Hef ekki hugmynd um hvað þessi færsla á að heita

Ekki veit ég á hverju ég var eiginlega þegar ég ákvað að fara að smíða þennan pall minn en það var örugglega eitthvað. Hann er um það bil helmingurinn af lóðinni og ég hef um það bil engan tíma til að smíða hann og um leið og ég er að verða búin með timburstaflann þá er kominn nýr og miklu stærri stafli. Við fórum nefnilega í dag og sóttum klæðninguna á hann og það er ekkert smá magn. Ég svitna næstum því bara við að sjá hann. Get vonandi farið að vinna eitthvað í honum á morgun og þá minnkar staflinn Smile. Er því núna öll lurkum lamin, marin og blá eftir að hafa borið ábyggilega hálft tonn í gegnum húsið og út í garð. Þetta er kannski ekki rétta leiðin til að slaka á og ná púlsinum niður en ég verð samt að segja það að þessi smíðavinna er á vissan hátt mjög slakandi þó það sé kannski ekki á líkamlegan hátt þá er það á andlegan hátt. Það er frábært að finna þreytuna í líkamanum og vita af hverju hún stafar. Ég er semsagt að segja að það sé gott að vera þreytt. Ég held ég ætti að vita hvort ég geti ekki fengið einhver lyf eða eitthvað við þessu rugli í mér.

Í næstu viku byrja skólarnir aftur eftir sumarfrí. Sum af börnunum mínum eru mikið spennt, önnur minna. Hugsa að Hafrún sé spenntust því hún er núna að byrja í framhaldsskóla og er það svolítið spennandi. Hún stefnir á að verða sjúkraliði til að byrja með og valdi að læra hann í Heilbrigðisskólanum í Ármúla, FÁ. Þar sem það hefur orðið svo mikil fjölgun í '93 árganginum verður kennt í 3 bekkjardeildum. Veit ekki enn hvað Guðjóni finnst um það en vona samt að hann verði sáttur en 2 bestu vinir hans verða í öðrum bekk en samt eru einhverjir vinir hans með honum ennþá í bekk. Þetta kemur allt í ljós. Guðjón og Ásdís eru enn í sveitinni hjá ömmu sinni og afa en ég reikna með þeim heim einhvern tímann kringum helgina enda ekki seinna vænna, skólinn að skella á. Ég verð nú að viðurkenna að ég er ekki ósátt við það, því þá kemst lífið einhvern veginn í fastari skorður en er núna þó án þess að það sé eitthvað rugl á því.  

Litli gullrassinn minn hlustar á tónlist á meðan hann sefur. Núna undanfarið höfum við stillt á popptv og heyrum við tónlistina í barnapíunni niður til okkar. Það er ekki bara verið að spila nýjustu tónlistina á þessari stöð heldur mikið tónlist síðan 2003. Mér finnst það skemmtilegt því það eru svo mörg lög sem eru í nokkurs konar uppáhaldi frá þeim tíma og alltaf gaman að fá smá flash back og hugsa þá tíma. Annars er Huginn alveg hugfanginn af tónlist. Honum finnst flest skemmtilegt en annað er samt skemmtilegra. Honum líka sérstaklega róleg, hlýlega sungin lög (veit eiginlega ekki hvernig ég á að segja þetta) eins í kvöld þá var Friðrik Ómar að syngja í Kastljósinu og stráksi hætti að leika sér til að horfa á sjónvarpið, brosti og hló. Lagið sem Friðrik söng var svona fallegt og ljúft. Einnig er Óskar Péturs í uppáhaldi hjá honum, James Blunt og svo framvegis. Hann hefur líka gaman af að hlusta á fjöruga tónlist, klassík og Rammstein en verður reyndar fljótlega þreyttur á því enda mjög mikið stuð.

Nú ætla ég að skella mér í rúmið að sofa svo ég verði líka falleg á morgun svo þangað til næst elskið hvert annað og brosið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Gísladóttir

Sumarið er alveg yndislegt en það er líka gott þegar það er búið.  Það þýðir að rútínan og reglan kemur aftur og svo getur maður líka farið að láta sér hlakka til næsta sumars   Það er svo gott að hlakka til

Anna Gísladóttir, 15.8.2007 kl. 02:08

2 Smámynd: Árný Sesselja

Tónlistin hefur ótrúleg áhrif, jafnvel á mann sjálfan.  Ég nota tónlist oft ef ég er í svona misjöfnu skapi.

Árný Sesselja, 15.8.2007 kl. 08:45

3 Smámynd: Fjóla Æ.

Það er sannað mál að tónlist hefur mikil áhrif á líðan fólks. Maður velur oft tónlist eftir því í hvernig skapi maður er hverju sinni einnig er hægt að breyta líðan með tónlist.  Ég hef lært það með mig að ég á alls ekki að hlusta á jazz eða tregafullan blús því fyrir mér er það ávísun á þunglyndi. Finnst reyndar sú tónlist ekki skemmtileg og vel því að hlusta ekki á hana eða sem allra minnst.

Fjóla Æ., 15.8.2007 kl. 09:58

4 Smámynd: Gerða Kristjáns

Það er svoooo gott að sofna út frá tónlist

Gerða Kristjáns, 17.8.2007 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 110302

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband