enn helgi

Kominn enn einn föstudagurinn og vikan búin að líða í rólegheitum. Huginn er enn í Rjóðrinu og gengur vel. Við förum í dag og sækjum hann. Mikið verður gott að fá hann heim aftur ég er búin að sakna hans helling. Annars gengur allt sinn vanagang hérna. Ásdís á fullu í boltanum, er að æfa með strákunum en fer og spilar leik í dag með stelpunum. Voða spennandi.

Við fórum upp á Skaga á miðvikudaginn til að sjá fótboltaleik milli ÍA og Keflavíkur og ég þarf ekkert að ræða meir um þann leik því ég held að allflestir Íslendingar hafi fengið vitneskju um hvað gekk á þar. Fórum líka í heimsókn til Péturs og Ríkeyjar. Undanfarin ár þá hef ég sagt þeim að ég ætli að koma á leikinn en aldrei farið fyrr en núna þannig að ég passaði mig á því að láta þau ekki vita fyrr en það væri pottþétt að ég myndi komast. Finnst svo leiðinlegt að segjast ætla að koma og koma svo ekki. Alltaf gaman að koma til þeirra, takk fyrir okkur.

Var að fatta svolítið í morgun. Ég hef aldrei skrifað dagbók og hef í raun aldrei ætlað það. Síðan áttaði ég mig á því að þetta blogg mitt er dagbók, þannig að ég held dagbók án þess þó að hafa ætlað það. Fyndið hvernig maður platar sjálfan sig.

Loksins kom rigning og ættu bændur því að fagna og láta af regndansi sínum. Síðan fara bændur líklega að bölva regninu því hey liggur flatt á túnum og það skemmist því það er ekki hægt að hirða það. Það var svo sem kominn tími til að rigna því allt var að skrælna og mikil hætta á sinubrunum út um allt land. Ekki spennandi að lenda í öðrum svona "Mýrabruna" eins og var í fyrra eða árið þar áður. Gríðarleg mengun, hætta og umhverfisspjöll. Þó svo að afleiðingarnar kæmu vísindamönnum á óvart. Það er ekki víst að þær yrðu sambærilegar annars staðar. Hrikalega erfitt að gera fólki til geðs. Ég reyndar skil fólk vel sem er núna í útilegu, fátt eins ömurlegt eins og blaut tjöld. Vona samt að allir skemmti sér vel á Landsmóti, N1 móti og á Írskum dögum. Þar er reyndar skjálfti í mönnum fyrst SMS skilaboðin virkuðu ekki um síðustu helgi en virka vel núna. Finnst reyndar frekar leiðinleg og ósanngjarnt að setja alla unglinga undir sama hatt og segja þau óalandi og óferjandi. Það er ekki nema brot af krökkunum sem haga sér óásættanlega og skemma allt fyrir hinum. Vissulega hafa þessir krakkar hátt og þurfa ekki að sofa eins mikið og eldra fólk en það þarf ekki að skíta alla krakkana út fyrir það.

Hætt í bili. Þangað til næst elskið hvort annað og líka unglingana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 110327

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband