Ég er ekki pípari

Mig langar til að blogga smá. Veit reyndar ekkert um hvað ég á að skrifa en skítt með það. Reyndar erum við loksins búin að grafa upp garðinn og fylla gáminn þannig að ég get hringt á morgun til að láta taka hann. Mummi verður ánægður að það sé ekki gámur í innkeyrslunni og hann geti lagt bílnum þar. Næsta skref í pallagerðinni er að fá pípara til að gera klárt fyrir pottinn en niðurfallið sem er úti er fáránlegt. Opið steypurör sem stendur upp úr jörðinni fullt af laufblöðum og öðru fíneríi. Með öðrum orðum örugglega kolstíflað. Held að það sé best að grafa það upp og láta píparann setja nýtt eða eitthvað. Ég veit ekkert um hvað pípari myndi gera í þessari stöðu, ég er nefnilega ekki pípari.

Guðjón og Ásdís eru að fara að koma heim en þau fóru á sjómannadagsskemmtun á Skagaströnd með pabba þeirra, Hafrún er enn í skólaferðalaginu og kemur á morgun. Það er víst búið að vera eins og hún segir sjálf "geðveikt" gaman. Einkunnirnar úr samræmdu prófunum eru ekki enn komnar, sennilega hefur átt að bíða með að afhenda þær þar til krakkarnir væru búin í ferðalaginu. Hef fulla trú á að henni hafi gengið vel í þeim líkt og í skólanum en henni hefur gengið mjög vel þar og er með meðalskólaeinkunn upp á 7,8 sem er alveg ágætt.

Hvers vegna fer fólk og gerir hluti sem hafa miklar og alvarlegar afleiðingar fyrir aðra og það sjálft og neita síðan að hafa gert nokkuð og lætur eins og ekkert hafi í skorist? Mér finnst mjög lélegt að gera svona og enn lélegra að neita fyrir það. Þetta er sjúkt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er ég sammála þér Fjóla með síðustu málsgreinina í blogginu þínu, sumum er bara EKKI VIÐBJARGANDI!!!!!!!!!!!!!!!!!

Jón B. Sigmundsson (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 110363

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband