Það er gott að búa í Reykjanesbæ

Nú er mikið búið að ganga á í því að fá aðstoð hingað heim til að annast Huginn svo við getum farið af bæ. Erum komin með vilyrði fyrir liðveislu í 2 mánuði sem dugir vonandi til að finna aðra varanlega lausn á meðan. Núna erum við bara að leita eftir einhverjum sem treystir sér í þennan pakka. Síðan er allt komið í gang hjá heilbrigðisyfirvöldum hér í bæ eftir að ónefndur vinur sendi póst á ráðamenn bæjarins sem áframsendi hann á rétta aðila. Við höfum alltaf vitað að það er gott að búa í Reykjanesbæ og erum enn að sannfærast meir um það. Því þrátt fyrir að bærinn eigi ekki að koma að þessu máli heldur heilbrigðisstofnunin þá er ljóst að bæjarstjórinn okkar hefur hrist eitthvað upp í málunum. Við hjónaleysin erum ekkert nema þakklát fyrir það. Því núna erum við fyrst farin að sjá fram á að geta kannski átt eðlilegt líf utan heimilis. Því hingað til hefur einungis annað okkar getað farið út í einu því hitt þarf að vera hjá Hugin.  Ég er því ofurbjartsýn á framhaldið en það er svo sem ekkert nýtt að ég sé bjartsýn en núna er það sérlega mikið.

Pallagerðin gengur enn alltof hægt en er þó farin að sjá fram á meiri árangur. Ég er reyndar farin að efast stórlega um að pallurinn verði tilbúin um næstu mánaðarmót eins og upphaflegt áætlun gerði ráð fyrir en sennilega fljótlega upp úr því.

Annars er það að frétta að Ásdís fór á fótboltaleik í gær og leiddi leikmann inn á völlinn. Henni finnst það svakalega skemmtilegt og merkilegt. Ég og hún fórum í gær og keyptum á hana félagsgalla fyrir Pollamótið og síðan þarf bara að láta sauma í hann nafnið hennar. Þá fær hún einhverja úlpupeysu og húfu á mánudaginn. Þá ætti hún að vera tilbúin fyrir mótið. Verst að geta ekki farið með henni en hún verður samt ekki ein í heiminum því Hrefna og Siggi fara en þau eru aukaforeldrar hennar. Spyr stundum sjálfa mig hvort hún sé meira hjá þeim eða heima.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband