Björgun vikunnar í efnahagslægð.

Ótrúlega erfið vika að baki. Vona að komandi vika beri meiri létti í skauti sér en þessi sem er alveg að verða búin. Efnahagsástandið hefur svo greinilega komið fram hjá börnunum "mínum" í leikskólanum og ég er viss um að þau óski þess að ástandið "besni" í næstu viku. En þrátt fyrir erfiða viku þá redduðu krílin vikunni fyrir mér þegar ég fór heim í gær. Ég er búin að vera leikskólakennari í mörg ár og ég hef aldrei lent í annarri kveðjustund eins og í gær, þau komu öll og knúsuðu mig og kysstu bless. Dásamlega frábært hjá þeim.

En að gjaldþroti Íslands. Ég, eins og svo margir Íslendingar hef lagt fyrir í peningamarkaðsjóði til mögru áranna. Nú eru þau runnin upp og sjóðirnir í frosti. Sem þýðir að þair eru að mestu eða öllu leiti tapaðir. Jæja skítt með það, þetta eru BARA peningar. Ég ákvað að hringja í þjónustufulltrúa minn í bankanum til að tékka á stöðunni og hann tjáði mér það að ég yrði að segja upp áskriftinni að þessum glötuðu sjóðum. Ég er ekkert smá undrandi á því. Því ég hélt að það hefði gerst sjálfkrafa um leið og bankarnir voru þjóðnýttir og sjóðirnir frystir. Ónei, þannig er það sko ekki. Ef ég hefði ekki afturkallað innlögnina mína þá hefði hún verið sett í frystan sjóð sem er tómur og eignalaus að mestu.

Er hætt í bili en þangað til næst tékkið á að stöðva innlagnir í botnfrosna sjóði ef þið eigið svoleiðis. Jú reyndar mæli ég með extra knúsi, því það er málið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

Kvitt

Gulli litli, 21.10.2008 kl. 19:08

2 identicon

knús í bæinn :)

Stína Blöndal (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 18:54

3 Smámynd: Guðrún Hauksdóttir

Sem betur fer hefur þetta ástand í þjóðfélaginu ekki ratað til minna barna, allavega byrjaði minn fjögurra ára á því í gær að bjóða góðan dag og segja; Mamma... Lífið blasir bara við okkur..... bara yndislegt ;o) hehe (pabbi hans missir samt sýna föstu vinnu eftir viku eða svo)

Hafðu það sem allra best mín kæra

Guðrún Hauksdóttir, 27.10.2008 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband