Held ég sé klikkuð

Ég held að ég sé hálfviti. Ég er búin að vera á útopnu í dag og sennilega búin að eyða allri þeirri  auka orku sem ég safnaði í bústaðnum í síðustu viku. Byrjaði strax í morgun að vinna í þessum blessaða palli mínum og kláraði það sem ég get gert áður en búðirnar opna aftur eftir frídag verslunarmanna, dreif mig síðan í að baða Hugin og að því loknu datt mér í hug að þrífa Bensann minn. Ryksaug hann og skúraði utan sem innan. Þá var kominn tími á að elda steikina sem ég gerði með öllu tilheyrandi og át hana síðan með bestu lyst. Eftir matinn var kominn tími á að koma gullrassinum mínum í rúmið og síðan ákvað ég að setjast niður og horfa á sambandsráðgjafann í karlaveldinu Elmo.

Þetta væri svo sem í lagi ef ég hefði fulla orku og eðlilegan púls. En þar sem það er ekki í boði þá er ég alveg búin á því í bili og er orðin þreytt. Verð vonandi fersk á morgun og til í að halda áfram að smíða pallinn hann á nefnilega að vera tilbúinn á Ljósanótt. Ég held að það takist nema ef eitthvað komi upp á. Við fáum "stóra baðið" sem á að vera á honum í vikunni og þá fer þetta allt að koma og Huginn ætti að verða mikið glaður að minnsta kosti ef ég miða við ánægjuna hjá honum að vera í pottinum í sumarbústaðnum.

Átti frábæran gærdag. Það komu fullt af gestum til okkar sem er alltaf skemmtilegt en samt of sjaldgæft. Fyrstu gestirnir sem komu og fóru komu síðan aftur og borðuðum við saman kvöldmat sem var yndislegt. Takk fyrir góða kvöldstund elsku Berglind og Jón og þið hin takk æðislega fyrir komuna. Það koma sjaldan gestir til okkar því fólk er eðlilega hálf smeykt við að bera eitthvað með sér sem gæti sýkt Hugin en sem betur fer er hann að eflast og ónæmiskerfið að styrkjast og hann veikist síður en áður. Hann hefur ekki orðið veikur síðan í janúar ef frá er talið þegar hann þornaði upp í Rjóðrinu og var fluttur á spítalann og var þar í nokkra daga á meðan hann var vökvaður. Þetta segir okkur að hann sé að eflast. Því ætti að vera orðið nokkuð öruggt að heimsækja okkur. Reyndar er aldrei hægt að koma algjörlega í veg fyrir að fólk veikist og ef við ætlum ekki að búa í kúlu þá verðum við að taka áhættu. Því segi ég komið og verið ekki hrædd.

Jæja ég ætti að leggjast upp í sófa með tærnar upp í loft og slaka svolítið á og ná púlsinum kannski niður fyrir 100 og þá verð ég ótrúlega hress á morgun.  Þangað til næst elskið hvert annað og púlsinn fer upp InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Þú verður eldhress þegar þú vaknar í fyrramálið, flott að þú fékkst aukaorku í bústaðnum. Svo ertu velkomin í afmælið mitt á sunnudaginn ef þú verður í stuði að fara í bíltúr, elskan! (ef þú heldur að þú komist (alltaf svaka fjör) þá getur ´þú haft samband í gurri@mi.is til að fá nánari leiðbeiningar, þú ratar kannski í "gömlu blokkina" ... heheheh)

Guðríður Haraldsdóttir, 6.8.2007 kl. 23:48

2 identicon

Takk sömuleiðis fyrir okkur þetta var mjög notaleg stund sem við áttum saman

Berglind (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband