Og hvað svo?

Í dag eru fjórar langar vikur síðan Gullrassinn minn kvaddi okkur. Fjórar langar vikur síðan ég sá fallega brosið hans og fékk ljúft knús frá honum. Ég sakna hans ógurlega.

Huginn Heiðar

Síðustu fjórar vikur hafa margir spurt að því hvað ég ætli nú að fara að gera. Ég veit það ekki. Á ég að fara aftur í leikskólann? Ég veit að ég stóð mig mjög vel í því starfi, það kemur greinilega í ljós þegar ég hitti börnin "mín" og foreldra þeirra sem spyrja mig hvort ég sé ekki að koma aftur, þau sakni mín. Á ég að fara aftur í skóla? Eða á ég jafnvel að söðla alveg um og fara að vinna á kassa í Bónus? Ég veit það ekki. Viðurkenni þó að kassastarfið heillar mig ekkert mjög mikið þar sem ég hef svolítið gaman að því að fást við áskoranir(þær eru heilmargar í leikskólanum). Kannski ég ætti að reyna að nýta reynslu mína öðrum til góðs, það er ekki svo galið því ég hef af miklu að miðla í reynsluheimi langveikra fjölskyldna. Gallinn við það er sennilega sá að það gefur væntanlega ekki mikið í aðra hönd og þar sem full þörf er á því þessa dagana á þessum krepputíma í þjóðfélaginu. Þannig að ég stend hér hálfpartinn í lausu lofti með framtíðina í mistri. Tek öllum góðum hugmyndum opnum örmum ef einhverjar eru.

Þangað til næst, gerið það sem þið ætlið í dag. Á morgun verður það kannski of seint.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 09:28

2 Smámynd: Ragnheiður

Elsku Fjóla

Hvernig á maður að vita hvað maður á að gera ! Það er allt í voða hjá manni.

Ragnheiður , 21.4.2008 kl. 11:05

3 identicon

Sæl duglega kona.  Ég hef aðeins fylgst með ykkur og dáist af dugnaði ykkar við svo erfiðar aðstæður! Nýttu reynslu þína, hún er dýrmæt og falleg og þú mátt vera stolt af sjálfir þér.  Það er fullt af fólki þarna úti sem myndi þykkja hjálp og aðstoð frá jafn reyndri konu eins og þér.  Kassinn í bónus..nei held ekki.

Takk fyrir að deila með okkur hinum kveðja frá einni ókunnri.

ókunnug (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 11:30

4 Smámynd: Dísa Dóra

Mér finnst hljóma mjög vel að nýta reynsluna þína hvort sem það verður sem hlutastarf eða fullt starf.

Sendi þér knús

Dísa Dóra, 21.4.2008 kl. 11:39

5 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Elsku Fjóla, taktu þér bara þinn tíma í að hugsa málið, þú ert búin að standa í ströngu í svo lengi!  Knús!

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 21.4.2008 kl. 12:04

6 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

Taktu þér bara þann tíma sem þú þarft til að taka ákvörðun.  Og svo veistu að hver ákvörðun sem tekin er þarf nú ekkert endilega að vera akkúrat sú rétta... æ, þú veist... maður má skipta um skoðun með svona hluti. 

En hvað sem þú tekur þér fyrir hendur þá gerirðu það eflaust af alúð... það er ég viss um

kveðjur að norðan 

Rannveig Lena Gísladóttir, 21.4.2008 kl. 13:35

7 identicon

Mikið skil ég þig vel að þú saknir Gullrassins, elsku litli kúturinn.

Líkt og Áslaug Helga segir, vertu ekkert að flýta þér, hins vegar vil ég segja við þig, MENNTUN ER MÁTTUR! Ég er alltaf fylgjandi því að fólk mennti sig, en svo líkt og þú segir, þú hefur gífurlega reynslu sem snýr að langveikum börnum. Gangi þér hins vegar vel að finn þinn rétta flöt. Knús á þig

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 15:37

8 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Skil vel að þú saknir litla kúts og munir gera um langa tíð. Tek undir þetta hjá Margréti, það er frábært að mennta sig. Ég var orðin fertug þegar ég fór í háskólann, tók eitt ár þar og í kjölfarið komst ég í draumastarfið. Þekki nokkra sem hafa prófað Keili og líkað vel og aðra sem eru á leiðinni þangað. Oft er gott að söðla alveg um. Gangi þér bara sem allra best að taka ákvörðun þótt kannski liggi ekki mikið á.

Knús í bæinn.

Guðríður Haraldsdóttir, 21.4.2008 kl. 20:27

9 Smámynd: Þórunn Eva

knús knús ...... og takk fyrir kommentið skvís

Þórunn Eva , 22.4.2008 kl. 12:55

10 Smámynd: Gerða Kristjáns

Ég hef fulla trú á að þú eigir eftir að finna það sem þú villt og þarft að gera, á réttum tíma, þínum eigin tíma.  Taktu þann tíma sem þú þarft.

Knúskreistingur af Húnabrautinni

Gerða Kristjáns, 22.4.2008 kl. 21:59

11 Smámynd: Jónína Rós Guðmundsdóttir

Er ekki nauðsynlegt að gefa sér aðeins tíma til að jafna sig eftir svona áfall sem breytir líka lífi manns algerlega. 

Ég myndi nú skoða þetta með skóla - ég er að fara í skóla aftur næsta ár og hlakka rosalega til...

Mundu svo að kíkja við ef þú ferð um í sumar..., hafðu það sem allra best...

Jónína Rós Guðmundsdóttir, 23.4.2008 kl. 09:17

12 Smámynd: Guðrún Hauksdóttir

Gleðilegt sumar

Þú ert alveg frábær manneskja.....Hafðu það sem best.

Guðrún Hauksdóttir, 24.4.2008 kl. 11:10

13 Smámynd: Gísli Torfi

Hæ Fjóla .. gaman að heyra að London ferðinn hafi verið svona skemmtleg.... Guð er með plan fyrir þig það er á hreinu.... Ef þú hefur tök á því að fara í nám þá er það alveg Brillijant... svo ert þú manneskja sem hefur helling að gefa og finnst mér því að leiðin þín liggi í að vinna með fólki. ( bara að passa að gefa sér tíma í sjálfan sig, því ef maður ræktar ekki sjálfan sig ( maður á það til að gleyma sér og vera bara í því að gefa og gefa ) þá á endanum hefur maður ekkert að gefa...

Guð blessi minninguna um Gullrassinn þinn hann Huginn Heiðar.

Guð gefi þér og þínum styrk og ást alla daga.

kv G

Gísli Torfi, 24.4.2008 kl. 13:51

14 identicon

Gleðilegt sumar

Njáll (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 110306

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband