Færsluflokkur: Bloggar
26.5.2008 | 14:52
Í flækju
Seinustu daga hefur mig langað til að setja hingað inn svo margt og mikið. Það er svo margt sem ég hef frá að segja en ég hef oft byrjað að skrifa en eytt því jafnóðum út. Veit bara ekki hvernig í ósköpunum ég á að koma þessum óreiðu hugsunum mínum í orð sem síðan hægt er að skilja. Ég er búin að hugsa frekar mikið undanfarið, pælt og pælt en það skemmtilega við allar þessar djúpu pælingar mínar er að ég hef enga hugmynd um hvað ég er í raun að hugsa og get því ekki sagt almennilega frá. Ana úr einu í annað og skipulagða ég er í smá flækju .
Farin að skrifa lista eða eitthvað til að vinda niður af mér og þangað til næst minni ég ykkur á að hugsa um hvað það er sem er ykkur mikilvægast í lífinu og knúsa það síðan þegar þið hafið fundið það mikilvægasta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.5.2008 | 22:42
Stundum er ...
...ég sorgmædd og full söknuðar eftir Gullrassinum mínum. Í dag var ég svolítið sorgmædd. Ég var að setja ýmsar blaðagreinar í fallegan fjólubláann kassa sem geymir meðal annars öll samúðarkortin sem þið yndislega fólk senduð okkur eftir að Huginn varð Engill. Það var svona ljúfsárt að skoða greinarnar og kortin, handleika borðana af krönsunum, sálmaskrána og fleira. Við þurfum að fara að huga að því að taka leikföngin hans saman, það er alveg ljóst að hann er ekki að koma heim eftir helgi. Mér finnst stundum eins og hann sé bara í Rjóðrinu og komi heim bráðum. Við erum búin að kaupa stóra gegnsæjan plastkassa undir leikföngin og bíður hann eftir að verða notaður hérna á gólfinu skammt frá leikföngunum. Ég veit að það verður ekki auðvelt að setja dótið niður og ég er viss um að kassinn fái að standa hérna í stofunni í einhvern tíma eftir að við verðum búin að setja í hann. En stundum er lífið bara erfitt. Við þurfum líka að fara í það að skila hjálpartækjunum og ég held að það verði ekki auðvelt. Við höfum þó alltaf leikföngin og getum leikið okkur smá með þau. Verst held ég þó að það verði að skila rúminu hans. Herbergið okkar verður galtómt á eftir og ég veit ekki hvort að ég sé tilbúin fyrir það.
Þrátt fyrir að vera stundum sorgmædd þá er ég samt almennt glöð. Ég er þakklát því sem ég hef og því sem ég hafði. Ég hef verið og er heppin því það er svo margt sem gefur lífinu tilgang og ég held að ég kunni að meta þessu litlu hluti sem almennt eru svo sjálfsagðir að enginn tekur eftir þeim fyrr en þeir eru ekki lengur möguleiki. Ég hef lært ótrúlega margt á síðastliðnum árum og þá helst hversu mikið ég á eftir ólært. En eitt af því sem ég veit er að lífið er yndislegt.
Þangað til næst býð ég ykkur að njóta lífsins og brosa svolítíð út í bæði. Knús á ykkur öll.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
21.5.2008 | 19:44
Með brosi birtir
Spakmæli dagbókarinnar minnar frá því í síðustu vikur er á þessa leið: Hamingja heila ævi, enginn maður þyldi slíkt, það yrði jarðneskt víti. Kannski yrði lífið víti ef ekkert blési á móti, aldrei. Ég veit það ekki en stundum finnst mér blása full mikið á sumt fólk. Ég er þó alveg sannfærð um að það sé alltaf auðveldara að berjast á móti storminum með bros í hjarta og sál. Það er ekki alltaf auðvelt en það verður að minnsta kosti að reyna og trúa.
Undanfarna daga hef ég verið að dunda mér við að taka herbergi Prinsessunnar minnar í gegn. Spartlað, málað, smíðað og leikið mér aðein að rafmagninu. Það var reyndar ekki vanþörf á smá yfirhalningu því það hefur ekkert verið gert fyrir herbergið síðan við fluttum hingað fyrir 4 árum. Það vantaði parketlista, innstungurnar voru ýmist ótengdar eða illa farnar. Ljósin voru blá og það passar illa við bleikt. Núna eru komnir listar og nýjar innstungur, veggirnir bleikir, flottir risa stórir púðar í rúmið til að nota þegar setið er í rúminu, ný falleg ljós og lampi í óskalitnum. Sem sagt bara flott. Stelpan er alla vega mjög sátt og hamingjusöm með þessa breytingu.
Þangað til næst, munið að brosa þótt stundum sé stormurinn í fangið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
20.5.2008 | 09:26
Líffæragjöf = lífgjöf
- Vissir þú að með því að gefa blóð þá bjargarðu mannlífum?
- Vissir þú að með líffæragjöf er hægt að bjarga mörgum mannslífum?
- Vissir þú að í flestum tilvikum þar sem líffæragjöf er möguleiki, er hafnað á Íslandi?
- Vissir þú að samkvæmt Íslenskum lögum er gengið út frá neitun mögulegs líffæragafa?
- Vissir þú að flest líffæri fullorðinna passa ekki í börn?
Þú verður að láta aðstandendur þína vita um afstöðu þína til líffæragjafar, hver svo sem hún er. Það er erfið og ósanngjörn ákvörðun fyrir aðstandendur á ögurstundu að þurfa að taka ákvörðun um hvað þú myndir vilja. Ef þú hefur tekið ákvörðun og látið vita af henni þá verður ákvarðanataka auðveldari. Taktu líka ákvörðun um börnin þín.
- Mundu, það er alltaf hægt að skipta um skoðun.
- Taktu afstöðu í dag, því lífið er núna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
17.5.2008 | 19:55
3 ár
Í dag eru 3 ár síðan ég gaf Gullrassinum mínum lifur til þess að hann gæti lifað. Lifrin virkaði fullkomlega frá fyrstu stundu. En því miður var góð lifur ekki nóg, hann varð aftur veikur og...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
16.5.2008 | 14:18
Söngstjarnan hún dóttir mín.
Brjálað að gera hjá minni í gær. Byrjaði eftir hádegi að greiða og krulla hárið á prinsessunni minni vegna sögvakeppni sem haldin var í skólanum hennar. Keppnin er í tengslum við evróvision og kallast því Mylluvision. Prinsessan var löngu búin að ákveða að taka þátt í keppninni, hún tók einnig þátt í fyrra með annarri stelpu. Þá fannst ekki playback fyrir lagið þannig að þær urðu að syngja án undirspils. Þá lentu þær í 3. sæti. Núna ætlaði hún að syngja á íslensku eitt ákveðið lag en fékk því
miður svar of seint frá höfundum lagsins um playbackið þannig að hún ákvað að syngja lagið Fabulus úr High school musical í staðinn. Fékk 2 vinkonur sínar til að dansa með sér en sá sjálf um sönginn. Til að gera langa sögu stutta þá var gríðarlega hamingjusöm stúlka sem sveif heim í 7. himni eftir að hafa sigrað keppina með glæsibrag. Verð að viðurkenna að barnið hefur afar fallega rödd og mikið raddsvið og þrátt fyrir ungan aldur er röddin vel þroskuð. Hún verður örugglega fræg einhvern daginn, það er að segja ef hún vill það. Ok ég er að springa úr monti en ég má það. Ég er mamma hennar.
Fór síðan eftir söngvakeppnina á fótboltaleik og einhverra hluta vegna datt mér í hug að taka með mér teppi. Hef ekki gert það áður. Ég get svo svarið það að þetta teppi varð okkur til lífs. Þvílíkur kuldi. Meira að segja var mínum yndislega unnusta ískalt og er það mikið sagt. Honum er næstum alltaf heitt. Fórum síðan heim glöð í bragði eftir sigra dagsins, bæði í söng og sparki og fengum okkur að borða nautasteikina sem ég grillaði um leið og ég greiddi stjörnunni.
En þar til næst bið ég alla um að eiga stórgóða helgi og knúsast svolítið fyrir mig.
Ps. Takk kærlega fyrir upplýsingarnar sem ég var að vandræðast með í síðustu færslu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.5.2008 | 19:50
Ég er latur bloggari, held ég
Úpps alltof langt síðan ég bloggaði síðast en ætla að reyna að bæta úr því núna. Síðustu dagar hafa verið nokkuð umsetnir. Ég fór heim í heiðardalinn um helgina og tók með mér slatta af fjölskyldunni. Áttum við yndislega daga í sveitinni hjá foreldrum mínum, sáum folöld og allt. Það er alltaf gaman að sjá þessi kríli svona nýköstuð, þau eru svolítið fyndin svona óstyrk á fótunum og hrædd við allt. Þetta óöryggi varir ekki lengi og eftir smá stund eru þau orðin fótfrá og óhrædd. Verð líka að viðurkenna að það er yndisleg tilbreyting að láta dekra svona við sig eins og foreldrar mínir gerðu við okkur, skil vel að börnin séu spennt fyrir því að fara til þeirra. Knús á ykkur mamma og pabbi.
Í gær skellti ég mér út í garð og afrekaði það að klippa limgerðið og rífa upp njóla og anað fínt illgresi. Fór síðan út aftur í morgun og viti menn. Ég er byrjuð á pallinum mínum! Ætla ekki að koma með áætlaðan verklokadag, er nefnilega ekki viss um að geta staðið við hann og þyrfti þá jafnvel að borga sektir en samt er það einlæg von mín og trú að hægt verði að bleyta í kroppnum að utanverðu á Ljósanótt. Dagskrá morgundagsins er að halda áfram að smíða pall en vegna gamals vana þá eru allar áætlanir skráðar með blýanti sem auðvelt er að stroka út og rita nýja áætlun. Er annars með svaka strengi í höndunum og gæti því þurft að eyða deginum í sjálfsmeðaumkun og ræfildómi.
Við fórum áðan að heimsækja Hugin og ákváðum að fara að skreyta Lúllið hans með gulum blómum fljótlega. Við höfum verið að velta fyrir okkur einu en það eru reglur kirkjugarðanna. Við vitum að það er fullt af hlutum sem eru ekki leyfilegir að gera við leiði eins og að planta trjám en okkur langar að vita hvað má og hvað ekki má. Við hliðið að garðinum er fólki bent á að kynna sér reglur garðsins á húsinu sem er þarna en þar eru einu leiðbeiningarnar við hvern maður á að tala ef um legsteinaviðgerð er að ræða. Veit einhver hvar er hægt að finna þessar upplýsingar á netinu, við höfum ekki fundið þær ennþá.
En þangað til næst, hvenær sem það verður, mundu að þú ert frábær persóna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.5.2008 | 10:42
Hjólreiðastígur
Um daginn vorum við hjónaleysin stödd út í kirkjugarði ásamt Ásdísi okkar, fór hún að tala um hvernig hún gæti komist þangað sjálf á hjólinu sínu. Eftir smá skoðun komumst við að því að það er ekki möguleiki nema að hún færi út á Garðveginn sem er stórhættulegur og þar með ekki æskileg leið fyrir 11 ára gamalt barn á reiðhjóli né heldur nokkurn annan. Hún var ekki alveg sátt við þetta og ákvað að panta sér tíma í viðtal með bæjarstjóranum. Var fundurinn á miðvikudagsmorgun. Árni bæjarstjóri tók virkilega vel í erindi hennar um að leggja hjólreiðar og göngustíg frá Keflavík að kirkjugarðinum. Málið verður sett í vinnslu nú þegar og verður vonandi lokið við lagningu stígsins á þessu ári.
Þar sem þessi hjólreiðastígur er nú kominn á framkvæmdaáætlun vegna Ásdísar og að nú er átak í landinum um að hjóla í vinnuna ákvað ég að heyra gargið í hjólhestinum mínum sem býr í bílskúrnum og viðra aðeins fákinn. Þar sem ég geri ekki neitt þá gat ég ekki hjólað í vinnuna en leysti vandamálið með því að hjóla í kringum götuna mína. Og Vá, ég er algjörlega glötuð. Ég er í svo hrikalega lélegu formi að ég hef aldrei vitað annað eins. Var búin á því eftir þennan örstutta hring. Þar sem þetta er ekki æskileg staða að mínu mati er markið sett á að koma sér í aðeins betra form( það getur ekki versnað) og hef ég því farið út að viðra fákinn síðan. Leiðin lengist aðeins í hvert sinn þannig að þetta á ekki að þurfa að verða neitt mikið mál. Þarf bara að nenna því. Er reyndar alveg botnlaust þreytt þessa vikuna. Vakna auðvitað eldsnemma en er alveg búin á því um 11 og þarf þá að leggja mig og síðan aftur upp úr 3 og síðan er ég sofnuð í sófanum eldsnemma. Ekki minn stíll. Kannski er ástæðan fyrir þessari þreytu minni sú að við fórum á fund með teyminu á Gjörgæsludeildinni í vikunni. Þar ræddum við öll um nóttina sem Huginn ákvað að deyja og einnig um aðrar innlagnir hans á Gjörgæsluna. Þetta var einstaklega góður fundur þar sem starfsfólkið sagði okkur m.a. frá ýmsum breytingum sem hafa orðið á deildinni og fleiru sem eingöngu varð vegna Hugins og við létum þau vita af ánægju okkar með að fá að vera viðstödd endurlífgunartilraunirnar. Það er ekki vanalegt að aðstandendur séu viðstaddir endurlífgun. Það er hægt að lesa betur um þennan fund okkar á heimasíðu Gullrassins míns. Það er svo gott að vita af því að líf hans var til margs góðs á mörgum stöðum og hann breytti svo miklu öðrum til hagsbóta.
Er farin að reyna að hrista af mér slenið en þangað til næst vil ég minna á þetta:
Sunnudaginn næstkomandi munu konur standa saman, í bókstaflegri merkingu, fyrir betri heimi komandi kynslóðum til handa. Konur geta tekið sig saman og staðið í garðinum heima hjá sér, í sumarbústaðnum eða hvar sem þær eru staddar kl. 13 á Hvítasunnudag.
Á Reykjavíkursvæðinu er konum, og ástvinum þeirra, stefnt í Laugardalinn nánar tiltekið við Þvottalaugarnar. Það verður safnast saman og íhugað í þögn í 5 mínútur um betri heim með hreinu drykkjarvatni, nægum mat og lífi án ofbeldis, öllum börnum til handa. Hringt verður inn í þögnina kl. 13:00.
Standing Women" er alþjóðleg hreyfing kvenna sem tók höndum saman 11. maí á síðasta ári fyrir betri heimi. Í ár verður sami háttur á og nú með þátttöku íslenskra kvenna en í fyrra stóðu konur saman í öllum heimsálfum, samtals 75 löndum. Á þessari slóð má sjá myndband frá atburðinum í fyrra: http://www.youtube.com/watch?v=_eNJ4oVQKxU
Undirrituð samtök kvenna á Íslandi eru í forsvari fyrir viðburðinum hér á landi og hvetja félagsmenn sína jafnt sem konur á landinu öllu til að taka þátt!
Kvenréttindafélag Íslands, Kvenfélagasamband Íslands, UNIFEM á Íslandi, Blátt áfram og Stígamót.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
3.5.2008 | 23:02
hlaða batterí á morgun
Well my darling, síðustu dagar hafa verið frekar uppteknir hjá mér og ef ég því ekki getað séð mér fært um að blogga en nú ætla ég að reyna að bæta úr því. Skrapp í Borgarfjörðinn til að heimsækja systur mína elskulega og elsku kæra ástkæra máginn minn á þeim merka degi 1. maí. reyndi reyndar að ljúga því að fólki að ég hefði labbað þangað í kröfugöngu en auðvitað vita þeir sem mig þekkja að ég myndi aldrei nenna því, þannig að lygin mistókst herfilega. Ég er farin að hugsa all fast um að fara að hlaða batteríið í borvélinni minni svo ég geti farið að halda áfram með þennan blessaðan pall minn og stefnan er tekin á að stinga í samband á morgun ef heilsan leyfir. Við hjónaleysin erum nefnilega að fara á Bergásball á eftir þar er aldurstakmarkið 30+ og þrátt fyrir afar ungan anda þá segir kennitalan + og því getum við farið og ætlum vonandi að mála bæinn rauðan eða amk bleikan. Dóttir okkar, prinsessan, yrði sko sátt við þann lit en hún er núna stödd í Ólafsvíkinni með systkinum sínum og föður að skoða nýjasta frændann sem kom í heiminn þann 22. apríl.
Núna ætla ég að skreppa en þar til næst elskið hvort annað eins og ég veit ekki hvað, ég er farin á ball, ciao.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.4.2008 | 09:07
Helgarsamban
Helgin er búin að líða hjá í ljúfum gír. Samkvæmt dagatalinu og Sigga Stormi er sumarið komið og var grillið því notað ágætlega til matreiðslu steikanna sem heimilisfólkið gerði síðan á góð skil. Sunnudagurinn hófst fyrir allar aldir við það að horfa á fótbolta. Sá meira að segja 2 leiki í röð. Leikirnir voru spilaðir í Reykjaneshöllinni af 5. flokki kvenna og stóðu stelpurnar sig ágætlega. Eftir amerískan brunch fórum við út í kirkjugarð til að laga aðeins til lúllið hans Hugins. Blómin voru orðin hálf rytjuleg og kominn tími á að taka þau. Við settum sæta engla og kertaljós á leiðið þannig að núna er alltaf ljós hjá Gullrassinum mínum. Mér finnst leiðið vera svo bert og kuldalegt eftir að við tókum blómin og mig langar hreinlega til að breiða sæng yfir það. Síðan þegar líða tekur lengra á vorið stefnum við á að setja nokkur sumarblóm á leiðið. Annars vitum við svo sem ekkert um það hvernig við viljum hafa það ennþá, við kunnum ekkert á almenna umhirðu og fegrun leiða en erum að prófa okkur áfram.
Svona lítur lúllið hjá Gullrassinum mínum út núna.
Hætt í bili en þangað til næst mæli ég með brosi. Það gerir öllum gott.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Um bloggið
Þegar kviknar á deginum
Tenglar
Fólk á förnum vegi
- Huginn Heiðar Ofurkrúttið
- Berglind vinkona
- Stína Blöndal
- Árný
- Ragnheiður
Vert að skoða
Bloggvinir
- Mummi Guð
- Evaa<3
- Ásdís Rán
- Áslaug Helga Hálfdánardóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gerða Kristjáns
- Anna Gísladóttir
- Rannveig Lena Gísladóttir
- .
- Dísa Dóra
- Ólafur fannberg
- Huld S. Ringsted
- Gísli Torfi
- Halla Rut
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Lady Elín
- Emma Agneta Björgvinsdóttir
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Gulli litli
- Bryndís
- Brynja skordal
- Vertu með á nótunum
- Guðrún Hauksdóttir
- Erna Sif Gunnarsdóttir
- Anita Björk Gunnarsdóttir
- Bwahahaha...
- Ragnar Emil
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar