Raus

Langar til að henda inn einu bloggi um það sem hefur verið að gerast undanfarið. Guðjón kom heim á sunnudaginn til að fara með okkur í tívolí. Það var góðgerðardagur Smáralindar og þangað er félögum í hinum og þessum félögum boðið. Við fórum sem sagt á mánudaginn í tívolí öll saman og skemmtum okkur vel í yndislegu veðri. Gaman að því hversu vel Huginn nýtur sín utandyra. Hann var alveg sáttur allan þennan tíma sem við vorum þarna en það voru rúmir tveir tímar. Síðan skelltum við okkur á KFC og borðuðum saman. Á þriðjudaginn steyptum við loksins undirstöðurnar fyrir þennan blessaða pall okkar og nú er hægt að fara að setja bitana á og síðan klæðninguna. En alveg nýtt. Við höfum engan tíma fyrir þetta fyrr en á laugardag og gerist því ekki neitt amk. þangað til.

Ásdís æfir fótboltann sinn af miklum móð og spilar leiki bæði með stelpum og strákum þess á milli. Hún fór með stelpunum um daginn inn í Reykjavík að spila við Víking og kom heim án takkaskónna sinna. Við leituðum um allt og allir möguleikar útilokaðir og ekki fundust skórnir, Ásdís var farin að halda að hún hefði gleymt þeim fyrir utan húsið á Iðavöllum og einhver hefði tekið þá. Viku seinna fóru meistarflokksstelpurnar í leik og þegar þær voru farnar úr rútunni fór þjálfarinn yfir hana til að athuga hvort eitthvað hefði gleymst. Viti menn þá voru skórnir þar. Búnir að vera í viku í rútunni og bæði þjálfarinn og starfsfólk SBK búin að fara oft yfir hana. Ótrúlega merkilegt. Allavega var stelpan himinsæl með að fá skóna sína aftur.

Guðjón fór aftur í gær. Verður hjá pabba sínum í dag og síðan er það sveitin á föstudag. Frétti að heyskapur er hafinn mátulega daginn fyrir rigningu. Annars er fínt að fá smá regn en er samt að vona að það verði ekki mjög lengi og alls ekki lárétt. Það er fátt eins leiðinleg og lárétt regn. Hafrún fór gölluð í unglingavinnuna í morgun enda ekki gaman að vera óvarin í skólagörðunum í rigningu. Hún fer síðan að vinna í líkamsræktinni seinnipartinn. Gerði það líka í gær. Naddinn er bara í sinni vinnu í Reykjavíkinni og unir sér vel. Merkilegt hvað hann er orðinn stór, ja kannski ekki merkilegt drengurinn er orðinn fullorðinn 18 ára karlmaður.

Við erum að fara með Hugin til Lúthers í dag og fáum væntanlega fína skoðun og síðan er ætlunin að hann fari í Rjóður á morgun og verði þar yfir helgina. Þar sem allt gekk svona vel um daginn þá er ég frekar bjartsýn á að helgin komi til með að ganga upp og hann verði þar alla helgina án viðkomu á bráðadeildinni.

Ætla að hætta núna og skella Hugin í bað. Þangað til næst, elskið hvert annað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 110327

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband