14.1.2008 | 14:55
Alltaf að vinna í lottó.
Undanfarið hef ég fengið nokkra tölvupósta frá hinum ýmsu aðilum, þar sem mér er tilkynnt að netfangið mitt hafi verið dregið út og ég hljóti svo og svo mikið að launum. Einnig hef ég unnið í hinum og þessum lottóum töluverðar upphæðir síðustu vikur. Alveg þó án þess ég hafi spilað mér vitanlega með í neinu þeirra. Í fljótu bragði virðist mér sem ég hafi unnið um 4.508.000 bresk pund sem samsvara um 507.331.160 íslenskum krónum á gengi Seðlabankans í dag.

Skil bara ekkert í því hvers vegna ég fæ ekki tölvupóst frá Íslenskri Getspá með tilkynningu um að ég hafi unnið í lottói á þeirra vegum. Ég spila þó með í því. Miðað við mína heppni í lottóum sem ég tek ekki þátt í er þó líklegt að hann komi bráðlega.
Kannski er galdurinn við að vinna fólginn í því að vita ekki af því að maður spili með.
Um bloggið
Þegar kviknar á deginum
Tenglar
Fólk á förnum vegi
- Huginn Heiðar Ofurkrúttið
- Berglind vinkona
- Stína Blöndal
- Árný
- Ragnheiður
Vert að skoða
Bloggvinir
-
Mummi Guð
-
Evaa<3
-
Ásdís Rán
-
Áslaug Helga Hálfdánardóttir
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Gerða Kristjáns
-
Anna Gísladóttir
-
Rannveig Lena Gísladóttir
-
.
-
Dísa Dóra
-
Ólafur fannberg
-
Huld S. Ringsted
-
Gísli Torfi
-
Halla Rut
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Lady Elín
-
Emma Agneta Björgvinsdóttir
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Gulli litli
-
Bryndís
-
Brynja skordal
-
Vertu með á nótunum
-
Guðrún Hauksdóttir
-
Erna Sif Gunnarsdóttir
-
Anita Björk Gunnarsdóttir
-
Bwahahaha...
-
Ragnar Emil
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér finnst þessi mál lykta af skreið!
Mummi Guð, 14.1.2008 kl. 16:14
hey já kannski maður ætti þá að hætta að kaupa miða hjá HHÍ og þannig fara að vinna
Dísa Dóra, 14.1.2008 kl. 16:39
hmmmm,,,, já þú segir það
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 17:24
Hefur Benjamín prins haft samband við þig?
Njáll (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 17:40
Mummi. Finnur þú aldrei fnykinn sem gýs upp í hvert sinn sem ég opna tölvupóstinn minn?
Dísa Dóra. já ég held að málið sé að eiga ekki miða.
Njáll. Ekki Benjamín prins í eigin persónu en örugglega flestir hans ráðgjafar.
Fjóla Æ., 14.1.2008 kl. 18:07
Hehehe já ég er búin að vinna í svona "lottóum" undanfarið, er farin að blokka þetta bara í aðalemailinu mínu...trúgjörn...já sæll ekki alveg svona mikið
Ragnheiður , 14.1.2008 kl. 21:21
ég nú líka ofsa heppni á svona tölvupósta happdrætti. en Hhí hef ég aldrei unnið í þó ég hef verið í því í 2 ár. Hringdi einu sinni að kvarta, gaurinn bara hló að mér..
Heiðrún Klara Johansen, 17.1.2008 kl. 15:11
er þetta eitthvað tengt nígeruskreiðinni gömlu Aldrei fæ ég neitt svona
Ólafur fannberg, 17.1.2008 kl. 20:00
Hvernig er þetta Ólafur, vannstu aldrei í skreið í gamla daga? sennilega þess vegna hafa nígeríumennirnir ekki netfangið þitt!
Mummi Guð, 17.1.2008 kl. 20:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.