæðna fjárhagslegra, vegna veikinda í fjölskyldunni, það fái ekki pössun og þess háttar. Vissulega eru þetta góðar ástæður en stundum eru þær ekki ástæður heldur afsakanir, leið til að fá samúð frá samfélaginu eða flótti frá því að vera saman.  Við höfum kynnst því að geta virkilega ekkert farið út úr húsi tvö saman því við höfðum engan sem treysti sér til að passa Gullrassinn okkar, ekki einu sinni til að versla í matinn saman. Börnin okkar hafa virkilega fengið að kynnast því að foreldrarnir geti lítið tekið þátt í störfum þeirra utan heimilisins nema í umræðu. Við höfum lært að meta virkilega þær stundir sem okkur gefast til að fara saman út af heimilinu, það er meira að segja ánægjulegt að fara í Bónus ef við erum saman. Þar til í sumar varð alltaf annað okkar að vera heima með Gullrassinn, unnustinn þurfti að taka sér frí í vinnunni til að ég gæti farið til læknis, í foreldraviðtöl og svo framvegis.  Þegar ég heyri fólk sem hefur ekki ástæður til, kvarta undan þessum atriðum þá finn ég stundum til smá öfundar og stundum verð ég reið. En það sér enginn en ég finn það.

Ég er í dag svo uppfull af brostnum vonum og væntingum að ég er að springa. Lífið er ekki skemmtilegt í dag en samt er ég svo þakklát fyrir það sem ég hef. Ég ætti ekki að kvarta, ég hef það fínt en samt er þessi svarta krumla þarna inni umvefjandi hjartað mitt og það er vont. Ég vil losna við hana.

Eyðið tima með þeim sem þið elskið þegar þið hafið tækifæri til, ekki vanmeta tímann sem þið hafið saman þrátt fyrir að aðstæður séu ekki þær bestu. Lifið í núinu og verið sátt þegar þið lítið til baka. Lífið er núna. Ekki á morgun eða í næstu viku, það gæti verið of seint.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lady Elín

Það eru til fá orð sem virkilega hughreysta á svona stundum, og stundum eru orð óþörf.  Þið megið vita það að hugsanir mínar liggja hjá ykkur og litla manninum.  Það er oft erfitt að finna hughreystingu og ég veit að ég hljóma hallærislega en ef þið bara hugsið um tímann sem er að ganga í garð, jólin, þá vona ég að þið fyllist af þeirri von sem ég ávalt finn fyrir á þessum tíma.  Enginn veit hvað morgundagurinn ber í skauti sér en þið eigið fjölskyldu sem elskar ykkur og fylgist með, nær sem fær.  Tárin sem falla eru bænir sem berast til þess sem þær á að heyra og aldrei halda að þið séuð ein og yfirgefin á þeim stundum sem örvæntingin er til staðar, þá er nálægðin mest.

Ég hugsa til ykkar allra og vona að tíminn sem framundan er muni verða gleðilegur að öllu leyti og að þið munið geta átt gleðileg jól, öll saman.

kveðja

Elín (frænka í Glasgow)

Lady Elín, 1.12.2007 kl. 20:33

2 Smámynd: .

Elsku stelpan, öll manns hugsun snýst um ykkur þessar stundirnar. Knús að norðan, Halla.

., 1.12.2007 kl. 20:52

3 Smámynd: Dísa Dóra

Sendi ykkur stórt knús og litla gullrassinum hlýjar hugsanir og góða strauma

Dísa Dóra, 1.12.2007 kl. 21:02

4 Smámynd: Ragnheiður

Elskurnar mínar, vonandi er hann hressari. Ég skil þessa krumlu sem þú talar um, hata hana líka.

Huginn Heiðar er ótrúlegur snáði annars. Kær kveðja til ykkar og bænir mínar fylgja með

Ragnheiður , 2.12.2007 kl. 16:58

5 identicon

Hugsa til ykkar, knús og kremjur

stína Blöndal (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 18:51

6 Smámynd: Gerða Kristjáns

Ég vona að krumlan sleppi takinu, þetta á enginn að þola

Farið vel með ykkur, knús á línuna

Gerða Kristjáns, 3.12.2007 kl. 00:06

7 identicon

Vona að Huginn Heiðar sé að braggast, ég sem var að vonast að hitta ykkur í gær . Ég rétti til ykkar hughreystingu, von og bjartsýni, knús á ykkur öll

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 12:45

8 Smámynd: Fjóla Æ.

Takk fyrir fallegar kveðjur elsku vinir. Svarta krumlan er að slaka á takinu aftur og Gullrassinn allur að koma til.

Fjóla Æ., 3.12.2007 kl. 20:02

9 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Elsku Fjóla mín. Krumlan náði alla leið upp á Skaga þegar ég las þetta. Holl lesning sem eykur sannarlega skilning á því hvað lífið er dýrmætt. Mikið er gott að elsku drengurinn ykkar er að braggast. Sendi risaknús yfir hafið.

Guðríður Haraldsdóttir, 3.12.2007 kl. 20:24

10 Smámynd: Ragnheiður

Ég er með hugann hjá ykkur elskurnar, þakka þér fyrir fallegt komment. Ég held að skiljum vel hvor aðra...óttann þinn skil ég...missi minn skilur þú. Það er bara svo einfalt.

Ragnheiður , 9.12.2007 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 110309

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband