Chillað sumar

Núna er farið að síga á seinni hluta sumarsins. Það þýðir að maður verður að hætta að chilla og láta alvöruna taka við.   Krakkarnir hafa reyndar lítið verið að chilla þó ég hafi gert það en þau hafa haft í nógu að snúast í sumar. Elstu yrðlingarnir verið að vinna á fullu og sú litla einbeitt sér af miklum krafti að áhugamálum sínum, söng og fótbolta. Skólarnir byrja í næstu viku og ég veit að afleggjarana hlakkar mis mikið til. Sá stóri er staddur í þessum tölum orðum í Tyrklandi í útskriftarferðalagi með skólafélögum sínum og ekki veit ég hvort hann verði námstækur í vetur því ég frétti af honum í yfir 50°C hita og óttast að heilinn sé nú well done. Hann verður bara að dvelja í frysti um tíma þegar hann kemur aftur heim svo hann geti nú klárað skólann, því þrátt fyrir að vera í útskriftarferð þá útskrifast hann ekki fyrr en næsta vor. Eldri stelpan heldur bara áfram með sitt nám sem hún byrjaði á síðasta haust. Yngri guttinn stendur á tímamótum í vetur því hann mun sitja í 10. bekk. Síðan kemur skottið sem er að fara í 6. bekk.

En aftur að mér. Nú er víst kominn tími á að fara að vinna utan heimilis. Ég hef reyndar ekki hugmynd um hvað ég ætla að taka mér fyrir hendur en ég hef svo sem ekki miklar áhyggjur af því, það kemur. Það gengur víst ekki að hanga bara heima og gera ekki neitt. Sumarið hefur verið fínt fyrir mig og reyndar okkur öll. Við erum búin að ferðast svolítið og á þessum ferðum okkar förum við gjarnan í hina ýmsu leiki. Eins og til dæmis að hugsa sér persónu eða hlut, telja bíla og svo framvegis. Þessir leikir gera langar og leiðinlegar bílferðir stuttar og bráðskemmtilegar. Mæli með þessu fyrir alla. Ég hef m.a. komist að því í þessum leikjum okkar hvað hóruhús og viti eiga sameiginlegt, sem er ágætis afrek út af fyrir sig. Veist þú hvað þau eiga sameiginlegt? Á leiðinni á Dalvík um síðustu helgi fórum við í bílaleik, þ.e. að telja ákveðinn lit á bílum. Ásdís sigraði með töluverðum yfirburðum með 8 stig, við Mumminn fengum bara 1 og 2 stig. Verð þó að taka fram að leikurinn hófst ekki fyrr en við ókum upp úr Mosfellsbæ, stigin hefðu legið öðruvísi hefðum við byrjað strax í Keflavíkinni. Guðjón byrjaði þó ekki að taka þátt fyrr en á Blönduós en samt fékk hann 3 stig. Ótrúlegur árangur hjá okkur.

Nú ætla ég að hætta að bulla hér og fara í sokka og fara að gera eitthvað mis gáfulegt en hvað með það? Þangað til næst, njótið dagsins því lífið er núna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emma Agneta Björgvinsdóttir

Gangi þér vel í vinnu leitinni

Emma Agneta Björgvinsdóttir, 15.8.2008 kl. 22:44

2 Smámynd: Gísli Torfi

Tíminn líður hratt á Gervihnattar Öld..... ég meina Borgarstjórar lifa á Ljóshraða... Sumarið að fara að syngja sitt síðasta..... nei nei enn 2 mánuðir af sælu og sól segi ég

Gísli Torfi, 16.8.2008 kl. 07:36

3 Smámynd: Evaa<3

HAHAHAHAHAHAHaHAHA!!!!!
Ég veit sko hvað er sameiginlegt með hóruhúsi og vita

við Logi byðjum að heilsa öllum =)

Evaa<3, 19.8.2008 kl. 22:43

4 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 20.8.2008 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 110307

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband