Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Séð til þess að áfengisblöndur og ávaxtasafar verði geymdir í alveg eins flöskum

"Randy Tei, aðstoðarforstjóri Apple Bay, segir að fyrirtækið muni greiða sjúkrakostnað Mayorgas fjölskyldunnar. Þá sagði hann að séð verði til þess að áfengisblöndur og ávaxtasafar verði geymdir í alveg eins flöskum."  Þetta er tekið úr fréttinni.

Er það þá stefna Appelbee að þair sem panti ávaxtasafa fái jafnvel áfengi því drykkirnir verði í eins flöskum?


mbl.is Tveggja ára gamalt barn fékk áfengi í stað eplasafa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

gott svefnlyf

Þessi mynd er líka ljómandi gott svefnlyf. Amk. setur unnusti minn hana alltaf í tækið ef hann á í erfiðleikum mað að sofna og er undantekningalaust sofnaður á 5 mínútum.
mbl.is Die Hard valin besta hasarmynd allra tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er gott að búa í Reykjanesbæ

Nú er mikið búið að ganga á í því að fá aðstoð hingað heim til að annast Huginn svo við getum farið af bæ. Erum komin með vilyrði fyrir liðveislu í 2 mánuði sem dugir vonandi til að finna aðra varanlega lausn á meðan. Núna erum við bara að leita eftir einhverjum sem treystir sér í þennan pakka. Síðan er allt komið í gang hjá heilbrigðisyfirvöldum hér í bæ eftir að ónefndur vinur sendi póst á ráðamenn bæjarins sem áframsendi hann á rétta aðila. Við höfum alltaf vitað að það er gott að búa í Reykjanesbæ og erum enn að sannfærast meir um það. Því þrátt fyrir að bærinn eigi ekki að koma að þessu máli heldur heilbrigðisstofnunin þá er ljóst að bæjarstjórinn okkar hefur hrist eitthvað upp í málunum. Við hjónaleysin erum ekkert nema þakklát fyrir það. Því núna erum við fyrst farin að sjá fram á að geta kannski átt eðlilegt líf utan heimilis. Því hingað til hefur einungis annað okkar getað farið út í einu því hitt þarf að vera hjá Hugin.  Ég er því ofurbjartsýn á framhaldið en það er svo sem ekkert nýtt að ég sé bjartsýn en núna er það sérlega mikið.

Pallagerðin gengur enn alltof hægt en er þó farin að sjá fram á meiri árangur. Ég er reyndar farin að efast stórlega um að pallurinn verði tilbúin um næstu mánaðarmót eins og upphaflegt áætlun gerði ráð fyrir en sennilega fljótlega upp úr því.

Annars er það að frétta að Ásdís fór á fótboltaleik í gær og leiddi leikmann inn á völlinn. Henni finnst það svakalega skemmtilegt og merkilegt. Ég og hún fórum í gær og keyptum á hana félagsgalla fyrir Pollamótið og síðan þarf bara að láta sauma í hann nafnið hennar. Þá fær hún einhverja úlpupeysu og húfu á mánudaginn. Þá ætti hún að vera tilbúin fyrir mótið. Verst að geta ekki farið með henni en hún verður samt ekki ein í heiminum því Hrefna og Siggi fara en þau eru aukaforeldrar hennar. Spyr stundum sjálfa mig hvort hún sé meira hjá þeim eða heima.


fallinn með 4,9 einu sinni enn

Manngreyið að vera svona stressaður yfir því að kvænast. Það er greinilegt að konur og þá sérstaklega eiginkonur hræða allt vit úr honum. En að láta sér detta í hug að kona yngri en 30 ára vilji eitthvað að hafa með 74 ára kall er hæpið nema hann eigi fullt af peningum.

„Þegar ég næ loks prófunum þá mu ég kvænast stúlku sem er yngri en þrjátíu ára,“ sagði Yadav, sem býr einn í þorpinu Kohari, sem er í eyðimerkurríkinu Rajasthan, í samtali við Reuters.                 Býr enginn annar í þorpinu?


mbl.is Féll í 38. sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fær mín langveika fjölskylda þá aðstoð núna?

"Einnig verður framfylgt aðgerðum í þágu barna og ungmenna með þroskafrávik, hegðunarerfiðleika og geðraskanir, langveikra barna" 

Verður þetta þá til þess að mín fjölskylda fái það sem við eigum rétt á? Mikið ætla ég að vona að það gerist, annars neyðumst við sennilega til að fara með þetta í fjölmiðlana til að fá þá aðstoð sem við eigum rétt á fyrir okkar langveika son og þurfum nauðsynlega á að halda. Það að fara í fjölmiðla er oftast örþrifaráð en því miður er allt of oft það eina sem virkar.


mbl.is Aðgerðaráætlun til að styrkja stöðu barna og ungmenna samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

af því ég hætti á Yasmin

Nú er komið sumar skólarnir búnir og allir krakkarnir stóðu sig vel að vanda í skólanum enda virkilega klárir krakkar. Það hefur virkilega sýnt sig á undanförnum árum hversu heilsteypt öll börnin mín eru. Ég er svo virkilega stolt af þessum yndum. Í dag er elsta barnið á heimilinu ekki lengur barn. Barnið er orðinn fullorðinn karlmaður. Það er margt sem breytist á þeim degi sem börnin verða 18 ára. Barnið er ekki lengur barn og þarf að fara að lifa sem fullorðinn einstaklingur með allri þeirri ábyrgð og skyldum sem fylgir því að vera fullorðinn. Barnið hefur allt í einu öðlast frelsi til að kjósa, ráða sínum fjármálum alveg sjálft og fara á öldurhús.  Til hamingju með þennan stóra dag elsku Natan minn og gangi þér sem best að vera fullorðinn.

Eins og ég sagði í gær hefur verið mikið að gerast undanfarna daga og er það reyndar ekki allt leiðinlegt og erfitt eins og skilja mátti í gær. Guðjón er farinn í sveitina og ætlar að vera þar meira og minna í allt sumar. Ég er strax farin að sakna hans þvílíkt. Hafrún er búin með grunnskólann og er á fullri ferð að verða fullorðin. Hún er farin að vinna eftir smá stress tímabil þegar leit út fyrir að hún fengi bara enga vinnu. Ásdís er á fullu að æfa fótboltann fyrir Shell mótið í Eyjum sem verður núna í enda mánaðarins. Hún er líka á fullu að syngja á námskeiðinu hjá Bríeti Sunnu og hefur stórar áætlanir með sinn söngferil. Hún ætlar að verða fræg. Mumminn minn er alltaf að vinna og ég er bara heima og geri ekki neitt eins og aðrar heimavinnandi húsmæður. Fæ meira að segja manneskju til mín daglega til að þrífa undan mér óhreinindin svo ég geti verið upptekin af því að gera ekki neitt LoL.

Merkilegt. Í síðustu viku þá var bloggið mitt á topp tíu yfir vinsælustu bloggin á mbl.is. Ótrúlegt hvað fólki fannst merkilegt að ég hefði hætt á ákveðinni pillutegund. Gaman að því. Núna er ég ekki eins vinsæl en það er sko allt í lagi því ég er ekki að keppast um vinsældir. Þetta blogg er BARA til þess að ég geti blaðrað og nöldrað yfir dagsins önn og kannski losað minn elskulega unnustu undan einhverju af tuðinu í mér. Það er reyndar næsta víst að það virki ekki frekar en að akstursgerði hægi á fólki á þjóðvegunum. En það má reyna að telja fólki trú um allt mögulegt.  Jæja verð að hætta að tuða núna í bili því sjúkraþjálfinn er að koma. Þangað til næst.


Emil í Kattholti

Það hafa verið gerðar kvikmyndir um dreng sem gleypti fimmeyring og læknirinn í Maríulundi sagði að hann ætti að borða nokkrar hveitibollur til að ná peningnum sem síðan skilaði sér rétta leið í gegn.

Þetta er samt auðvitað ekkert til að gera grín að því peningurinn hefði getað orsakað alvarlegar afleiðingar. En fyrst allt fór á besta veg þá má sjá spaugilegu hliðina á málinu.


mbl.is Gleypti fimm krónu pening
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

sjaldséðir hvítir ...

Langt síðan síðast. Það hafa reyndar verið meira aðkallandi hlutir en að blogga verið að gerast undanfarið. Ég hef verið að undirbúa kartöflugarðinn minn sem á að verða að palli seinna í þessum mánuði en gengur ferlega hægt. Eiginlega svo hægt að ég er að verða pirruð. Það eru svo sem ágætar ástæður fyrir þessum seinagangi. Huginn fór í Rjóður á föstudaginn og þar sem þetta átti að vera 1. fríhelgin okkar og jafnvel eina í allt sumar þá ákváðum við að vinna ekkert í pallinum heldur eyða helginni í að fara í bíó, vera með börnunum okkar og slappa af. En það fór ekki eins og við ætluðum, kom reyndar ekkert svakalega á óvart. Huginn var búinn að vera sólarhring í Rjóðrinu þá var hann fluttur upp á spítala með töluverðan hita. Ofþornun einu sinni enn. Ótrúlegt að hann geti verið heima án þess að veikjast og síðan fer hann á stofnun þar sem fagfólk starfar og verði veikur með sama. Hvað er að klikka svona rosalega hjá þeim? Framundan eru mikil fundahöld í sambandi við þetta klúður endalaust og á að finna skýringu á því og líka lausnir til að Huginn geti verið í Rjóðrinu. Allavega þá eyddum við rúmlega hálfri helginni og meiru til á Barnaspítalanum og hvíldin sem við áttum að fá breyttist í andhverfu sína og við erum hreinlega úrvinda eftir helgina. Við höfum svo sem ekki mikla umfram orku sem hægt er að nýta á svona stundum, því var þetta of mikið. Huginn er kominn heim og er í fínu ástandi enda allt orðið eins og það á að vera. Af þessari atburðarás má læra eitt og það er að við verðum að fá faglærða manneskju hingað inn á heimilið til að leysa okkur aðeins af en ekki að fara með Huginn á einhverja stofnun til að verða veikur.

Verkefni vikunnar er að fá quick learning í pípulögnum og byrja að koma upp grindinni á hinum verðandi rosa fína palli okkar. 


Ég er hætt á Yasmin!

Ég er hætt á Yasmin vegna ýmissa annarra aukaverkana. Hef þó ekki fengið neinn blóðtappa sem betur fer.
mbl.is Fékk blóðtappa í lungu vegna Yasmin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hitti hann pabba minn?

HAHA það mætti halda að hann hafi farið á fund með pabba mínum. Annars hefur pabbi ekki drepið neinn sem ég hef farið út með og vona að hann sé að mestu hættur að hugsa svoleiðis.
mbl.is Bruce Willis hótar að drepa drengi sem fara út með dætrum hans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband