Færsluflokkur: Bloggar

Skýring á launamun kynjanna fundinn.

Núna undanfarið hefur verið umræða í þjóðfélaginu um hinn óútskýrða launamun karla og kvenna. Þessi umræða hefur einnig átt sér stað við kvöldmatarborðið á mínu heimili og hafa karlmenn heimilisins fundið hina einu réttu og sönnu skýringu á þessum launamun. Umræðan byrjaði á því að Guðjón prumpaði frekar hátt og mikið og fylgdi því síðan eftir með háværu ropi. Ég setti eitthvað ofan í við hann og sagði að þetta væri ekki viðeigandi við matarborðið. Hann sagði að þetta hefði alveg verið óvart en hélt síðan áfram búkhljóðum sem mest hann mátti og talaði um að þetta væri alveg ósjálfrátt og væri eitthvað sem karlmenn gerðu. Hann hefur nefnilega talað um að konur hvorki prumpi né ropi og að þær kunni það hreinlega ekki. Ætli þetta sé ekki skýringin á þessum launamun kynjanna sem alltaf er verið að tala um, segir hann síðan allt í einu upp úr eins manns hljóði. Ha, hvað? sögðum við hin við borðið því við vorum að ræða allt aðra hluti sem hann tók ekki þátt í. Sko þetta með að karlar prumpa og ropa en konur ekki, svarar drengurinn ætli það sé ekki þess vegna sem konur fá lægri laun en karlar. Ég held það bara, sagði hann svo að lokum afar spekingslegur á svip afar sáttur við að hafa fundið lausn á þessu vandamáli þjóðfélagsins. Þannig að samkvæmt þessari kenningu drengsins þá ættum við konur að fara að ropa og reka við af öllum kröftum á almannafæri og hrópa "ég vil launahækkun" um leið, í staðinn fyrir að biðjast afsökunar, þá ættum við að standa körlum framar á launasviði von bráðar og málið leyst. 

Ásdís Rán hefur verið á söngnámskeiði undanfarið og fílað það í botn enda er söngur eitt helsta áhugamál hennar og syngur hún frá því hún vakna á morgnana þar til hún sofnar á kvöldin. Þegar námskeiðinu var að ljúka var farið í hljóðver til að taka upp það lag sem hún er búin að vera að æfa og það fannst henni æðislegt. Hún sagði að henni hefði liðið eins og alvöru söngvara. Þrátt fyrir að hún hafi  klárað lagið sitt í einni upptöku gallalaust þá bað hún um að fá að syngja aftur þegar allir aðrir voru búnir, þetta var bara svo æðisleg tilfinning. Síðan daginn eftir voru tónleikar. Þar fluttu allir þeir sem höfðu verið á námskeiðinu sín lög og einnig hún dóttir mín. Mikið svakalega var hún flott. Hún söng eins og engill og fékk góð viðbrögð. Þegar tónleikarnir voru að verða búnir mætti hún aftur á svið ásamt vinkonu sinni en þær ákváðu að syngja lagið sem þær sungu á Mylluvision í vetur og lentu í 3. sæti fyrir. Þær byrja að syngja og heyrum við ágætlega í báðum til að byrja með en síðan fór lagið hækkandi og þá heyrðist bara í Ásdísi og fór hún svo hátt að fólk tók andann á lofti. Hún er ótrúlega góð söngkona og á eftir að gera það gott á því sviði ef hún kærir sig um það.

Þar til næst, elskið hvert annað, líka í umferðinni.

 


Signi mig

Seint átti ég von á því að ég yrði sammála Páfa en nú er ég það í sambandi við þennan ógætilega akstur. Mun því framvegis signa mig áður en ég legg af stað út í umferðina.


mbl.is Ógætilegur akstur er synd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórkostleg gjöf

Stórkostleg gjöf frá Hringskonum í tilefni afmælis Barnaspítalans. Hringskonur eiga miklar þakkir skyldar fyrir baráttu þeirra fyrir barnaspítala á Íslandi og þeim árangri sem náðst hefur á því sviði með nýju húsnæði sem þær unnu ötullega að svo hægt væri að byggja Barnaspítalann.

Þrátt fyrir frábært starf Hringskvenna mættu þær endurskoða verðlag í matsölunni þeirra á Barnaspítalanum. Þar er maturinn óheyrilega dýr.


mbl.is Barnaspítali Hringsins fær 50 milljón króna afmælisgjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er fólk fífl? Part 2

Í sambandi við háskaaskturs fólks undanfarið, hækkunnar sektargreiðslna og því að fólk reynir að stinga lögregluna af þá rakst ég á þetta inni á Barnalandi og er virkilega að vona að þetta sé djók.

"Vegna hækkandi hraðasekta og hertra viðurlaga við "OFSAAKSTRI" mótorhjóla fólks hefur H.S.L ákveðið að grípa til rótækra aðgerða.Vegna FJÖLDAÁSKORANNA höfum við ákveðið að halda námskeið í því hvernig haga skal akstri undan laganna vörðum.
Námskeið fer fram helgina 23-24 júní næstkomandi.Boðið verður upp á hópnámskeið verð :1000 kr.pr. mann Einnig verður boðið uppá einkatíma hjá reyndum "HRYÐJUVERKAMÖNNUM" í umferðinni verð :5000 kr.pr mann. Umsóknir þurfa að berast fyrir þann 21 júní. Skráning er á : afstungur @ visir.is".
Hér má sjá umræðuna á barnaland.is


Er fólk fífl?

Hvað þarf eiginlega til þess að fólk fari almennt að hugsa. Háskaakstur, ölvunarakstur, akstur undir áhrifum eiturlyfja og svo framvegis. Þetta eru orðnar daglegar fréttir þrátt fyrir stóraukin viðurlög við umferðarlagabrotum. Fólk hugsar reyndar allt of oft að það sleppi undan löggunni og margir reyna það og því miður tekst sumum það á meðan aðrir lenda í stórslysum á flóttanum. Síðan kemur áhugafólk um háskaakstur fram með þær fáránlegu skýringar á akstrinum að þetta sé löggjafanum að kenna, sektirnar eru svo háar.

Ég myndi telja að nú sé tímabært að fara að skoða að tengja saman brotatilkynningar og tryggingariðgjöld. Sem sagt ef fólk brýtur umferðarlög á ökutækjum sínum þá borgi það ekki bara sekt til ríkissjóðs heldur verði atvikið tikynnt til tryggingarfélags viðkomandi og í framhaldi af því hækki iðgjaldið. Löghlýðnir ökumenn njóti því ávinnings.


mbl.is Grunaður um ölvunarakstur með barn í bílnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fer dropinn í hæstu hæðir?

Í hvaða hæðir fer þá bensínverðið hér? Þetta verður alla vega til þess að það hækkar óhóflega eins og venjulega.
mbl.is Olíuverð hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilega hátíð.

Til hamingju með daginn allir Íslendingar nær og fjær. Í dag er 17. júní og það er ekki rigning eins og oft virðist vera í minningunni. Heldur er frábært veður, skýjað og lítill vindur. Sólin lét sjá sig annað slagið og er bara hlýtt úti. Vegna þess hversu gott veðrið er skelltum við okkur hjónaleysin ásamt Hugin niður í skrúðgarð til að taka þátt í hátíðarhöldum dagsins. Þetta er í 3. skiptið sem Huginn fer út að ganga Íslandi frá því hann fæddist og fannst honum mjög skemmtilegt að vera úti. Hann varð reyndar svolítið þreyttur og fékk sér kríu í strollernum sínum.

Ég get ekki annað en hugsað um þegar við vorum í Pittsburgh á þjóðhátíðardegi BNA og gera léttan samanburð á stemmingunni. Í BNA mætti fólk í garðinn með grillin sín, stórar kælikistur, stóla og borð. Síðan grillaði fólk og borðaði á meðan það naut skemmtiatriðanna sem í boði voru og var hátiðinni síðan lokið með rosalegri flugeldasýningu. Nærri jafn flottri og er hér á Ljósanótt.  Hér í skrúðgarðinum í dag var margt fólk saman komið en enginn með grill og einnig sá ég engan sólstól en fullt af skemmtiatriðum. Við höfum stundum talað um hvernig það væri ef við myndum gera eins og Kaninn og mæta með grillið í garðinn. Við höldum að það sé bara gaman en við erum ekki eins viss um hvort aðrir gestir hátíðarinnar yrðu sama sinnis. Látum kannski verða af þessu einhvern annan 17. júní.

Annars er helgin búin að líða í rólegheitunum og engri pallavinnu verðum að fara á fullt á morgun. Þetta gengur ekkert svona. Pallurinn smíðar sig víst ekki sjálfur. Þar sem fullorðna barnið er að koma í mat ætla ég að fara að skella steik í ofninn og sjóða jarðepli til að hafa með í sykurlegi.


Er þetta heimilt?

Ég er að velta því fyrir mér hvort það sé heimilt að kalla fólk til starfa sem er í fæðingarorlofi. Amk. þurfti ég að skila inn hvenær ég ætlaði að vera í fæðingarorlofi og eins stendur í reglum að sá sem er í fæðingarorlofi sé ekki heimilt að vinna launuð störf á meðan.
mbl.is Kallaðir út úr fæðingar- og sumarorlofi til að sinna löggæslu á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Séð til þess að áfengisblöndur og ávaxtasafar verði geymdir í alveg eins flöskum

"Randy Tei, aðstoðarforstjóri Apple Bay, segir að fyrirtækið muni greiða sjúkrakostnað Mayorgas fjölskyldunnar. Þá sagði hann að séð verði til þess að áfengisblöndur og ávaxtasafar verði geymdir í alveg eins flöskum."  Þetta er tekið úr fréttinni.

Er það þá stefna Appelbee að þair sem panti ávaxtasafa fái jafnvel áfengi því drykkirnir verði í eins flöskum?


mbl.is Tveggja ára gamalt barn fékk áfengi í stað eplasafa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

gott svefnlyf

Þessi mynd er líka ljómandi gott svefnlyf. Amk. setur unnusti minn hana alltaf í tækið ef hann á í erfiðleikum mað að sofna og er undantekningalaust sofnaður á 5 mínútum.
mbl.is Die Hard valin besta hasarmynd allra tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband