Bleikur heitur pottur á pallinn

Það er kannski ekki eins einfalt mál að fá pípara eins og ég hélt. Auðvitað er klikkað að gera hjá við að pípast í "litlu kössunum" sem spretta upp alls staðar.  Ég ætti kannski að fara og kaupa "pípulagnir for Dummies" svo ég geti bara gert þetta sjálf. Púff, ætla samt að athuga betur um atvinnumenn enda þekkt af einhverju öðru en að gefast auðveldlega upp.

Ásdís Rán er stundum svo fyndin. Í gær var ég að sýna henni mynd af pottinum sem við ætlum að fá á sólpallinn okkar og hún sá að það var hægt að velja um nokkra liti og var snögg að segja að hún vildi að við ættum að fá okkur bleikan pott. Og fyrst það var ekki hægt þá bara rauðan.  Hún átti að byrja á söngnámskeiði í dag með Bríeti Sunnu og hefur verið gríðarleg tilhlökkun í gangi. Síðan hringdi Bríet áðan og aumingja hún er komin með ælupest og verður að fella niður tímann í dag og Ásdís að halda áfram að bíða spennt fram á miðvikudag. Síðan var hún beðin um að taka þátt í kór sem á að syngja á skólaslitunum á föstudag. Þar sem hún er eðlislægur söngfugl og syngur mjög vel og finnst fátt skemmtilegra en að syngja þá var þetta auðsótt mál af hennar hendi. Þannig að núna er hún á söngæfingu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 110367

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband