Litlir kassar

Búin að pakka jólunum niður afturCrying en á eftir að setja alla kassana út í bílskúr þar sem þeir ætla að búa þangað til þeim verður boðið inn á ný. Þarf bara smá aðstoð við það, þar sem ég er svo stutt í annan endann og var svo örlát að lána einhverjum með minnimáttarkennd hinn endann og get ómögulega munað hver það var.

Síðustu daga hafa verið fínir. Við hjónaleysin héldum upp á afmæli unnustans með smá partýi sem tókst það vel að hann er farinn að hlakka til að verða fimmtugur. Ekki veit ég hvernig á að túlka það. Gullrassinn var í Rjóðri á meðan og var síðan boðið að vera lengur sem hann þáði og kom því ekki heim fyrr en á miðvikudag.  Á þeim tíma hamaðist ég við að gera sem minnst. Fór reyndar í bæinn á þriðjudag og eyddi jólagjöf sem ég fékk. Það var fínt, ég þarf þá ekki að hafa áhyggjur af henni meir. Gærdeginum eyddi ég síðan í símanum við að redda málunum vegna áramótanna. Alveg merkilegt hvað margt verður stopp bara vegna þess að það kemur nýtt ár. Held að flestir hlutir séu komnir á gott ról og ættu að vera orðnir frágengnir í næstu viku.

Farin í bili og þangað til næst knúsist svolítið og brosið. Þá verður allt betra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

er einnig búinn að pakka jólunum niður ásamt allri búslóðinni

Ólafur fannberg, 11.1.2008 kl. 16:11

2 identicon

Svo að afmælið hefur tekist vel???? var hann ekki ánægður með alla pakkana sína? Maður fær víst svo mikið af pökkum á svona stórafmælum.  hehehehehe

Fríða K (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 15:09

3 identicon

Þegar við vorum að tala um að fara ganga frá jólaskrautinu hérna heima þá fór Árni Freyr að pæla í því af hverju við þyrftum að ganga frá því, af því að jólin kæmi alltaf aftur.

Takk fyrir kaffið núna síðast, það urðu allavegana enginn afföll á  bollum núna, takk fyrir mig.

Bið að heilsa

Njáll (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 110324

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband