Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Hjólreiðastígur

Um daginn vorum við hjónaleysin stödd út í kirkjugarði ásamt Ásdísi okkar, fór hún að tala um hvernig hún gæti komist þangað sjálf á hjólinu sínu. Eftir smá skoðun komumst við að því að það er ekki möguleiki nema að hún færi út á Garðveginn sem er stórhættulegur og þar með ekki æskileg leið fyrir 11 ára gamalt barn á reiðhjóli né heldur nokkurn annan. Hún var ekki alveg sátt við þetta og ákvað að panta sér tíma í viðtal með bæjarstjóranum. Var fundurinn á miðvikudagsmorgun. Árni bæjarstjóri tók virkilega vel í erindi hennar um að leggja hjólreiðar og göngustíg frá Keflavík að kirkjugarðinum. Málið verður sett í vinnslu nú þegar og verður vonandi lokið við lagningu stígsins á þessu ári.

Þar sem þessi hjólreiðastígur er nú kominn á framkvæmdaáætlun vegna Ásdísar og að nú er átak í landinum um að hjóla í vinnuna ákvað ég að heyra gargið í hjólhestinum mínum sem býr í bílskúrnum og viðra aðeins fákinn. Þar sem ég geri ekki neitt þá gat ég ekki hjólað í vinnuna en leysti vandamálið með því að hjóla í kringum götuna mína. Og Vá, ég er algjörlega glötuð. Ég er í svo hrikalega lélegu formi að ég hef aldrei vitað annað eins. Var búin á því eftir þennan örstutta hring. Þar sem þetta er ekki æskileg staða að mínu mati er markið sett á að koma sér í aðeins betra form( það getur ekki versnað) og hef ég því farið út að viðra fákinn síðan. Leiðin lengist aðeins í hvert sinn þannig að þetta á ekki að þurfa að verða neitt mikið mál. Þarf bara að nenna því. Er reyndar alveg botnlaust þreytt þessa vikuna. Vakna auðvitað eldsnemma en er alveg búin á því um 11 og þarf þá að leggja mig og síðan aftur upp úr 3 og síðan er ég sofnuð í sófanum eldsnemma. Ekki minn stíll. Kannski er ástæðan fyrir þessari þreytu minni sú að við fórum á fund með teyminu á Gjörgæsludeildinni í vikunni. Þar ræddum við öll um nóttina sem Huginn ákvað að deyja og einnig um aðrar innlagnir hans á Gjörgæsluna. Þetta var einstaklega góður fundur þar sem starfsfólkið sagði okkur m.a. frá ýmsum breytingum sem hafa orðið á deildinni og fleiru sem eingöngu varð vegna Hugins og við létum þau vita af ánægju okkar með að fá að vera viðstödd endurlífgunartilraunirnar. Það er ekki vanalegt að aðstandendur séu viðstaddir endurlífgun. Það er hægt að lesa betur um þennan fund okkar á heimasíðu Gullrassins míns. Það er svo gott að vita af því að líf hans var til margs góðs á mörgum stöðum og hann breytti svo miklu öðrum til hagsbóta.

Er farin að reyna að hrista af mér slenið en þangað til næst vil ég minna á þetta:

Sunnudaginn næstkomandi munu konur standa saman, í bókstaflegri merkingu, fyrir betri heimi komandi kynslóðum til handa. Konur geta tekið sig saman og staðið í garðinum heima hjá sér, í sumarbústaðnum eða hvar sem þær eru staddar kl. 13 á Hvítasunnudag.

Á Reykjavíkursvæðinu er konum, og ástvinum þeirra, stefnt í Laugardalinn nánar tiltekið við Þvottalaugarnar. Það verður safnast saman og íhugað í þögn í 5 mínútur um betri heim með hreinu drykkjarvatni, nægum mat og lífi án ofbeldis, öllum börnum til handa. Hringt verður inn í þögnina kl. 13:00.

„Standing Women" er alþjóðleg hreyfing kvenna sem tók höndum saman 11. maí á síðasta ári fyrir betri heimi. Í ár verður sami háttur á og nú með þátttöku íslenskra kvenna en í fyrra stóðu konur saman í öllum heimsálfum, samtals 75 löndum. Á þessari slóð má sjá myndband frá atburðinum í fyrra: http://www.youtube.com/watch?v=_eNJ4oVQKxU

Undirrituð samtök kvenna á Íslandi eru í forsvari fyrir viðburðinum hér á landi og hvetja félagsmenn sína jafnt sem konur á landinu öllu til að taka þátt!
Kvenréttindafélag Íslands, Kvenfélagasamband Íslands, UNIFEM á Íslandi, Blátt áfram og Stígamót.


hlaða batterí á morgun

Well my darling, síðustu dagar hafa verið frekar uppteknir hjá mér og ef ég því ekki getað séð mér fært um að blogga en nú ætla ég að reyna að bæta úr því. Skrapp í Borgarfjörðinn til að heimsækja systur mína elskulega og elsku kæra ástkæra máginn minn á þeim merka degi 1. maí. reyndi reyndar að ljúga því að fólki að ég hefði labbað þangað í kröfugöngu en auðvitað vita þeir sem mig þekkja að ég myndi aldrei nenna því, þannig að lygin mistókst herfilega. Ég er farin að hugsa all fast um að fara að hlaða batteríið í borvélinni minni svo ég geti farið að halda áfram með þennan blessaðan pall minn og stefnan er tekin á að stinga í samband á morgun ef heilsan leyfir. Við hjónaleysin erum nefnilega að fara á Bergásball á eftir þar er aldurstakmarkið 30+ og þrátt fyrir afar ungan anda þá segir kennitalan + og því getum við farið og ætlum vonandi að mála bæinn rauðan eða amk bleikan. Dóttir okkar, prinsessan, yrði sko sátt við þann lit en hún er núna stödd í Ólafsvíkinni með systkinum sínum og föður að skoða nýjasta frændann sem kom í heiminn þann 22. apríl.  

Núna ætla ég að skreppa en þar til næst elskið hvort annað eins og ég veit ekki hvað, ég er farin á ball, ciao.


« Fyrri síða

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 110305

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband