Á skíðum skemmti ég mér...

Skrapp um helgina á Dalvík og upplifði þar Fiskidaginn Mikla og var það góð upplifun. Mikið af fólki og afar margir sem við Mumminn höfum ekki hitt í mis mörg ár urðu þarna á vegi okkar. Við fórum á fimmtudaginn og tjölduðum draghýsinu okkar á fráteknum stað. Áætlunin var nefnilega sú að við myndum hitta þarna stóru systur mína og mágkonu hennar. Það breyttist aðeins því þegar upp var staðið þá var reist heil gata sem auðvitað fékk nafnið Fjölskyldustræti. Við götuna voru átta hús og númerum raðað eftir röð reisunar. Sem sagt algjörlega í kaosi. En það var allt í lagi því allir vissu hvar hver átti heima og enginn villtist að neinu ráði. En systir mín talaði samt um að hún myndi ekki vilja vera póstútburðarmaður í þessu hverfi.

Verð nú að viðurkenna að þrátt fyrir að sofa yndislega í tuskuhúsinu þá er alltaf best af öllu að leggjast í rúmið mitt hér heima eftir flækinginn og sofna. Í gærkvöldi var engin undanteknig á því. Varð reyndar fyrir áhrifaríkri upplifun stuttu eftir að ég sofnaði. Hún var sú að Gullrassinn minn kom hlaupandi til mín og stekkur upp í fangið á mér og talar við mig. Ég faðmaði hann fast að mér og það var svo yndislega gott að finna hann halda utan um hálsinn á mér. Síðan leystist hann upp í fanginu á mér og ég fór að gráta. Vaknaði síðan upp, enn grátandi og haldandi utan um litla Gullrassinn minn.  Ég hef ekki dreymt hann áður og fannst mér mjög gott að sjá hann ganga og tala en það gat hann ekki gert á meðan hann lifði og hann var svo glaður og leið svo vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Elsku hjartans gullrassinn þinn litli.

Knús á þig Fjólan mín

mig hefur ekkert dreymt Himma...ekki neitt, samt er hann það síðasta sem ég hugsa um hvert kvöld og það fyrsta á morgnanna

Ragnheiður , 11.8.2008 kl. 23:39

2 Smámynd: .

Elsku stelpan.... þarna sérðu að hann er ekki farinn langt.... og knúsar mömmu.

., 12.8.2008 kl. 08:18

3 Smámynd: Dísa Dóra

Hann hefur verið að sýna þér hve vel honum líður núna elsku litli kallinn.

Dísa Dóra, 12.8.2008 kl. 09:24

4 identicon

Mig hefur dreymt hann allaveganna 2 =)

Hafrún (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 09:36

5 Smámynd: Guðrún Hauksdóttir

Guðrún Hauksdóttir, 12.8.2008 kl. 10:30

6 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 12.8.2008 kl. 12:27

7 Smámynd: Erna Sif Gunnarsdóttir

Hæhæ ég er aðeins buin að vera fylgjast með og vildi bara kvitta og segja ykkur að þið eruð algjörar hetjur ekkert smá dugleg

kossar knúss

Erna Sif Gunnarsdóttir, 12.8.2008 kl. 17:02

8 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Knús, Fjóla mín!

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 13.8.2008 kl. 11:14

9 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Yndisleg færsla að vanda. Mig langaði að þakka kærlega fyrir mig í gær og gjöfin á eftir að halda mér mjög hressri fram eftir öllu. Heilinn fer að fúnkera betur og ég kemst í Mensu, samtök extragáfaðs fólks ... allt ykkur að þakka.

Knús yfir hafið, elskan og kysstu líka Mumma frá mér.

Guðríður Haraldsdóttir, 13.8.2008 kl. 15:20

10 identicon

Elsku stelpan - þvílík sönnun - knús til ykkar

Sigrún (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 110307

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband