Ég er efni í iðnaðarmann

Sól sól skín á mig. Ég er farin að halda að hitabylgjan sem hefur verið í Danmörku síðast liðið ár sé komin til Íslands. Ekki að ég sé að kvarta heldur þvert á móti. Man varla eftir svona heitu og góðu sumri. Það er reyndar ekkert að marka að ég muni ekki hvernig síðasta sumar var eða þar síðasta og tala ekki um sumarið '94. Því ég er líkt og svo margir Íslendingar með mikið skammtíma minni á veður. Hver man ekki eftir því til dæmis þegar það var alltaf rigning á 17. júní alveg sama hvernig veðrið var í raun? Ég er alveg sannfærð um að það hafi oftar verið rigning á þeim merka degi en ekki. En í fyrra sá ég samantekt frá veðurstofunni sem sýnir að ég hef svo rangt fyrir mér því að "góðir" 17. júní voru mun fleiri en "slæmir" 17. júní veðurfarslega séð. Minnið er stundum að leika mann grátt.  Ég er alla vega sátt við þetta yndislega sumarveður sem yljar okkur þessa dagana og vona að það haldi áfram lengi enn.

Það hefur mikið verið talað um að iðnaðarmenn séu sérstakir og ekki auðfengnir. Þeir komi gjarnan til fólks þegar um er beðið og mæli og taki út verkið sem vinna þarf en sjáist síðan ekki fyrr en eftir dúk og disk og komi þá og geri smá og fari síðan aftur. Ég held að ég sé að verða svoleiðis. Að minnsta kosti þegar við tölum um pallinn. Það er lítið að gerast með hann en gerist samt alltaf eitthvað smá og ég sé því fram á að hann geti hugsanlega verið tilbúinn um Ljósanótt. En eins og einhver sagði "góðir hlutir gerast hægt" og verð ég því bara að trúa því þrátt fyrir að vera ekki þolinmóðasta manneskja í heimi.

Ætla að hætta núna. Þangað til næst elskið hvert annað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Ja, allavegana er hitabylgjan EKKI í Danmörku, þessar vikurnar.. eða kannski ágætis hiti (á ísl. mælikvarða) en sólin er heldur gloppótt fyrir minn smekk.  

Kveðja úr Danmörkunni, Áslaug - og áfram með pallinn! 

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 10.7.2007 kl. 19:36

2 identicon

Þú ert góður smiður elskan eins og mamma þín...... Haltu bara áfram

            K V ........ úr sveitinni

Mamma (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 21:21

3 Smámynd: Fjóla Æ.

Sko Áslaug, hitabylgjunni í Danmörk lauk núna með rigningunni sem er búin að vera þar. Núna er hún komin til Íslands

Held ótrauð áfram mamma. Þú veist að ég gefst ekki upp.

Fjóla Æ., 10.7.2007 kl. 22:30

4 identicon

Bara að kvitta fyrir mig

Berglind (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 23:07

5 Smámynd: Halla Rut

Var að lesa höfundalýsingu þína. 5 börn...en hvað þið eruð rík og umfram allt dugleg. Gangi þér sem best með litla barnið.

Halla Rut , 13.7.2007 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 110327

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband