Ég er heppin

Ég er ótrúlega heppin kona. Ég á fullt af æðislegum börnum sem veita mér mikla gleði. Reyndar veita þau mér líka fullt af áhyggjum og stressi þegar þau teygja svo á rammanum að hann er við það að bresta. En það er víst eins og það á að vera, reyna að komast eins langt og hægt er og helst aðeins lengra. Það er víst þáttur í því að verða fullorðinn, sjálfstæður einstaklingur. Ég hef alla trú á því að öll börnin mín munu koma til með að gera það sem þeim langar til í lífinu og farnast vel þrátt fyrir að unglingsárin virðist stundum vera hrikalega erfið og himin og jörð sé að farast nokkuð reglulega og að enginn skilji hvað þau eru að ganga í gegnum. Ég veit, ég fæddist fullorðin alveg eins og aðrir foreldrar og skil því ekki neitt. Þessi börn eru svo yndisleg.

Hlýnun jarðar hefur verið áhyggjuefni undanfarin ár og er orðið töluvert vandamál með alls konar náttúruhamförum. Ég hef verið mjög eigingjörn undanfarið og eingöngu hugsað um líðandi stund. Því ég er ekkert voðalega ósátt við þessi hlýindi sem hafa verið undanfarna daga og vona að þau vari sem lengst. Það er bara allt miklu skemmtilegra í góðu veðri. 

Núna er Ásdís á fullu að undirbúa ferð sína til Vestmannaeyja. Hún fer á morgun og hlakkar ekkert smá mikið til. Það eru nokkrir dagar síðan hún fór að pæla í hvað hún ætti að taka með sér og er planið að pakka niður í dag. Í gær var lokafundurinn fyrir mótið og var smá grillveisla, þar fengu krakkarnir tösku og vatnsbrúsa að gjöf frá Glitni ásamt því að húfurnar komu loksins. Það verður glæsilegur hópur sem fer héðan til Eyja og vona ég að allir skemmti sér konunglega. Ég verð örugglega alltaf á netinu til að fylgjast með hvernig litla afleggjaranum mínum gengur. Ótrúlegt!  Ég sé fram á að eyða helginni í að fylgjast með fótbolta. Mér sem leiðist fótbolti. Það er greinilega annað þegar barnið manns er partur af fótboltanum. Mumminn minn verður sennilega mjög hamingjusamur með þennan skyndilega áhuga en hann hefur átt svolítið erfitt í sumar. Báðir strákarnir í burtu og hann VERÐUR að tala um fótbolta við mig sem hef lítinn áhuga og nákvæmlega ekkert vit á honum. Verð þó að viðurkenna að vitneskjan er stórum að aukast. Verð kannski orðin rosa klár í haust. Púff.

Jæja ætla að hætta í bili þori ekki að hafa þetta lengra því undanfarnar færslur hafa bara horfið rétt áður en ég hef getað staðfest þær og nenni ekki að þessi fari sömu leið. Þannig að þangað til næst Elskið hvert annað.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 110304

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband