Er fólk fífl?

Hvað þarf eiginlega til þess að fólk fari almennt að hugsa. Háskaakstur, ölvunarakstur, akstur undir áhrifum eiturlyfja og svo framvegis. Þetta eru orðnar daglegar fréttir þrátt fyrir stóraukin viðurlög við umferðarlagabrotum. Fólk hugsar reyndar allt of oft að það sleppi undan löggunni og margir reyna það og því miður tekst sumum það á meðan aðrir lenda í stórslysum á flóttanum. Síðan kemur áhugafólk um háskaakstur fram með þær fáránlegu skýringar á akstrinum að þetta sé löggjafanum að kenna, sektirnar eru svo háar.

Ég myndi telja að nú sé tímabært að fara að skoða að tengja saman brotatilkynningar og tryggingariðgjöld. Sem sagt ef fólk brýtur umferðarlög á ökutækjum sínum þá borgi það ekki bara sekt til ríkissjóðs heldur verði atvikið tikynnt til tryggingarfélags viðkomandi og í framhaldi af því hækki iðgjaldið. Löghlýðnir ökumenn njóti því ávinnings.


mbl.is Grunaður um ölvunarakstur með barn í bílnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir

Takk fyrir innleggið. Þvi fleiri sem láta til sín heyra um svona glæpi því betra. Því miður hefur Persónuvernd ekki gefið grænt ljós á að tryggingafélögin fái upplýsinga rum sakaskrá í umferðarmálum.

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 18.6.2007 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 110301

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband