Ljótur kall

Vaknaði allt of seint í morgun en náði þó að koma börnunum út úr húsi fyrir 8 svo þau náðu strætó í skólann. Í nesti tóku þau með sér skilaboð um að gæta sín á ljótum köllum sem narra börn upp í bílana sína til að beita þau síðan kynferðislegu ofbeldi. Aðvörun hafði verið birt á vef Víkurfrétta þannig að þau fengu að sjá mynd af þurfandi manni enda hefur hann fengið að dúsa á bak við lás og slá undanfarið en er nú nýlaus og gr.... Honum þótti skynsamlegt að kíkja hingað suður til að skoða börnin. Börnin fengu reyndar líka nesti með sér sem til að borða, þóttist góð að muna eftir því vegna mikillar gleði hjá mér vegna fréttanna um komu ljóta kallsins í bæinn. Eitt sem ég furða mig er að á vef Víkurfrétta er sagt að börnum í Myllubakkaskóla hafi verið sagt frá manninum og gefnar ýmsar leiðbeiningar um hvernig gott sé að varast svona menn. Mín börn eru í 5. og 9. bekk og þau segjast ekki hafa fengið neina vitneskju um kauða frá hendi skólans.

Verð að hætta í bili því ég er á fullu að skrifa ritgerð fyrir unglinginn um, ykkur getur ekki dottið það í hug, en engu að síður er hún um fótboltamanninn Cesc Fábregas. Blush og ég ætla ekki að muna neitt um dúddann eftir að ég er búin að skrifa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ekki gott að vita af svona hrellingu þarna suðurfrá, gott að þú uppfræðir börnin vel.

Já, og til hamingju með Ásdísi Rán þína!!!  

Guðríður Haraldsdóttir, 13.2.2008 kl. 17:27

2 identicon

Þeir eru víða þessir vondu kallar, 3 stk hér í næsta hverfi við mig, Vallarhverfið í Hafnarfirði.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 20:29

3 Smámynd: Mummi Guð

Mjög gott hjá þeim á Víkurfréttum að uppfæra okkur um það þegar svona menn ganga lausir í bænum okkar.

Mummi Guð, 13.2.2008 kl. 20:35

4 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Fæ hroll!  Hins vegar hefur nú áður komið fram hér hvað þú hefur lúmskt gaman að fótbolta.. bíddu bara, svo ferðu að lesa þér til um fleiri kappa, og verður að endingu hafsjór af fróðleik um fótbolta, he, he

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 14.2.2008 kl. 10:37

5 Smámynd: Ólafur fannberg

gangi þér vel með ritgerðina

Ólafur fannberg, 15.2.2008 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 110307

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband