Eiga stelpur bara að sauma?

Núna er árið 2008 og jafnréttisumræðan segir að jafnrétti kynjanna sé á réttri braut. Kynbundinn launamunur sé minnkandi, konur meira farnar að ganga í hefðbundin karlastörf og karlar séu að verða virkari í umönnun og uppeldi barna sinna og fá núna meira að segja fæðingarorlof sem er vel nýtt. Framtíðin er sem sagt sú að það verði engin hefðbundin karla eða kvennastörf og allir verði jafnir. Flott framtíðarsýn en sennilega ósennileg.

Í gærkvöldi fékk ég smá skell á jafnréttishugsun mína. Inn hrundu fjórar 11 og 12 ára fótboltastúlkur sælar eftir sigurleik dagsins sem tilkynntu að þær ætluðu að gista saman heima hjá einni þeirra. Á meðan prinsessa þessa heimilis gerði sig klára fyrir gistinguna ræddum við unnustinn við hinar sem biðu. Ein stúlkan spurði Mummann með hneykslunartóni hvers vegna hann léti mig alltaf vera að smíða og mála sólpallinn okkar. Þetta væri verk karlmanna og konan ætti að vera inni og sauma á meðan. Út frá þessum orðum sköpuðust miklar umræður og komumst við að því að þessi stúlka trúði virkilega á það sem hún var að segja. Hinar voru missammála en voru þó sammála því að það væri eðlilegt að konur yrðu læknar og mættu spila fótbolta og ýmislegt annað en þær mega bara ekki smíða. Ég held að þarna komi inn viðhorf mæðra þeirra.

Frá því ég byrjaði að smíða pallinn minn hef ég ekki ósjaldan fengið þá spurningu hvers vegna í ósköpunum ég láti ekki kallinn gera þetta og í 99% tilvika er spyrjandinn kona. Ég held að körlunum finnist ekkert athugavert við það að ég smíði. Hverjum finnst það merkilegt að karlmaður skúri gólf og strauji föt? Oft talað um að hann sé duglegur á sama tíma og ekkert er sagt við konu sem gerir sömu hluti. Í miklum meirihluta eru það konur sem segja þessi orð og finnst það í raun merkilegt. Hinum finnst það eðlilegt. Ég er alin upp við það að verk þarf að vinna. Skipti ekki máli hvort það var að þrífa gólf eða stinga út úr fjárhúsunum. Elda mat eða gefa hrossunum út í brjáluðu veðri. Þetta allt varð að gerast og það skipti ekki máli hvort kynið ynni þessi störf. Kannski er mesta jafnréttið í sveitinni.

Stundum finnst mér jafnréttisumræðan vera einstefna og það finnst mér ekki vera rétt.  Er á þeirri skoðun að konur séu sjálfar orsökin fyrir því að jafnrétti kynjanna er ekki komið lengra en það er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Mamma heitin var alin upp við að sitja inni og sauma meðan bræður hennar þræluðust úti við allskonar skemmtilegt. Alla tíð sagði hún við okkur tvær dætur sínar að við gætum allt sem við vildum. Við sjáum sjálfar að miklu leyti um svona dót hér heima, hef að vísu ekki lagt fyrir mig smíðar en ef tækifærið kæmi þá myndi ég stökkva á það eins og flísalagnir sem ég hef fengist við undanfarið. Það eina sem stoppar mig er gigtin. Ég nota ekki (bíb) í nein svona verkefni þannig að ég skil ekki alveg hvað það kemur málinu við að ég er kona.

Knús á þig duglega Fjóla mín

Ragnheiður , 28.6.2008 kl. 11:49

2 Smámynd: Dísa Dóra

Held það geti vel verið rétt hjá þér að það sé meiri jafnréttishugsun í sveitinni.  Ég er fædd og uppalin í sveit og hef vanist því að ganga í þau verk sem þurfti hvort sem það var eldamennska, þrif, smíðar, að skipta um dekk eða annað.  Sjálfri finnst mér þetta bara sjálfsagt og finnst að börn eigi að venjast að ganga í öll verk.  Hef hins vegar orðið vör við það að sumir verða hissa ef þeir komast að því að ég smíði eða slíkt alveg jafnt og saumi.

Dísa Dóra, 28.6.2008 kl. 14:45

3 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Mér fannst eitthvað svo eðlilegt þegar þú talaðir um smíðarnar þínar en sjálf hef ég ekki próf á hamar. Væri samt til í að prófa ef tækifæri gefst. Skrýtið að svona ungar stelpur skuli vera fastar í gamla hugsunarhættinum árið 2008. Ekki finnst mér Mummi neitt minni karlmaður þótt hann horfi á þig smíða eða þú minni kona fyrir vikið. Konur og karlar eru sem betur fer ekki eins en nú eru aðrir tímar og karlar hafa sannað sig í gömlu "kvennastörfunum" og konur í "karlastörfum".

Risastórt knús til þín og ykkar alla leið yfir hafið frá Skaganum. Bíð bara eftir góðu skyggni og þá fer ég að njósna um ykkur í gegnum stjörnukíkinn minn. Sé stundum flugvélar taka sig á loft frá flugvellinum suður frá, algjör snilld!

Guðríður Haraldsdóttir, 3.7.2008 kl. 01:07

4 identicon

Líkt og Soffía segir þá finnst mér konur sem smíða flottar. Ég sá einu sinni um smíðavöll þegar ég var 17 ára á vegum Garðabæjar, en hef þó aldrei prófað mig í þessu fagi, en get alveg ýmindað mér að það sé gaman. Sé ekkert athugavert við að konur gangi í alla hluti ef þær geta það.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 22:18

5 Smámynd: Mummi Guð

Mér finnst konur sem smíða flottar. grrrr.

Mummi Guð, 3.7.2008 kl. 23:09

6 Smámynd: Brynja skordal

Hafðu ljúfa helgi Elskuleg

Brynja skordal, 4.7.2008 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 110307

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband