Indælis dagur

Þessi dagur er búinn að vera frekar annasamur miðað við venjulega daga. Byrjaði auðvitað á því að koma börnunum í skólann, reyndar ekki nema tveimum kl. 8.  Hafrún þurfti ekki að mæta fyrr en tíu. Hún er að klára 10. bekkinn og núna þegar samræmdu prófin eru að baki þá er skólastarfið hjá henni frekar laust í reipunum. Ég fékk góða heimsókn í morgun þegar gamlar vinkonur mínar að norðan kíktu í smá kaffi og spjall. Síðan fékk ég gott símtal frá Guðrúnu Rjóðrinu. Hún var að bjóða mér að koma með Huginn Heiðar í sólarhringsvistun á fimmtudaginn og ákvað líka að bjóða mér að hann kæmi til þeirra aðra helgina í júní. Þetta er alveg frábærar fréttir því ég er virkilega farin að þurfa á smá fríi að halda og reyndar öll fjölskyldan. Það verður samt örugglega hálf skrítið að geta farið út úr húsi áður en minn elskulegi sambýlismaður kemur heim úr vinnu. En best að missa sig ekki í bjartsýninni að allt komi til með að ganga snuðrulaust fyrir sig og skipuleggja einhver stórræði. Veit samt af fenginni reynslu að það verður mjög margt á aðgerðalista og að mjög lítinn hluta þess verður hægt að framkvæma. Það er nefnilega stundum að ég ætla að gleypa sólina þegar loksins gefst smá tími fyrir mig sjálfa.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 110352

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband