Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
28.6.2008 | 11:02
Eiga stelpur bara að sauma?
Núna er árið 2008 og jafnréttisumræðan segir að jafnrétti kynjanna sé á réttri braut. Kynbundinn launamunur sé minnkandi, konur meira farnar að ganga í hefðbundin karlastörf og karlar séu að verða virkari í umönnun og uppeldi barna sinna og fá núna meira að segja fæðingarorlof sem er vel nýtt. Framtíðin er sem sagt sú að það verði engin hefðbundin karla eða kvennastörf og allir verði jafnir. Flott framtíðarsýn en sennilega ósennileg.
Í gærkvöldi fékk ég smá skell á jafnréttishugsun mína. Inn hrundu fjórar 11 og 12 ára fótboltastúlkur sælar eftir sigurleik dagsins sem tilkynntu að þær ætluðu að gista saman heima hjá einni þeirra. Á meðan prinsessa þessa heimilis gerði sig klára fyrir gistinguna ræddum við unnustinn við hinar sem biðu. Ein stúlkan spurði Mummann með hneykslunartóni hvers vegna hann léti mig alltaf vera að smíða og mála sólpallinn okkar. Þetta væri verk karlmanna og konan ætti að vera inni og sauma á meðan. Út frá þessum orðum sköpuðust miklar umræður og komumst við að því að þessi stúlka trúði virkilega á það sem hún var að segja. Hinar voru missammála en voru þó sammála því að það væri eðlilegt að konur yrðu læknar og mættu spila fótbolta og ýmislegt annað en þær mega bara ekki smíða. Ég held að þarna komi inn viðhorf mæðra þeirra.
Frá því ég byrjaði að smíða pallinn minn hef ég ekki ósjaldan fengið þá spurningu hvers vegna í ósköpunum ég láti ekki kallinn gera þetta og í 99% tilvika er spyrjandinn kona. Ég held að körlunum finnist ekkert athugavert við það að ég smíði. Hverjum finnst það merkilegt að karlmaður skúri gólf og strauji föt? Oft talað um að hann sé duglegur á sama tíma og ekkert er sagt við konu sem gerir sömu hluti. Í miklum meirihluta eru það konur sem segja þessi orð og finnst það í raun merkilegt. Hinum finnst það eðlilegt. Ég er alin upp við það að verk þarf að vinna. Skipti ekki máli hvort það var að þrífa gólf eða stinga út úr fjárhúsunum. Elda mat eða gefa hrossunum út í brjáluðu veðri. Þetta allt varð að gerast og það skipti ekki máli hvort kynið ynni þessi störf. Kannski er mesta jafnréttið í sveitinni.
Stundum finnst mér jafnréttisumræðan vera einstefna og það finnst mér ekki vera rétt. Er á þeirri skoðun að konur séu sjálfar orsökin fyrir því að jafnrétti kynjanna er ekki komið lengra en það er.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
21.6.2008 | 22:11
Sumarhátíð og nett áfall.
Í dag fórum við unnustinn í Rjóður á sumarhátíð sem haldin er þar árlega. Það var gaman og skemmtilegt en ég væri að ljúga ef ég segði ekki að sporin frá bílastæðinu inn í húsið hefðu ekki verið erfið. Ég var bæði með hnút í maganum og aukinn hjartslátt enda ekki farið þangað síðan áður en Huginn dó. Starfsfólkið tók vel á móti okkur og sögðu að þau væru svo ánægð með að við skyldum koma. Þau sakna auðvitað líka Hugins enda stór partur af starfi þeirra. Mörg barnanna spurðu um Hugin, hvar hann væri og afhverju hann hefði ekki komið. Þau sættust á að hann væri núna Engill og því sæjum við hann ekki. Sumarhátíðin tókst vel enda frábært veður. Hreimur í Landi og Sonum kom að venju og söng nokkur lög fyrir börnin, Fjölnir (fyrrverandi Spicegirlsmaki) kom með tvo hesta og leyfði börnunum að fara á hestbak sem þeim fannst frábært. Hann vildi reyndar líka fá foreldrana á bak og ég var að spá í að skella mér en þá mundi ég eftir þvi að ég væri í þröngu pilsi og hann var ekki með söðul Gosi ætlaði líka að koma en greyið fékk kvef í sitt laaanga nef og komst því ekki. Lasinn heima með hor og slef.
Skruppum aðeins eftir sumarhátíðina niður á Austurvöll þar sem fjöldi fólks var saman komin með það eitt að markmiði. Sýna sig og sjá aðra um leið og sólin var sleikt. Frábært að vera þarna og hittum við Bebbu, vinkonu okkar af Barnaspítalanum. Hún er í sambærilegum sporum og við. Barnið hennar dó. En það var samt gott að hitta hana, sjá hana og tala við hana.
Annars varð ég fyrir nettu áfalli í dag. Það lét mig leiða hugann að því hvernig ég er ásýndum aftanfrá á bláfáknum mínum. Er jafnvel að hugsa um að láta hann frá mér, áfallið var það mikið. það eru engin orð sem geta lýst áhyggjum mínum en ég vona að ég skiljist engu að síður
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.6.2008 | 22:55
Söngstjarnan hún dóttir mín
Ég er kannski að verða duglegur bloggari? Blogga 2 daga í röð! Annars er ástæða fyrir því að ég er að blogga núna en hún er sú að ég verð að fá að monta mig smá af prinsessunni minni. Ég hef áður talað um að hún sé mikil og efnileg söngkona og í dag fékk ég enn einu sinni staðfestingu á því. Hún hefur verið á söngnámskeiði hjá Bríeti Sunnu og í kvöld voru tónleikar. Það var almennt mikið stress í gangi hjá söngvurunum enda ekki auðvelt að syngja fyrir framan fullt af ókunnu fólki og einnig fjölskyldur sínar en Ásdís Rán var hvergi bangin og að öllum hinum ólöstuðum tel ég að hún hafi verið lang besti söngvarinn á tónleikunum. En ég er kannski svolítið hlutdræg.
Að þessu sinni ætla ég ekki bara að tala um hversu frábær hún er heldur langar mig til að leyfa ykkur að dæma fyrir ykkur sjálf og ætla í fyrsta skipti að setja inn link á myndband af YouTube, það er reyndar svolítið dimmt en sést samt ágætlega, vona bara að það takist skammlaust.
Langar samt að minna á að skottan er bara 11 ára. Hún var reyndar að gerast moggabloggari en þar sem hún er farin í útilegu með pabba sínum þá bloggar hún ekki fyrr en eftir helgi en það væri frábært að ef þið mynduð vilja kommenta á síðunni hjá henni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
19.6.2008 | 22:34
Merkisdagar
Til hamingju með daginn allir saman, stelpur og strákar. Merkilegur dagur í dag í réttindabaráttu Íslenskra kvenna og að mínu áliti í raun bæða kvenna og karla. Í tilefni þessa merka dags eyddi ég deginum við eilífðarverkefnið mitt, pallinn. Núna er ég að verða búin að smíða girðingu og mig bráðvantar píparann til að tengja sullupollinn svo það sé hægt að skrúfa klæðninguna niður. Og þá er bara að bera á og allt tilbúið.
Skellti í kjúklingasalat í kvöldmatinn sem borðað var fyrir framan imbann þar sem fótboltakappar léku listir sínar af mikilli snilld. Ljótt að sjá þjálfara Þjóðverjanna kveikja sér í sígó í búrinu sem hann var settur í á meðan leiknum stóð því hann mátti víst ekki vera með. Var með einhver uppsteyt við dómara í síðasta leik.
Við héldum þjóðhátíðardaginn hátíðlegan eins og aðrir Íslendingar. Við fórum í skrúðgöngu og síðan í Skrúðgarðinn þar sem við reyndum að heyra í fjallkonunni og fleirum en vindurinn tók orðin svo við heyrðum frekar lítið. Hugsuðum ár aftur í tímann en þá fórum við með Gullrassinn okkar í Skrúðgarðinn og mikið svakalega fannst honum það gaman. Þá fékk hann flotta blöðru og fána sem honum fannst æðislega fyndið. Núna fékk Gullrassinn minn líka flotta blöðru og fána og ég er viss um að honum fannst það líka æðislegt gaman.
Þangað til næst langar mig að minna á mikilvægi jafnréttis karla og kvenna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.6.2008 | 10:32
Loksins eitthvað lífsmark frá mér
Ég er búin að komast að því að ég er lélegur bloggari því ég blogga svo sjaldan. Ég hef einnig verið lélegur bloggvinur undanfarið. Skrifa orðið næstum aldrei athugasemdir hjá bloggvinum mínum, en ég les bloggið ykkar oftast á hverjum degi. Stundum veit ég reyndar ekki hvað ég á að segja og stundum langar mig til að segja svo margt en niðurstaðan verður oftast sú að ég skrifa ekki neitt en það er léleg afsökun því það ætti ekki að vera snúið að senda inn smá "halló". Lofa að reyna að bæta mig í því.
Annars er búinn að vera töluverður erill hjá mér að undanförnu. Við fórum á Sumarhátíð hjá Einstökum börnum um helgina og var það ágætt. Þar hittum við bloggvinkonu okkar hana Möggu Ö sem var skemmtilegt. Síðan fórum við í afmælispartý sem var frábær skemmtun, eina sem skyggði á var að bíllinn okkar var rispaður. Einhverjir flipparar ákváðu að það væri sniðugt að skrifa í lakkið. Svo var farið á fótboltaleik sem var spilaður í frábæru veðri sem gerir allt svo miklu skemmtilegra. Og þar sem veðrið er búið að vera svona gott þá hef ég eytt tíma úti á palli við smíðar og loksins er ég farin að sjá það að ég fer sennilega að verða búin að smíða þennan blessaða pall minn. Miðað við tímann sem það hefur tekið mætti ætla að ég sé að viðarklæða alla lóðina. Ég geri reyndar ekkert nema mig langi til þess og það sé nægilega gott veður til að njóta þess. Þessi pallur á nefnilega að vera ánægja alla leið.
Fór síðan í gær og breytti aðeins blómunum á Lúlli Gullrassins og núna er ég sátt við hvernig blómin eru. Annars er það alveg merkilegt að ef við hefðum sett blómin niður nokkrum dögum seinna þá hefði verið búið að tyrfa Lúllið, öll leiðin voru tyrfð nokkrum dögum eftir gróðursetninguna hjá okkur, nema þau sem höfðu gróðursett blóm. Þannig að núna erum við að spá í því hvort að við ættum að reyna einu sinni enn að hitta á einhvern sem vinnur þarna og tyrfa Lúllið að einhverjum hluta. Það er eitt alveg merkilegt, hvenær sem við förum út í garð þá er enginn að vinna þar en við sjáum alltaf einhver merki þess að það vinni þarna einhver eða einhverjir, við förum á morgnana, eftir hádegi, síðdegis og á kvöldin en aldrei er nokkur þar. Við höfum ekki enn farið að nóttu til en við ættum kannski að skoða það, kannski er garðinum sinnt á þeim tíma.
Jæja held þetta sé gott í bili og þangað til næst bið ég um að þið hugsið um hvað þið eigið og hvað það sé sem skiptir raunverulegu máli.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Um bloggið
Þegar kviknar á deginum
Tenglar
Fólk á förnum vegi
- Huginn Heiðar Ofurkrúttið
- Berglind vinkona
- Stína Blöndal
- Árný
- Ragnheiður
Vert að skoða
Bloggvinir
- Mummi Guð
- Evaa<3
- Ásdís Rán
- Áslaug Helga Hálfdánardóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gerða Kristjáns
- Anna Gísladóttir
- Rannveig Lena Gísladóttir
- .
- Dísa Dóra
- Ólafur fannberg
- Huld S. Ringsted
- Gísli Torfi
- Halla Rut
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Lady Elín
- Emma Agneta Björgvinsdóttir
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Gulli litli
- Bryndís
- Brynja skordal
- Vertu með á nótunum
- Guðrún Hauksdóttir
- Erna Sif Gunnarsdóttir
- Anita Björk Gunnarsdóttir
- Bwahahaha...
- Ragnar Emil
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar