Alltaf að vinna í lottó.

Undanfarið hef ég fengið nokkra tölvupósta frá hinum ýmsu aðilum, þar sem mér er tilkynnt að netfangið mitt hafi verið dregið út og ég hljóti svo og svo mikið að launum. Einnig hef ég unnið í hinum og þessum lottóum töluverðar upphæðir síðustu vikur. Alveg þó án þess ég hafi spilað mér vitanlega með í neinu þeirra.  Í fljótu bragði virðist mér sem ég hafi unnið um 4.508.000 bresk pund sem samsvara um 507.331.160 íslenskum krónum á gengi Seðlabankans í dag.

Peningar
Þá má ekki gleyma tölvupóstinum sem ég fékk frá ekkju nokkurri í Fjarkasistan sem bað mig kurteislega að passa upp á að peningar látins eiginmanns hennar rynnu til góðrar og heittrúaðar múslimasamtaka. Hún gat ekki hugsað sér konu greyið að einhverjir villutrúarmenn kæmust yfir þetta fé og eftir því sem hún sagði þá virtust vera miklar líkur á því að það væri að gerast og áttu okkar viðskipti að fara fram með mikilli leynd.  Ég átti að fá slatta að launum fyrir viðvikið. Í öllum tilvikum á ég að senda staðfestingu til baka að ég væri ég ásamt nokkrum upplýsingum um mig eins og til dæmis hjónabandsstöðu, starfsvettvang og bankareikning.  Til hvers er ætlast til þess að maður gefi upp hjónabandsstöðu sína og starf? Ætli það hafi áhrif á greiðslu vinningsins ef maður er giftur karlmaður í starfi ríkissaksóknara eða lögreglustjóra, eða ógift einstæð og atvinnulaus móðir? Maður bara spyr sig.

Skil bara ekkert í því hvers vegna ég fæ ekki tölvupóst frá Íslenskri Getspá með tilkynningu um að ég hafi unnið í lottói á þeirra vegum. Ég spila þó með í því. Miðað við mína heppni í lottóum sem ég tek ekki þátt í er þó líklegt að hann komi bráðlega.

Kannski er galdurinn við að vinna fólginn í því  að vita ekki af því að maður spili með.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mummi Guð

Mér finnst þessi mál lykta af skreið!

Mummi Guð, 14.1.2008 kl. 16:14

2 Smámynd: Dísa Dóra

hey já kannski maður ætti þá að hætta að kaupa miða hjá HHÍ og þannig fara að vinna

Dísa Dóra, 14.1.2008 kl. 16:39

3 identicon

hmmmm,,,, já þú segir það

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 17:24

4 identicon

Hefur Benjamín prins haft samband við þig?

Njáll (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 17:40

5 Smámynd: Fjóla Æ.

Mummi. Finnur þú aldrei fnykinn sem gýs upp í hvert sinn sem ég opna tölvupóstinn minn? 

Dísa Dóra. já ég held að málið sé að eiga ekki miða.

Njáll. Ekki Benjamín prins í eigin persónu en örugglega flestir hans ráðgjafar.

Fjóla Æ., 14.1.2008 kl. 18:07

6 Smámynd: Ragnheiður

Hehehe já ég er búin að vinna í svona "lottóum" undanfarið, er farin að blokka þetta bara í aðalemailinu mínu...trúgjörn...já sæll ekki alveg svona mikið

Ragnheiður , 14.1.2008 kl. 21:21

7 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

ég nú líka ofsa heppni á svona tölvupósta happdrætti. en Hhí hef ég aldrei unnið í þó ég hef verið í því í 2 ár. Hringdi einu sinni að kvarta, gaurinn bara hló að mér..

Heiðrún Klara Johansen, 17.1.2008 kl. 15:11

8 Smámynd: Ólafur fannberg

er þetta eitthvað tengt nígeruskreiðinni gömlu Aldrei fæ ég neitt svona

Ólafur fannberg, 17.1.2008 kl. 20:00

9 Smámynd: Mummi Guð

Hvernig er þetta Ólafur, vannstu aldrei í skreið í gamla daga? sennilega þess vegna hafa nígeríumennirnir ekki netfangið þitt!

Mummi Guð, 17.1.2008 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 110324

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband