Helgarsamban

Helgin er búin að líða hjá í ljúfum gír. Samkvæmt dagatalinu og Sigga Stormi er sumarið komið og var grillið því notað ágætlega til matreiðslu steikanna sem heimilisfólkið gerði síðan á góð skil. Sunnudagurinn hófst fyrir allar aldir við það að horfa á fótbolta. Sá meira að segja 2 leiki í röð. Leikirnir voru spilaðir í Reykjaneshöllinni af 5. flokki kvenna og stóðu stelpurnar sig ágætlega. Eftir amerískan brunch fórum við út í kirkjugarð til að laga aðeins til  lúllið hans Hugins. Blómin voru orðin hálf rytjuleg og kominn tími á að taka þau. Við settum sæta engla og kertaljós á leiðið þannig að núna er alltaf ljós hjá Gullrassinum mínum. Mér finnst leiðið vera svo bert og kuldalegt eftir að við tókum blómin og mig langar hreinlega til að breiða sæng yfir það. Síðan þegar líða tekur lengra á vorið stefnum við á að setja nokkur sumarblóm á leiðið. Annars vitum við svo sem ekkert um það hvernig við viljum hafa það ennþá, við kunnum ekkert á almenna umhirðu og fegrun leiða en erum að prófa okkur áfram.

Lúllið hans Hugins

Svona lítur lúllið hjá Gullrassinum mínum út núna.

Hætt í bili en þangað til næst mæli ég með brosi. Það gerir öllum gott.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mæli með að þið hlaðið fallegum steinum í kringum leiðið, það gefur fallega heildarmynd á leiðið þegar þið takið ykkur til og plantið sumarblómum. Annars er leiðið mjög fallegt með englunum ofaná.

Júlía (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 09:17

2 Smámynd: Dísa Dóra

Leiðið er mjög fallegt með svona látlausu yfirbragði.

Sendi hlýjar hugsanir

Dísa Dóra, 28.4.2008 kl. 10:55

3 identicon

Mikið er þetta fallegt hjá ykkur,svo hreinlegt. Þið þurfið bara að kynna ykkur hvað er í boði því það er hreint ótrúlegt hvað er í til í leiðisskreytingum.Margt svo fallegt

Hrönn (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 13:07

4 Smámynd: Þórunn Eva

já ég skil vel að þú viljir breiða sæng yfir... þetta er mömmu eðlið... halda á þeim hlýju litlu gullunum og það breytist víst ekkert....

þú ert algjör hetja Fjóla og maður lærir helling af að lesa bloggið þitt... LOVE á þig sæta.... 

Þórunn Eva , 28.4.2008 kl. 14:50

5 Smámynd: Ragnheiður

Ég kannast við þessa hugsun með sængina, ég var alveg hræðilega leið yfir kuldanum hjá Himma mínum

Ragnheiður , 28.4.2008 kl. 20:09

6 identicon

æji sætt.!

þetta kemur allt, já það er góð hugmynd að draga sæng yfir hann,, kannski verður honum kallt.!

Allaveganna bæjó! 

Gelgjan (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 21:02

7 Smámynd: Guðrún Hauksdóttir

Váá hvað ég skil þig vel.

 Elsku Fjóla þið hafið verið alveg ótrúlega dugleg í gegnum allt þetta ferli með litla sætasta Gullrassinn ykkar

Guðrún Hauksdóttir, 29.4.2008 kl. 10:46

8 Smámynd: Jónína Rós Guðmundsdóttir

Fallegir englar hjá litla englinum ykkar - þeir hafa örugglega breitt hlýja himnasæng yfir litla gullrassinn ykkar og hugsa vel um hann á allan hátt.

Þú ert hetja Fjóla mín svo og allt þitt fólk...

Jónína Rós Guðmundsdóttir, 29.4.2008 kl. 22:17

9 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Yndislegt lúllið hans og fallegt orð yfir það. Ég tók einu sinni viðtal við foreldrana sem misstu öll börn sín þrjú í Súðavíkursnjóflóðunum. Mamman sagði þar að sér þætti enn erfitt (þá sex árum síðar) að fara í kirkjugarðinn til þeirra en liði samt svo vel á eftir, eins og hún hefði breitt sæng yfir þau. Gleymi þessu aldrei. Knús til þín og ykkar, elsku snúllan mín.

Guðríður Haraldsdóttir, 1.5.2008 kl. 17:02

10 Smámynd: Ólafur fannberg

fallegt lúll

Ólafur fannberg, 9.5.2008 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 110306

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband