Eðlilegt líf.

Sit hérna með Gullrassinn minn í fanginu, steinsofandi og hlusta á lag með dóttur minni sem hún söng inn á geisladisk í sumar. Eftir því sem ég hlusta oftar á sönginn hennar á diskinum verð ég alltaf montnari með hana. Hún syngur stórvel. Hún er afar skrautleg til andlitsins þessa dagana enda með þetta fína glóðarauga eftir að hafa fengið bolta í andlitið á fótboltamóti um daginn. En það er samt ekkert mál, hún náði að standa sína vörn. Það er bara að fórna sér, segir hún brosandi og stekkur síðan á fimleikaæfingu. Við þurfum að skoða vel hvernig hún geti verið að æfa bæði fótbolta og fimleika og vona að æfingarnar rekist ekki mikið á.

Guðjón er enn að bíða eftir því að fá að vita hvort verði boðið upp á æfingar í frjálsum íþróttum hér í vetur. Annars verðum við sennilega að finna einhverja aðra lausn á því. Hann hefur reyndar verið frekar slæmur í fótunum undanfarið en það lagst vonandi fljótlega og getur þá farið að beita sér af öllum krafti.

Annars gengur lífið sinn vanagang stóru börnin í skólanum og Mumminn í vinnunni og ég bara heima að chilla með Hugin. Við Mummi skruppum í bíó í gærkvöldi og var Magga að passa. Fín tilbreyting að komast svona út saman. Ég er enn að læra á þetta. Það að fólk geti farið saman í bíó eða eitthvað annað út er svo vanmetið. Það er ekki fyrr en það er ekki í boði sem maður áttar sig á mikilvægi þess. Vissulega er gott að vera heima í faðmi allra í fjölskyldunni en stundum verður að maður að geta farið til að rækta parasambandið og líka stundum að fara og vera einn með sjálfum sér. Það að geta farið út af heimilinu nokkuð áhyggjulaus er því ný reynsla fyrir mig og á ég svolítið erfitt með það en er þó að venjast því. Verð sennilega orðin góð í því í vor. Það að við fengum hana Möggu til okkar er mikil himnasending og loksins getum við fengið smá nasasjón af "eðlilegu" lífi. Án þess þó ég ætli að fara að skilgreina hvað sé eðlilegt líf. Að minnsta kosti getum við farið saman í bíó, afmæli og þessháttar sjálfsagða mannfagnaði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Gísladóttir

Eðlilegt og ekki eðlilegt líf ......... eigum við ekki bara hvert og eitt okkar skilgreiningu á því ?  

Anna Gísladóttir, 8.9.2007 kl. 22:41

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Það er nauðsynlegt fyrir ykkur að komast út af og til og rækta sambandið! Þið fáið svo mikla orku út úr því sem skilar sér til barnanna. Knús og góða nótt!

Guðríður Haraldsdóttir, 9.9.2007 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 110334

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband