Er verið að svindla á kerfinu?

Tryggingarstofnun er stofnun sem fólk hefur misjafnar sögur að segja af. Flestar sem berast mér til eyrna eru slæmar. Fólk fær ekki það sem það vill og fær ekki nóg. Síðan er sagt að það sé svo lítið mál að svindla á kerfinu og ef svo er þá eru svindlararnir að taka fé frá þeim sem virkilega þurfa. En þetta vita allir og þarf ekki að ræða það neitt sérstaklega.

Það sem ég er að pæla er að ég held að það sé verið að svindla á Tryggingarstofnun og þá um leið á okkur skattgreiðendum. Sonur minn þarf á helling af hjálpartækjum að halda og fæ ég bréf yfir samþykkt hjálpartækið og í því er líka verð á tækinu. Það er verðið sem ég er í sjokki yfir. Hjálpartæki eru óheyrilega dýr, svo dýr að ég verð klumsa. Sem dæmi má nefna að Gullrassinn minn fékk rafmagnsrimlarúm, svokallað sjúkrarúm, það kostaði um 500 þúsund, ef ég myndi kaupa mér rafmagnsrúm sem er 200X200 þá þyrfti ég aðeins að borga um 300 þúsund.  Líters fata úr plasti fyrir sogtæki kostar rúmar 14 þúsund, bæklunarskór, sem eru þó fjöldaframleiddir og óbreyttir, rúm 40 þúsund, sérsmíðar plastspelkur tæpar 90 þúsund stykkið og svona má áfram telja. Það er alveg sama hvað það er það kostar mjög mikið.

Kosta þessar vörur svona mikið vegna þess að þetta eru hjálpartæki eða er það vegna þess að Tryggingarstofnun borgar þegjandi og hljóðalaust?  Kannski er ég með svona lélegt verðmætamat en ég verð að setja spurningarmerki við þessa verðlagningu.

Hvað finnst ykkur um þetta?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er svo  sannarlega sammála og held að það sé eitthvað að hérna, annað hvort verið að borga viljandi of mikið fyrir hjálpartæki, spelkur og annað slíkt eða að það er einfaldlega verið að svindla á Tryggingastofnun ríkisins.

Það er einganveginn hægt að sjá að hér sé eðlilega að verki staðið.  Eru þessi viðskipti boðin út?  Eða er einhverskonar heiðursmannasamkomulag um að okra á stofnuninni og að litið sé framhjá því?

Trausti Rúnar (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 14:11

2 Smámynd: Fjóla Æ.

Hrafnkell, það hafa ekki allir öryrkjar tök á því að vinna svart. Og eru ekki bæturnar svona lágar vegna þess að einhverjir eru að svinda? Það sem ég er að velta hér upp er hvort fyrirtækin sem selja hjálpartækin verðleggi sig of hátt og svindli þannig á kerfinu.

Trausti Rúnar, ég veit ekki hvort þessi viðskipti séu boðin út. En mér finnst eitthvað undarlegt við þetta.

Fjóla Æ., 9.10.2007 kl. 14:20

3 Smámynd: Mummi Guð

Síðan þegar við gerum athugasemd við reikninga sem eru sendir tryggingastofnun fyrir tækjum sem við fáum þá er lítið um svör. Það er eins og okkur komi það ekki við hvað hlutirnir kosta, tryggingastofnun borgar.

Mummi Guð, 9.10.2007 kl. 17:25

4 Smámynd: Halla Rut

Þetta er mjög athyglisvert hjá þér. Ég hef sko enga trú á öðru en að hægt sé að semja um þetta fyrir lægra verð. En svo getur verið að þau fyrirtæki sem framleiða slíkan búnað séu mjög fá svo að um fákeppni sé að ræða.

Þetta eru okkar sameiginlegu peningar og finnst mér gott hjá þér að vekja athygli á þessu. Ef við fáum betri verð þá er hægt að gera meira. 

Halla Rut , 10.10.2007 kl. 00:19

5 Smámynd: Ragnheiður

Tek undir með Höllu Rut. Það þarf að skoða þetta betur og reyna að ná þá hagstæðari innkaupum fyrir TR. Nota peningana betur, það kunnum við sem erum húsmæður

Ragnheiður , 10.10.2007 kl. 15:08

6 Smámynd: Dísa Dóra

Ég hef oft furðað mig einmitt á þessu fráránlega verði á hjálpartækjum.  Hef til dæmis séð reikning fyrir svona einfaldri leðuról með smá fóðri á og hún kostaði rúmlega 100 þúsund og það fyrir nokkrum árum síðan.  Get ekki ímyndað mér að efnið í hana haf kostað meira en 5000 kr (í allra mesta lagi) og ekki var vinnan mikil við þetta.

Eins gott að öryrkjarnir þurfi ekki að borga þetta allt sjálfir.  Að vísu er það samfélagið í heild sem borgar þetta með sköttum og mætti svo sannarlega endurskoða þessa verðlagningu á hjálpartækjum.

Ætli þetta sé svipað eins og könnun sem gerð var í svíþjóð fyrir nokkrum árum sem sýndi að kostnaður við að gera augnlinsur var ekki nema um 100 kr en þá voru þær seldar á amk 20000 kr. 

Dísa Dóra, 11.10.2007 kl. 13:22

7 Smámynd: Ásta María H Jensen

Ég er pottþétt viss um að það er smurt á hjálpartæki.  Hjálparskór sem ég þarf fyrir minn dreng kosta einosg þú segir ca 40.000 og það er gert ráð fyrir að við borgum 10% en samt er meðgreiðslan á skónum ekki nema ca 26.000, mismunur af því er ekki 10 % Svo fær maður bara tvennum skóm úthlutað á ári og það eiga að vera inniskór og svo útiskór. Hvernig getur barn sem er að vaxa látið eina útiskó duga fyrir árið. Inniskórnir eru nauðsynlegir þar sem þau ganga mikið inni í skólanum, ég hef alltaf lennt í að fara í Steinar Waage til finna eitthvað til að brúa bilið en þeir eru samt ekki að duga þar sem þeir hafa ekki nóg viðhald við öklann.

Ásta María H Jensen, 12.10.2007 kl. 23:20

8 Smámynd: Fjóla Æ.

Ég heyrði og vil taka það skýrt fram að þetta eru ekki öruggar upplýsingar að inni í verði 40 þúsund króna skónna sé breytingargjald. Þ.e. ef þarf að láta breyta þeim þá kostar það ekki neitt. Ef þetta er satt endurgreiðir þá innflytjandinn þetta breytingargjald til TR og notandans ef það þarf ekki að láta breyta skónum neitt? Verð að leyfa mér að efast um það og ef það er ekki gert hvað kallast það þá?

Kannski þjófnaður? 

Fjóla Æ., 13.10.2007 kl. 12:40

9 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Þetta er mjög líklegt. Tryggingastofnun er þó án efa ekki eina fórnarlambið, svona tíðkast mjög víða. Bara dæmi, alls óskylt þessu þó: Ég gerði upp íbúð einu sinni og fékk til þess iðnaðarmenn. Það kostaði 1.104.000 (nýir gluggar, gólfefni, eldhúsinnrétting, málun). Nákvæmlega sams konar íbúð í húsinu var gerð upp (sama gert og í minni íbúð) á kostnað borgarinnar (Verkó) á sama árinu, mun ódýrara efni notað í hina íbúðina og ekkert sérsmíðað eins og hjá mér, en samt varð sá reikningur upp á 1.540.000, aldeilis klínt á. Gluggarnir mínir voru meira að segja mun dýrari af því að ég vildi hafa þá eins og þá upprunalegu. Það er ekkert skrýtið þótt sumum finnist þeir vera komnir á spena þegar þeir fá vinnu fyrir ríki eða borg. 

Þetta er ótrúlegt og þetta verður að kanna! Flott hjá þér að vekja athygli á þessu. Kveðjur í Keflavíkina.

Guðríður Haraldsdóttir, 13.10.2007 kl. 23:58

10 Smámynd: Fjóla Æ.

Gott dæmi Gurrí. Oft heyrt talað um að það sé fínt að komast á spena hjá Ríkinu.  Mér finnst svolítið merkilegt við þessi fyrirtæki sem ég á samskipti við í sambandi við hjálpartækin þegar þau segja mér að ég eigi ekki að vera að pæla í hvað þetta eða hitt kostar því að ríkið borgar en ekki ég.  En bíddu hver er ríkið? Er það ekki ég og þú og allir hinir. Ég þoli ekki svona vinnubrögð og mun virkilega halda áfram að benda TR á þetta. Síðan er sagt að um fákeppni sé að ræða en ég hreinlega trúi því ekki því að flest öll hjálpartækin eru framleidd erlendis og sinna því allri Evrópu, kannski eru einhver fyrirtækin með einkaleyfi á innflutningi en ég hef samt ekki trú á því á þessum tímum.

Fjóla Æ., 14.10.2007 kl. 00:09

11 Smámynd: Ragnheiður

Ég er ánægð með þig, ríkið erum við sjálf -það er sko satt. Rannsakaðu málið og birtu niðurstöðurnar,það verður fróðlegt

Ragnheiður , 14.10.2007 kl. 01:12

12 identicon

VEistu Fjóla, fyrir hið opinbera er það alltaf dýrara, hvernig sem svo má vera. Um daginn keypti ég matarskeið fyrir mína dóttur hjá Stoð, þetta er skeið með breiðu plastskafti og hægt að beygja skeiðina til svo það sé auðveldara fyrir hana að setja hana upp í sig.  Ein skitin skeið kostaði rúm 2000 kr.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 15:36

13 identicon

p.s skórnir sem mín dóttir notar kostar um 30 þús kall, þetta eru uppháir skór sem veita góðann stuðning og smiðað er sérinnlegg í þá. TR borgar 26000 þús kr. fyrir hvert par, en fatlaður einstaklingur á rétt á 2 pörum á ári. En sérsmíðaðir skór eru eflaust mikið mikið dýrari.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 15:38

14 Smámynd: Fjóla Æ.

Magga- Skórnir sem ég er að tala um eru sandalar (inniskór) sem eru fjöldaframleiddir í Þýskalandi og miklar líkur á því að um sama framleiðanda sé að ræða og með skó dóttur þinnar. Þeir veita mjög góðan stuðning við hæl og ökkla.  Skórnir sem við fengum kosta 41 þúsund kall og eru þeir með stöðluðu fjöldaframleiddu innleggi. Mér var sagt að þeir kosti 20 þúsund í innkaupum og kosta því innleggin og það að líma það í skóna 21 þúsund. SKórnir sem ég er að tala um eru númer 21 og vissulega borgar TR 90% af verðinu en samt bara 26.000 restina borga ég og við fengum ekki úthlutað 2 pörum á ári. Huginn er veikur en ekki fatlaður og liggur munurinn kannski þar.

Get því vel skilið  að fyrirtæki eins og Stoð og Össur standi vel og gefi góðan hagnað.

Takk fyrir innlitið og þína skoðun.

Fjóla Æ., 18.10.2007 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 110312

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband