Færsluflokkur: Bloggar
3.6.2007 | 21:38
Ég er ekki pípari
Mig langar til að blogga smá. Veit reyndar ekkert um hvað ég á að skrifa en skítt með það. Reyndar erum við loksins búin að grafa upp garðinn og fylla gáminn þannig að ég get hringt á morgun til að láta taka hann. Mummi verður ánægður að það sé ekki gámur í innkeyrslunni og hann geti lagt bílnum þar. Næsta skref í pallagerðinni er að fá pípara til að gera klárt fyrir pottinn en niðurfallið sem er úti er fáránlegt. Opið steypurör sem stendur upp úr jörðinni fullt af laufblöðum og öðru fíneríi. Með öðrum orðum örugglega kolstíflað. Held að það sé best að grafa það upp og láta píparann setja nýtt eða eitthvað. Ég veit ekkert um hvað pípari myndi gera í þessari stöðu, ég er nefnilega ekki pípari.
Guðjón og Ásdís eru að fara að koma heim en þau fóru á sjómannadagsskemmtun á Skagaströnd með pabba þeirra, Hafrún er enn í skólaferðalaginu og kemur á morgun. Það er víst búið að vera eins og hún segir sjálf "geðveikt" gaman. Einkunnirnar úr samræmdu prófunum eru ekki enn komnar, sennilega hefur átt að bíða með að afhenda þær þar til krakkarnir væru búin í ferðalaginu. Hef fulla trú á að henni hafi gengið vel í þeim líkt og í skólanum en henni hefur gengið mjög vel þar og er með meðalskólaeinkunn upp á 7,8 sem er alveg ágætt.
Hvers vegna fer fólk og gerir hluti sem hafa miklar og alvarlegar afleiðingar fyrir aðra og það sjálft og neita síðan að hafa gert nokkuð og lætur eins og ekkert hafi í skorist? Mér finnst mjög lélegt að gera svona og enn lélegra að neita fyrir það. Þetta er sjúkt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.6.2007 | 21:58
sorglegt
Raunveruleikaþáttur um nýrnagjafa reyndist gabb | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.6.2007 | 11:45
Gefðu líffæri - gefðu líf
Í Blaðinu í dag er rætt við Runólf Pálsson yfirlækni nýrnalækninga á Landspítalnum. Þar segir hann að ættingjar geti hundsað vilja látinna til líffæragjafar þrátt fyrir að hinn látni hafi gengið með líffæragafakort. Þessi kort hafa ekkert lagalegt gildi. Einnig segir í niðurstöðu rannsóknar um líffæragjafi á Íslandi 1992-2002 að í 39% tilvika hafni aðstandendur beiðni um líffæragjöf úr nýlátnum ættingja. Það er þó mat Runólfs að nú hafni færri slíkri beiðni. Árið 2006 voru líffæragjafir úr látnum 6 en þar áður 2-3 ári. Runólfur segir að Íslendingar anni enn eftirspurn líffæra því að Íslendingar virðast hafa lægri tíðni sjúkdóma sem leiða til líffærabilunar sem krefjast ígræðslu en annars staðar í Evrópu.
Líffæragjöf er mér hjartans mál og hef ég reynt að ræða nauðsyn hennar við hvert tækifæri sem mér gefst. Þessi umræða hefur verið dálítið mikið tabú. Kannski vegna þess hversu nálægt þetta er fólki en samt eitthvað svo fjarlægt. Fólk heldur í sumum tilfellum að að ef það gangi með líffæragjafakort í veskinu sé það um leið að hafna lífbjörg sér til handa ef til þess kæmi. Einnig að fólk sé rist upp, líffærin tekin og hinn látni liggi bara galopinn og galtómur á skurðborðinu. Aðstandendur fá þá látinn ástvin sinn eins og tóma blöðru. En staðreyndin er önnur. Læknar hugsa fyrst og fremst um að bjarga fólki hvort sem það hefur gjafakort eða ekki og beiðni er aldrei borin fram nema útséð sé um lifbjörg sjúklingsins. Einnig veit ég að þegar um líffæragjöf er að ræða þá fjarlægja læknarnir líffærin úr gjafanum með mikilli virðingu og þakklæti ásamt því að skila hinum látna í sem bestu ástandi sem völ er á. Það er mikil virðing borin til líffæragjafa því viðkomandi getur bjargað lífi margra og er jafnvel eina von líffæraþeganna.
Það er einnig hægt að gefa líffæri án þess að láta lífið. Nýrnagjafir eru algengastar en einnig er hægt að gefa lifur og merg. Ég er sjálf líffæragjafi. Ég gaf syni mínum annað líf í maí 2005 þegar hann fékk bút af lifrinni minni. Aðgerðirnar voru gerðar erlendis og meðferðin sem ég fékk á spítalanum þar var ótrúleg. Starfsfólkið fór með mig líkt og prinsessu og greindi ég mun á framkomu áður og eftir að fólk vissi um líffæragjöfina. Ég fékk sent viðurkenningar og þakkarskjal frá spítalanum fyrir þessa stórkostlegu gjöf sem lífgjöfin er.
Ég vil minna fólk á nauðsyn þess að taka upplýsta ákvörðun um líffæragjöf að sér látnum og láta sem flesta aðstandendur vita af þeirri ákvörðun hvernig svo sem hún er. Fólk þarf líka að hugsa út í hvað það myndi gera ef þeim bærist sú ósk að gefa líffæri úr börnum sínum. Börn geta oftast ekki fengið líffæri frá fullorðnum vegna stærðarmuns og því verða þau að fá líffæri frá öðrum börnum. Mér hefur fundist á fólki að það geti ekki hugsað sér að gefa líffæri úr látnu barni sínu og skil það vel en spyr þá til baka "hvað ef barnið þitt þyrfti á líffæri að halda, myndirðu þyggja það"? Við þurfum að skoða málið frá fleiri en einni hlið.
Því segi ég: Taktu þessa ákvörðun í dag og láttu aðra vita um vilja þinn því ef eitthvað gerist þá er í raun ósanngjarnt að ætlast til að ættingjar þínir geti tekið ákvörðun á ögurstundu. Einnig ef þú ert ættingi í þessum sporum mundu þá að virða vilja hins deyjandi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2007 | 21:10
Tapari ársins
Steingrímur J. Sigfússon: Samfylkingin gafst upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.5.2007 | 21:02
Mannslíf einskins virði
Þriggja ára fangelsi fyrir líkamsárás sem leiddi til dauða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2007 | 00:21
Hvað þýðir þetta?
Bush heitir 30 milljörðum Bandaríkjadala í baráttuna gegn alnæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2007 | 22:17
Ég heppin
Kúl. Ég ætti kannski að kaupa mér Fálkaorðu þar sem ég sé ekki fram á að fá hana vegna eigin verðleika. Ég er nefnilega bara heimavinnandi móðir 5 barna og þar af eitt alvarlega langveikt sem þarfnast í raun sjúkrahúsdvalar en ég treysti mér til að hugsa sjálf um heima.
Ég mæti ekki í vinnuna og fæ því sennilega ekki orðu.
Fálkaorður boðnar til sölu á eBay | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.5.2007 | 21:01
litlir kassar, allir eins
Enn einn flotti dagurinn. Gerðist ekkert sem er fínt. Reyndar sváfum við óvenju lengi í morgun en Huginn vaknaði ekki fyrr en rúmlega 9. Reyndar þurfti ég að vakna kl 8 og slökkva á næringunni og síðan var ónæmisbæling kl 9. Ég er búin með eins mikið í garðinum og ég get í bili, núna er bara að panta gám í fyrramálið og skutla torfinu í hann þegar hann er mættur. Þá er hægt að fara að grafa fyrir undirstöðunum.
Við tókum rúnt út í Sandgerði og Garð í dag. Alveg merkilegt hvað Sandgerði er að blása út. Það eru líka fullt af mjög flottum húsum. Alltaf gaman að sjá eitthvað annað en fjöldaframleidd verksmiðjuhús. Mér finnst eiginlega leiðinlegt að sjá margar götur allar með eins húsum eins og er td. inni í Njarðvík og Vogum. Kannski er ákveðinn stíll yfir því en mér finnst það hundleiðinlegt og óspennandi að sjá. Það er eins og í laginu "litlir kassar, litlir kassar og allir eins". Enda gleðst ég mikið þegar ég sé arkitektahús sem eru alltaf inn á milli verksmiðjuframleiddu húsanna og gefa yndislegan svip á götumyndina. Reyndar virðist vera svipuð hönnun á þeim oft líka en það fyrirgefst mjög auðveldlega því þau eru falleg og spennandi og lífga upp á útsýnið.
Núna er Huginn sofnaður og Mumminn minn á leið í bæinn að sækja hina afleggjarana mína sem voru að koma úr dekrinu í sveitinni. Mikið verður gott að fá þau heim aftur og allt verður eins og venjulega.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2007 | 21:34
Allt í einu komin á aðra síðu ? Hver á hana?
Búin að skrifa alveg helling en hvað? Allt datt út og ég komin inn á einhverja aðra bloggsíðu. Arg. Ætla að reyna að skrifa meira hér og vona að ég hangi á minni síðu og komi því frá mér sem langar til að koma frá mér.
Yndislegur dagur í dag. Gott veður en ég er samt fegin að vera ekki í útilegu því það er ekkert svo hlýtt úti og ég er ekki viss um að það sé svo notalegt að sofa í tjaldi í nótt. Ja, nema ef Mummi sé ofan í pokanum með mér þá ætti að vera svo notalegt. Annars er ég búin að vera í duglegu buxunum aftur í dag og er búin að grafa upp hálfan tilvonandi pall. Yndislegi "Lýður" minn er enn á því að það sé skófla en grafa en mikið "#$%&/&%$!"# er þetta samt mikið mál en ég er samt að verða búin. Þannig að ég tel mig einstaklega duglega manneskju í dag. Það væri reyndar gaman að fá smá hrós frá einhverjum. Vá I'm sad. Ok. stefnan er að geta farið í pottinn í byrjun júlí. Það ætti að geta gengið ef ekkert kemur upð á. En eins og áður hefur komið fram þá tekur hann Huginn minn töluverðan tíma. Það er nefnilega ekki hægt að skilja hann eftir einan í nokkra stund. Þannig að ég sé í raun ekki fram á að geta verið að vinna í þessum palli mínum nema þegar hin börnin mín eru heima eða þá Mumminn minn. Það þýðir "eftir 4" á daginn. Þá er reyndar ýmislegt annað á dagskránni en ég hef engu að síður fulla trú á því að þetta eigi eftir að ganga vel og standast tímaáætlun að mestu.
Æ-i nú man ég ekki meir hvað ég ætlaði að skrifa því ég datt inn í endi á einhverri rómantískri mynd á stöð2bíó. Ég sem er ekki fyrir svoleiðis myndir. Ok. kannski stundum eins og núna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2007 | 21:55
Ég er í lífshættu
Hvers vegna í ósköpunum eru ekki þessir ökuníðingar ekki látnir taka ökuprófið aftur? Einnig ætti að skylda þá að taka vaktir á gjörgæsludeildinni í Fossvogi og síðan á Grensás.
Ég er ekki búin að gleyma því þegar ungi maðurinn tók öfugu megin fram úr mér á flótta undan löggunni í vetur. Hún hafði mælt hann á 199 km og ég er viss um að hann var á meiri hraða þegar hann tók fram úr mér. Hann var handtekinn á rúntinum í Vogunum viss um að vera sloppinn eftir ábendingu frá vegfarendum og þar á meðal mér. Þetta var víst í 10 skiptið sem hann var tekinn vegna hraðaskturs á stuttum tíma. Hann þyrfti að kíkja inn á Grensás það myndi hugsanlega hægja á honum. Þegar ég hugsa til baka þá átta ég mig á því hversu nálægt því ég var að tína lífinu vegna þess að þetta á sér stað á miklum umferðartíma og brautin að þrengjast vegna aðkomu að Vogunum ásamt þungrar umferðar í báðar áttir.
Tekinn á 183 km hraða á Reykjanesbrautinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Þegar kviknar á deginum
Tenglar
Fólk á förnum vegi
- Huginn Heiðar Ofurkrúttið
- Berglind vinkona
- Stína Blöndal
- Árný
- Ragnheiður
Vert að skoða
Bloggvinir
- Mummi Guð
- Evaa<3
- Ásdís Rán
- Áslaug Helga Hálfdánardóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gerða Kristjáns
- Anna Gísladóttir
- Rannveig Lena Gísladóttir
- .
- Dísa Dóra
- Ólafur fannberg
- Huld S. Ringsted
- Gísli Torfi
- Halla Rut
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Lady Elín
- Emma Agneta Björgvinsdóttir
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Gulli litli
- Bryndís
- Brynja skordal
- Vertu með á nótunum
- Guðrún Hauksdóttir
- Erna Sif Gunnarsdóttir
- Anita Björk Gunnarsdóttir
- Bwahahaha...
- Ragnar Emil
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar