af því ég hætti á Yasmin

Nú er komið sumar skólarnir búnir og allir krakkarnir stóðu sig vel að vanda í skólanum enda virkilega klárir krakkar. Það hefur virkilega sýnt sig á undanförnum árum hversu heilsteypt öll börnin mín eru. Ég er svo virkilega stolt af þessum yndum. Í dag er elsta barnið á heimilinu ekki lengur barn. Barnið er orðinn fullorðinn karlmaður. Það er margt sem breytist á þeim degi sem börnin verða 18 ára. Barnið er ekki lengur barn og þarf að fara að lifa sem fullorðinn einstaklingur með allri þeirri ábyrgð og skyldum sem fylgir því að vera fullorðinn. Barnið hefur allt í einu öðlast frelsi til að kjósa, ráða sínum fjármálum alveg sjálft og fara á öldurhús.  Til hamingju með þennan stóra dag elsku Natan minn og gangi þér sem best að vera fullorðinn.

Eins og ég sagði í gær hefur verið mikið að gerast undanfarna daga og er það reyndar ekki allt leiðinlegt og erfitt eins og skilja mátti í gær. Guðjón er farinn í sveitina og ætlar að vera þar meira og minna í allt sumar. Ég er strax farin að sakna hans þvílíkt. Hafrún er búin með grunnskólann og er á fullri ferð að verða fullorðin. Hún er farin að vinna eftir smá stress tímabil þegar leit út fyrir að hún fengi bara enga vinnu. Ásdís er á fullu að æfa fótboltann fyrir Shell mótið í Eyjum sem verður núna í enda mánaðarins. Hún er líka á fullu að syngja á námskeiðinu hjá Bríeti Sunnu og hefur stórar áætlanir með sinn söngferil. Hún ætlar að verða fræg. Mumminn minn er alltaf að vinna og ég er bara heima og geri ekki neitt eins og aðrar heimavinnandi húsmæður. Fæ meira að segja manneskju til mín daglega til að þrífa undan mér óhreinindin svo ég geti verið upptekin af því að gera ekki neitt LoL.

Merkilegt. Í síðustu viku þá var bloggið mitt á topp tíu yfir vinsælustu bloggin á mbl.is. Ótrúlegt hvað fólki fannst merkilegt að ég hefði hætt á ákveðinni pillutegund. Gaman að því. Núna er ég ekki eins vinsæl en það er sko allt í lagi því ég er ekki að keppast um vinsældir. Þetta blogg er BARA til þess að ég geti blaðrað og nöldrað yfir dagsins önn og kannski losað minn elskulega unnustu undan einhverju af tuðinu í mér. Það er reyndar næsta víst að það virki ekki frekar en að akstursgerði hægi á fólki á þjóðvegunum. En það má reyna að telja fólki trú um allt mögulegt.  Jæja verð að hætta að tuða núna í bili því sjúkraþjálfinn er að koma. Þangað til næst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 110343

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband