Helgaruppgjörið

Þá er þessi helgi að renna sitt skeið og lífið að verða venjulegt á ný. Bullurnar mínar væntanlegar á morgun úr útlandinu sennilega klyfjaðir einhverjum boltavarningi. Skilst að sumir hafi sankað að sér í búllunni á vellinum. Þar kom í ljós að unglingurinn hafði keypt þrælgallaðan búning í Liverpool í fyrra og tóku búðarmennirnir hana og létu strák hafa nýja ógallaða. Hann var ekkert smá ánægður, því það er ekki flott sun_funnyað vera í búning með afflögnuðum stöfum.

Prinsessan sem fór í Rainstormbæinn í gær eftir fimleikaæfingu og amerískan morgunverð er komin aftur og er núna á stefnumóti við Óla Lokbrá. Gullrassinn fer í Rjóður á morgun og verður þar fram á föstudag að öllu óbreyttu en hann fer ekki fyrr en hann hefur farið upp á flugvöll að sækja föður sinn og bróður. Síðan eru foreldrar mínir væntanlegir eftir helgina þar sem þau ætla að millilenda hjá mér á leið sinni yfir hafið þangað sem sólin á heima. Systir mín er víst líka að fara á sama stað með sömu vél og ég verð að viðurkenna að mig langar frekar mikið til að fara með þeim er ef satt skal segja orðin hundleið á þessum regntíma sem virðist vera ríkjandi núna þessa mánuðina.

Fósturforeldrarnir mínir höfðu samband í gærdag og báðu mig um að elda handa þeim kvöldmat. Það var auðsótt mál. Fékk reyndar að vita hvað ég ætti að elda og síðan komu þau með hráefnið. Prinsessan og besta vinkonan voru sammála með að það væri ekki skrítið að þau skildu biðja mig um þetta því ég eldaði svo góðan mat Cool  Verð að trúa því amk. svolítið, það eru nokkur hint sem erfitt er að horfa framhjá. Unnustinn fer stækkandi og það er alveg sama hvað ég elda mikið það klárast alltaf. Vinkonan kemur oft eftir kvöldmat heima hjá sér og þá erum við gjarnan að borða og þá er algengt að hún biðji um að fá smá, því hún veit að það sem er í matinn hér er svooo gott. Kannski kem ég til með að verða næstum jafngóður kokkur og hún móðir mín, en það er samt töluvert í það enn þá, og eitthvað sem ég vona að verði. 

Sit hér meðfunny-glasses1 rauðvín í glasi og gjói eins og einu glerauga á einhverja mynd á stöð2 þar sem svartir eru alls ekki samboðnir hvítum og er snillingurinn svartur en fær ekkert kredit fyrir það sem hann gerir heldur er hvíta manninum sem vinnur við hlið þess svarta gefið allt hrósið. Sorglegt en sem betur fer hefur þetta viðhorf mikið breyst og núna eru svartir almennt metnir af verðleikum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

Verður gaman að fá bullurnar þínar heim á ný

Dísa Dóra, 5.11.2007 kl. 10:48

2 identicon

heheheh,,,, gat ekki annað en brosað þegar ég las um stækkandi unnusta . Þú ert eflaust búin að kreista þá báða á þessari stundum.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 22:49

3 Smámynd: Anna Gísladóttir

Ég var að komast að því að gamla settið mitt og gamla settið þitt ætli að njóta sólarinnar saman næsta hálfa mánuðinn   Mikið er ég sammála þér að ég vildi sko alveg vera að fara þetta með þeim   Það sést svo sorglega lítið af sólinni hér á klakanum .....

Anna Gísladóttir, 6.11.2007 kl. 08:52

4 identicon

Takk fyrir æðislegan mat og spjal á laugarsagskvöldið

((knús))

Berglind (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 16:45

5 Smámynd: Mummi Guð

Berglind ég öfunda þig að hafa fengið ljúffengan mat á laugardagskvöldið, á sama tíma var ég að japla á enskum skósóla.

Mummi Guð, 6.11.2007 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 110311

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband