Færsluflokkur: Bloggar

Komdu í Kántrýbæ...

Þetta er löngu tímabær breyting. Til hamingju með að vera loksins undir réttu nafni. Hefði samt verið fyndið ef Kántrýbærinn hefði orðið fyrir valinu.
mbl.is Höfðahreppur verður Sveitarfélagið Skagaströnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skófla eða grafa

Það var yndislegt að leggjast til svefns í gær. Í mínu rúmi, með ástina mína við hlið mér, kattakvikindin ofan á sænginni og Huginn steinsofandi í sínu rúmi. Allt eins og það á að vera, ég svaf líka eins og engill. Er búin að vera í duglega skapinu í dag. Búin að olíubera garðhúsgögnin, blómapott og gróðursetja stjúpur í hann. Byrjuð á að grafa upp garðinn svo það sé hægt að gera nýja fína stóra sólpallinn við húsið mitt. Vona bara að ég verði líka í duglegu buxunum næstu daga svo það verði hægt að klára þetta. Þessi uppgröftur er aðeins meira mál en ég svo sem reiknaði með. Hefði kannski átt að fá mér gröfu. En ég er nú svo sem ekki búin og þar með ekki útrætt enn hvort niðurstaðan verði skófla eða grafa. Það er allavega ljóst að það verður að fá gám eftir helgina til að taka við jarðveginum sem þarf að flytjast á brott hann er of mikill fyrir venjulega bíla.

Halldóra systir hringdi og bauð okkur í grillveislu í kvöld en þar sem það er töluvert mikið meira en að segja það að fara út úr húsi með hann Huginn Heiðar þá komumst við auðvitað ekki. Þegar við förum út með Huginn þá þurfum við að taka súrefniskúta,súrefnissíur, cpap-vél, sogvél, fæðudælu og monitor ásamt öllu hinu sem litlum börnum er nauðsynlegt að hafa með sér. Einnig þurfum við að hafa það í huga að við verðum að vera nálægt sjúkrabíl og lækni því það er aldrei að vita hvað getur gerst  og ef eitthvað gerist þá gerist það hratt. Við förum bara seinna þegar það verður orðið auðveldara að ferðast með Hugin, hvenær sem það verður.

Stundum finnst mér lífið svo ósanngjarnt. Það eru alltof margir einstaklingar á besta aldri, börn og fullorðnir að berjast við hræðilega sjúkdóma sem síðan taka þá frá ástvinum sínum í blóma lífsins. Á meðan er fullt af fólki sem er orðið aldrað og hreinlega þráir það eitt að fá að deyja en fær það ekki. Var að lesa minningargrein í mogganum um tæplega 9 ára stúlku sem lést úr krabbameini og veit um nokkrar ungar konur sem eru að berjast fyrir því að fá að lifa daginn af. Síðan er fólk eins og til dæmis amma mín sem langar eiginlega ekkert til að lifa lengur, hún er samt mjög hress, býr á 2 hæð í sinni íbúð með afa mínum sem er líka hress en bæði komin nær níræðu og sjá alveg um sig sjálf. Mér finnst þetta ekki sanngjarnt að leggja þessa hluti á fólk.  


Fyndið líf

Fyndið þetta líf. Flesta daga er ekkeert að gerast hjá mér en núna síðustu daga hefur verið miklu meira en venjulega að gerast og síðan má vel búast við því að allt detti í sama farið aftur fljótlega. Hingað koma yfirleitt ekki gestir en undanfarið hefur komið fullt af fólki. Gaman að því.

Huginn fór í Rjóður í gær. Þar sem hann hefur verið settur á marmarastall þá eru allir frekar hræddir við hann. Vegna þessarar hræðslu þá var ég beðin um að sofa hjá honum í nótt sem ég gerði. Það að sofa ekki heima hjá sér er slítandi og þrátt fyrir "ágætan" svefn þá er ég dauðþreytt núna. Reyndar er ég viss um að ef Mummi hefði sofið hjá mér þá væri ég úthvíld núna. Hann hefur svo góða nærveru og hann fullkomnar mig. Geri mér oft ekki grein fyrir því fyrr en við erum aðskilin.  Ok. væmið en það má þegar fólk er ástfangið. Við förum síðan þegar Mummi er búinn að vinna og sækjum Huginn, Hafrún, Guðjón og Ásdís koma með og fara síðan norður með Jósteini í sveitina hjá mömmu og pabba og verða yfir helgina. Þeim hlakkar öllum til því þeim finnst frábært að vera í sveitinni og ég gruna foreldra mína um ofdekur en mér er sagt að það sé réttur afans og ömmunnar og það virðist ekki hafa slæm áhrif á börnin svo gott mál. Ég hlakka til að verða amma eftir svona 10 ár, ekki tímabært fyrr, krakkarnir eru enn það ungir og þurfa að einbeita sér að námi og að koma undir sig fótunum. En eins og oft hefur verið sagt þá kemur ástin stundum aftan að fólki og það ræður ekki neitt við neitt og verður það að hafa sinn gang. Ég vona samt að krakkarnir mínir haldi áfram að hugsa rökrétt og skynsamlega.

Mumminn minn er í kappi. Hann er í kappi við mig að blogga og telur í stigum. Fyndið. Hann sem er búinn að hafa bloggsíðu hér í marga mánuði og bloggar ekki fyrr en ég hef hent inn línum nokkrum sinnum. Hann setti upp bloggið fyrir mig því ég var ekki viss um að hafa neitt að segja. Þannig ég skrifa smá núna og fæ aðeins fleiri stig í dag en hann allavega fram á kvöldið.


Sko Gulla

Vissulega krefjandi embætti en þar sem ég hef mikla trú á Guðlaugi og hef lengi haft eða allt síðan hann var í borgarstjórn þá tel ég að hann komi til með að valda þessu embætti vel. Hann þarf eðlilega einhvern smá tíma til að átta sig á umfanginu en þegar hann hefur gert það þá mun hann taka til hendinni.
mbl.is Guðlaugur Þór: Hlakka til að takast á við verkefnið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Indælis dagur

Þessi dagur er búinn að vera frekar annasamur miðað við venjulega daga. Byrjaði auðvitað á því að koma börnunum í skólann, reyndar ekki nema tveimum kl. 8.  Hafrún þurfti ekki að mæta fyrr en tíu. Hún er að klára 10. bekkinn og núna þegar samræmdu prófin eru að baki þá er skólastarfið hjá henni frekar laust í reipunum. Ég fékk góða heimsókn í morgun þegar gamlar vinkonur mínar að norðan kíktu í smá kaffi og spjall. Síðan fékk ég gott símtal frá Guðrúnu Rjóðrinu. Hún var að bjóða mér að koma með Huginn Heiðar í sólarhringsvistun á fimmtudaginn og ákvað líka að bjóða mér að hann kæmi til þeirra aðra helgina í júní. Þetta er alveg frábærar fréttir því ég er virkilega farin að þurfa á smá fríi að halda og reyndar öll fjölskyldan. Það verður samt örugglega hálf skrítið að geta farið út úr húsi áður en minn elskulegi sambýlismaður kemur heim úr vinnu. En best að missa sig ekki í bjartsýninni að allt komi til með að ganga snuðrulaust fyrir sig og skipuleggja einhver stórræði. Veit samt af fenginni reynslu að það verður mjög margt á aðgerðalista og að mjög lítinn hluta þess verður hægt að framkvæma. Það er nefnilega stundum að ég ætla að gleypa sólina þegar loksins gefst smá tími fyrir mig sjálfa.  

Loksins loksins

Ég er lengi búin að vera að tala um að það gæti verið gaman að blogga en hef ekki haft mig í það hingað til. Hef reyndar talað um að ég hafi nú ekki mikið að segja þar sem ég lifi frekar fábrotnu og tilbreytingarsnauðu lífi en minn elskulegi kærasti telur að það sé rangt hjá mér. Hann er svo sannfærður að hann stofnaði meira að segja þetta blogg fyrir mig. Þannig að nú er bara að láta vaða. Ég veit nú reyndar ekki um hvað ég ætti að skrifa nema að ég er að vinna mér inn stig hjá fyrrnefnum kærasta og er að taka upp leikinn á milli Keflavík og FH sem var spilaður í gær. Dóttir mín var á leiknum ásamt bróður og föður en hún fór til þess að leiða leikmann inn á völlinn og hún var æðisleg í sjónvarpinu. Móðurhjartað bólgnaði við það eitt að sjá hana. Hún er að æfa fótbolta með 6. flokki drengja og var flokkurinn fenginn til að leiða leikmennina að þessu sinni.

Ætla að láta þetta duga í fyrstu færslu.


« Fyrri síða

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband