Lundúnir

Komin heim aftur eftir flotta ferð til heimsborgarinnar Lundúna. Held að ég sé afar sátt með móður mína Ljónshjarta og tengdamóður mína þar sem þær voru mjög sammála um að við ættum alls ekki að hætta við að fara í þessa ferð sem var löngu plönuð.

Jæja ég lofaði víst einhverjum ferðasögunni þannig að hér kemur hún.

Við fórum á fimmtudaginn og fundum hótelið okkar sem er á fínum stað í London. Örstutt frá næsta undirgrándi sem var notað óspart til að komast á milli stórmerkilegra staða borgarinnar. Þegar hótelið var fundið skruppum við aðeins út að ganga og þar sem það var svooo kalt úti var stefnan tekin á einhverja búð sem var opin og þar keypti ég mér buxur og gekk út úr búðinni í þeim með pilsið mitt í poka. Við fórum snemma að sofa þar sem ég var algerlega orðin uppgefin enda vöknuð löngu á undan fuglunum og lítið fyrir að sofa í einhverju sem hreyfist.  Föstudagurinn fór í smá skoðun um miðborgina og síðan tókum við lest til Suður- London til að kaupa miðann á fótbotaleik stórliðsins og til baka. Síðan meiri skoðun og meiri skoðun og meiri skoðun. Laugardagurinn var tekinn snemma og skroppið út til að skoða meira áður en við stukkum aftur upp í lest til Suður-lundúna á leikinn. Ég stóð við það sem ég hafði lofað og var hellings meðvirk og skemmti mér konunglega á leiknum. Við sátum á 5. bekk og gátum næstum því snert leikmennina þegar þeir hlupu hjá. Stemmingin var fín bæði á leiknum og einnig fyrir leikinn. Síðan var farið aftur til baka í miðborgina og skoðað miklu meira. Á sunnudeginum urðum við að greiða fyrir allt skoðið okkar og neyddumst við því til að eyða deginum á Oxford street. Það er víst ekki hægt að koma heim með jafnmikið og farið var með út þegar maður er svo heppinn að eiga fullt hús af flottum afleggjurum.

Eins og þeir sem mig þekkja vita er matur eitt af mínum aðaláhugamálum og gat ég sinnt þessu áhugamáli mínu ágætlega þarna úti í heimsborginni. Hvert sem við fórum var yndisleg matarlykt af ýmsum toga og ég var ábyggilega hálf óþolandi, endalaust að tala um þessa dásamlegu lykt eða að tala um að borða. Við fengum almennt góðan mat, sístur var hann þó fyrsta kvöldið en þá borðuðum við pasta á hótelinu. Bættum við úr því næsta kvöld og borðuðum kínverskt, þá indverskt og síðasta kvöldið fórum við á frábæran ítalskan veitingastað þar sem við fengum æðislega góðan mat og frábærlega skemmtilega þjónustu. Ekki skemmdi fyrir að hörpuleikari lék fyrir okkur á meðan við nutum kræsinganna. Mæli 100% með þessum stað og næst þegar ég verð í London þá fer ég aftur þangað.

Núna ætla ég að skella mér í að lesa eitthvað í bókunum sem ég keypti mér þarna úti. Þangað til næst farið vel með ykkur og elskið hvort annað.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært að þið skemmtuð ykkur vel og gátuð notið þess að fara út að borða og að versla(skil reyndar ekki að nokkur nenni að fara á fótboltaleik) Hittumst sem allra fyrst

Sara

Sara Finney Eggertsdóttir (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 11:26

2 identicon

Velkomin heim ástarenglarnir mínir *Hjarta*

Gott að þið skemmtuð ykkur æðislega úti!

Elska þig

Gelgjan. (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 16:02

3 Smámynd: Gerða Kristjáns

Frábært að vel til tókst með ferðina.......var alveg sammála mömmu þinni og tengdó, þið áttuð alls ekkert að hætta við !

Hvaða veitingastaður var svona frábær ?

Gerða Kristjáns, 16.4.2008 kl. 16:48

4 identicon

Frábært að ferðin tókst vel :)   (skil ekki þetta með fótboltann heldur en það skiptir engu)

Aðalmálið er að þið skemmtuð ykkur

kveðja Stína

Stína (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 19:50

5 identicon

Velkomin heim, ekki amalegt að skemmta sér svona vel. Knús á þig Fjóla mín

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 20:05

6 Smámynd: Dísa Dóra

London er bara frábær borg þar sem hægt er að finna sér allt til skemmtunar og fróðleiks og ég tala nú ekki um vetingastaðina *slef*

Gott hjá ykkur að fara og frábært að þið skemmtuð ykkur vel

Dísa Dóra, 16.4.2008 kl. 21:24

7 Smámynd: Fjóla Æ.

Þessi frábæri veitingastaður heitir Salieri og gatan sem hann er við heitir Strand. Staðurinn er kannski í 500 metra fjarlægð frá Trafalgar-torgi. Þetta er ekki dýr staður, en er með frábæran mat. Ef þið farið á staðinn verið dugleg að tuða eða rífast við þjóninn.

Fjóla Æ., 17.4.2008 kl. 00:08

8 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Gott að þið áttuð góða ferð mín kæra! Mmmm ítalskur... knús

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 17.4.2008 kl. 08:43

9 identicon

Sæl Fjólan mín kær. Gott hjá ykkur að fara þó það hafi verið á boltaleik. Lífið heldur víst áfram og það hemar smám saman yfir sárið þótt það grói aldrei og allar minningarnar verða ljúfsárar með tímanum. kv SG

SG (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 20:31

10 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Frábært að heyra að ferðin var góð, elskan. London er skemmtileg borg, ég kynntist henni vel þegar ég var au pair þar fyrir um 100 árum ...

Knús í bæinn.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.4.2008 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband