Er verkalýðsforystan nægilega sterk?

Nú er mikið rætt um komandi kjarasamninga og hverjar helstu áherslurnar verið í samningsgerðinni. Mikið rætt um nauðsyn þess að lækka laun hjá þeim sem lægstu hafa launin en annarra minna. Þessi krafa hefur verið lengi við lýði en samt hefur takmarkið ekki náðst. Kannski vegna þess að flestar launahækkanir eru í prósentum en ekki krónum. Einnig hefur verið talað um veikindarétt fleiri þætti. Veikindaréttur vegna barna er frekar lélegur á Íslandi en starfsmaður á einungis 10 daga á ári til að sinna veiku barni sínu. Það er ekkert tillit tekið til þess hvort starfsmaðurinn er einstætt foreldri, hvort starfsmaðurinn eigi fleiri en eitt barn og alls ekki ef starfsmaðurinn á langveikt barn. 10 dagar skulu það vera. Á Íslandi er stórfjölskyldan í miklum tengslum og mætti skoða að setja inn ákvæði um veikindadaga vegna óvæntra atburða innan stórfjölskyldunnar, eins og alvarlegra veikinda, slysa eða dauðsfalla. Almennt er ekki tekið tillit til fleiri en foreldra starfsmanns í samningum. Starfsmaðurinn þarf að treysta á velvild vinnuveitandans og sem betur fer eru vinnuveitendur almennt skilningsríkir. Mér finnst mál til komið að verkalýðsfélögin og atvinnuveitendur fari að líta til hinna norðurlandanna í þessum málum, þar er veikindarétturinn töluvert annar veruleiki.

Einu sinni fyrir slatta af árum var ég trúnaðarmaður á vinnustað þar sem stéttarfélagið var BSRB. Ég hafði mikinn áhuga á þessum málum og hafði mig töluvert í frammi. Þegar kom að því að semja kröfugerð fyrir yfirvofandi samninga var farið á sem flesta vinnustaði til að fá að vita hvað lægi helst á fólki. Á hvað skyldi leggja áherslu og svo framvegis.  Eftir að búið var að þinga og funda um áherslurnar í nokkra mánuði var kominn tími til að leggja kröfugerðina fram. Þá brá mér heldur betur. Til stóð að ég yrði í baklandi samninganefndarinnar og var ég vel heit fyrir því.  Á öllum þessum þingum og fundum sem ég sat með aðalliðinu (samninganefndinni og baklandinu) var greinilegur sterkur ótti við Launanefnd Sveitafélaganna. Viðkvæðið var ótrúlega oft á þann veg að það þýddi ekkert að fara fram á þetta eða hitt því Launanefndin yrði fljót að ýta því út af borðinu. Lýsingarnar sem ég heyrði á þessari hræðilegu Launanefnd voru ótrúlegar. Oft hugsaði ég til hvers í ósköpunum er ég búin að leggja alla þessa vinnu og aðrir á okkur? Tilfinningin sem ég fékk var sú að Launanefndin ákvæði launin einhliða og að Launanefndin væri samansafn af illmennum og vondu fólki sem vildi verkalýðnum sem minnst gott.

Ég velti oft fyrir mér nokkrum spurningum og þá sérstaklega þegar ný kjarasamningagerð stendur fyrir dyrum.  

Er verkalýðsforystan titrandi á beinunum af ótta þegar hún fer í samningaviðræður?

Er svona viðhorf vænlegt til árangurs? 

Er fólk síðan hissa á því að enn einu sinni séu gerðir hundlélegir samningar?

Hvað finnst ykkur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 110311

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband