Skýring á launamun kynjanna fundinn.

Núna undanfarið hefur verið umræða í þjóðfélaginu um hinn óútskýrða launamun karla og kvenna. Þessi umræða hefur einnig átt sér stað við kvöldmatarborðið á mínu heimili og hafa karlmenn heimilisins fundið hina einu réttu og sönnu skýringu á þessum launamun. Umræðan byrjaði á því að Guðjón prumpaði frekar hátt og mikið og fylgdi því síðan eftir með háværu ropi. Ég setti eitthvað ofan í við hann og sagði að þetta væri ekki viðeigandi við matarborðið. Hann sagði að þetta hefði alveg verið óvart en hélt síðan áfram búkhljóðum sem mest hann mátti og talaði um að þetta væri alveg ósjálfrátt og væri eitthvað sem karlmenn gerðu. Hann hefur nefnilega talað um að konur hvorki prumpi né ropi og að þær kunni það hreinlega ekki. Ætli þetta sé ekki skýringin á þessum launamun kynjanna sem alltaf er verið að tala um, segir hann síðan allt í einu upp úr eins manns hljóði. Ha, hvað? sögðum við hin við borðið því við vorum að ræða allt aðra hluti sem hann tók ekki þátt í. Sko þetta með að karlar prumpa og ropa en konur ekki, svarar drengurinn ætli það sé ekki þess vegna sem konur fá lægri laun en karlar. Ég held það bara, sagði hann svo að lokum afar spekingslegur á svip afar sáttur við að hafa fundið lausn á þessu vandamáli þjóðfélagsins. Þannig að samkvæmt þessari kenningu drengsins þá ættum við konur að fara að ropa og reka við af öllum kröftum á almannafæri og hrópa "ég vil launahækkun" um leið, í staðinn fyrir að biðjast afsökunar, þá ættum við að standa körlum framar á launasviði von bráðar og málið leyst. 

Ásdís Rán hefur verið á söngnámskeiði undanfarið og fílað það í botn enda er söngur eitt helsta áhugamál hennar og syngur hún frá því hún vakna á morgnana þar til hún sofnar á kvöldin. Þegar námskeiðinu var að ljúka var farið í hljóðver til að taka upp það lag sem hún er búin að vera að æfa og það fannst henni æðislegt. Hún sagði að henni hefði liðið eins og alvöru söngvara. Þrátt fyrir að hún hafi  klárað lagið sitt í einni upptöku gallalaust þá bað hún um að fá að syngja aftur þegar allir aðrir voru búnir, þetta var bara svo æðisleg tilfinning. Síðan daginn eftir voru tónleikar. Þar fluttu allir þeir sem höfðu verið á námskeiðinu sín lög og einnig hún dóttir mín. Mikið svakalega var hún flott. Hún söng eins og engill og fékk góð viðbrögð. Þegar tónleikarnir voru að verða búnir mætti hún aftur á svið ásamt vinkonu sinni en þær ákváðu að syngja lagið sem þær sungu á Mylluvision í vetur og lentu í 3. sæti fyrir. Þær byrja að syngja og heyrum við ágætlega í báðum til að byrja með en síðan fór lagið hækkandi og þá heyrðist bara í Ásdísi og fór hún svo hátt að fólk tók andann á lofti. Hún er ótrúlega góð söngkona og á eftir að gera það gott á því sviði ef hún kærir sig um það.

Þar til næst, elskið hvert annað, líka í umferðinni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 110301

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband