Hvað er að ske

Ég er að verða komin á þá skoðun að Mummi sé búinn að fara heldur betur á bak við mig. Það hefur komið í ljós að hann virðist lesa knattspyrnureglurnar fyrir mig á meðan ég sef. Þarna er komin skýringin á því hvers vegna hann þarf alltaf að skoða augnlokin að innanverðu í hádeginu. Við erum búin að vera áskrifendur að Sýn í nokkur ár og þar er sýndur fótbolti. Er dálítið Dómarihorft á hann og síðan samþykkti ég að gerast áskrifandi að Sýn2 um daginn og þar er líka sýndur fótbolti eða bara fótbolti að því er ég best veit. Hvað er hann að gera mér? Man hvað ég var ánægð með að geta komið mér hjá því að fá Skjáinn í fyrra en á honum var sýndur fótbolti. Síðan kom gíróseðill á mínu nafni í dag frá KSÍ þar sem var verið að rukka fyrir námskeiðsgjöld. Hvaða námskeið er ég að fara á?

 Nei, Ég er að skreyta all verulega núna með með KSÍ, það kom enginn reikningur og ég er ekki að fara á neitt námskeið. Flest af hinu er samt alveg dagsatt, hef reyndar ekki fulla vissu fyrir næturlesningunni en sterkan grun fyrst ég er farin að kunna skil á rangstöðu.

Fórum aðeins niður í bæ í kvöld með Dísina okkar og 2 vinkonur hennar, til að njóta tónleika nokkurra hljómsveita. Áheyrendur voru að mestu unglingar en ég hafði mikla ánægju af að heyra í hljómsveitunum sem margar rokkuðu feitt. Flott framtíð í tónlistinni og ekki tímabært að örvænta um stöðnun á því sviði. Þetta var ágætis upphitun fyrir það sem koma skal um helgina en annað kvöld verða tónleikar og líka á laugardagskvöldið og um daginn og og og... hef ekki fingur til að skrifa allt upp hér þannig að ég bendi áhugasömum á slóð Ljósanætur www.ljosanott.is þar er dagskráin í hnotskurn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Bara að kvitta.

Halla Rut , 2.9.2007 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 110304

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband