Nenni ekki

Sit hérna fyrir framan tölvuna á algjörum bömmer. Er um það bil að látast úr leti. Nenni ekki að baða Huginn sem liggur á gólfinu og hlær við Panther sem er reyndar fjólublái frílinn í einhverri Disney mynd sem ég man alls ekki hvað heitir og nenni ekki að muna. Alveg merkilega fyndinn fríll.  Nenni ekki að fara út og gera eitthvað í þessum blessaða palli mínum sem er farinn að öskra svo hátt á mig að verða kláraður að nágrannarnir eru farnir að kvarta undan óhljóðunum í honum. Nenni ekki að fara sjálf í bað þrátt fyrir að vera orðin svo skítug og illa lyktandi að ef ég væri buxur þá stæði ég sjálf. Nenni alls ekki að hugsa um hvernig í ósköpunum ég eigi að koma öllum farangrinum og börnunum í minn stóra bíl til að komast í sumarbústað. Einhvernveginn er sú hugsun samt alltaf að trufla mig. Ætti kannski að leggja mig og bíða eftir því að hugsunin líði frá. Nenni því ekki heldur. Ja, reyndar get ég það ekki. Verð að passa gullrassinn minn, baða hann og mig svo minn heittelskaði unnusti flýji ekki þegar hann kemur heim frá því að safna fyrir saltinu út á grautinn minn. Ég er eins og hundurinn, svínið og kötturinn sögunni um "litlu gulu hænuna" sem alltaf sögðu "ekki ég" og þar sem það er enginn annar sem getur núna verið litla gula hænan þá verð ég að vera hún líka og segja "það vil ég" og með þeim orðum minni ég á nauðsyn þess að elska náungann og er farin að blása lífi í næstum látna mig, fæ mér ópal og dríf í að gera flesta þá hluti sem ég NENNI alls ekki að gera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða letikast er þetta í þér kona!!!

En svona, ef grant er skoðað, áttu það ekki alveg skilið öðru hvoru:)

Flakkari (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 14:32

2 Smámynd: Fjóla Æ.

Það getur verið að ég eigi það skilið en núna er ekki tíminn fyrir það. Búin að baða Huginn, er að fara að baða mig og allan tíman er ég að hugsa um niðurröðun í bílinn. Sko er ég ekki dugleg? Undir þetta skrifar Litla gula hænan.

Fjóla Æ., 25.7.2007 kl. 14:57

3 identicon

Veit að það verður púsl að raða öllu í bílinn, en það leysist, engin hætta á öðru.

Vona að þið njótið ykkar og fáið frábært veður.

Flakkari (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 06:13

4 identicon

Guð minn almáttugur hvað ég skil þig vel en ég er nú þannig sett að það gerir ekkert til þó að ég nenni ekki að gera hlutina því að það fer ekkert frá mér en hafið það rosalega gott í bústaðnum og ég reyni að passa upp á loðkvikindinn ykkar á meðan þið eruð í burtu

Berglind (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 110327

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband