Lífið er stundum erfitt, en í samanburði við hvað?

Þar sem ég er næstum heimsins latasti bloggarinn þá hef ég stundum hugsað um að hætta að blogga en akkúrat þá langar mig svo mikið til að blogga þannig að ég ætla ekki að hætta. Það verður bara að fá að líða langt á milli.

Reyndar á þetta bloggleysi sér líka ástæður en þær eru að mér finnst ég hafa svo mikið að gera núna sem ég í raun skil ekki. Ég vinn 8 tíma í leikskólanum þar sem ég reyni að kenna grislingunum nauðsynlega undirstöðu fyrir grunnskóla síðan tekur við um það bil 8 tíma vinna hér heima við hin ýmsu heimilisstörf. Þetta gera um 16 klst á sólarhring sem er ekki neitt því ekki fyrir svo löngu vann ég í 28 tíma á sólarhring og fannst það ekkert mál. Ég skil ekki hvað ég er að kvarta þannig að það er best ég hætti því hér með.

Annars það helsta sem ég hef tekið mér fyrir hendur undanfarið er að ég er búin að nota heita sullupollinn minn þvílíkt mikið og mæli með að allir fái sér slíkan unaðsstað. Með betri fjárfestingum sem ég hef gert.

Um síðustu helgi fór ég og mín fjölskylda á Hótel Loftleiði til að taka á móti gjafabréfi frá Vildarbörnum. Ásdís Rán fékk úthlutað draumaferðinni sinni og þar sem við erum svo heppin að vera í hennar fjölskyldu þá fáum við að fljóta með í hennar draumaferð. Við vitum reyndar ekki alveg hvenær við förum en það er allt í skoðun. Við vitum þó hvert við viljum fara.

Síðan í dag vorum við hjónaleysin á Grand hótel að flytja fyrirlestur á ráðstefnu gjörgæslu-og svæfingarhjúkrunarfræðinga. Fyrirlesturinn hlaut mjög góðar undirtektir og margar fyrirspurnir og að lokum fengum við fallegan blómvönd fyrir okkar framlag. Ég vona bara að það sem við höfðum að segja frá muni koma öðrum til góða sem þurfa á þjónustu gjörgæslu að halda. Það var ekki mikið mál að  flytja þennan fyrirlestur en undirbúningurinn var stundum svolítið erfiður. Við þurftum að rifja upp viðkvæm augnablik og síðan ákváðum við að hafa myndir frá lífi Gullrassins okkar rúllandi undir lestri mínum. Það að fara í gegnum allar myndirnar var stundum ekkert auðvelt en að lokum völdum við tæplega 500 til að fara með. Margar þeirra voru áður óbirtar en við ákváðum að sýna þær þarna.

Núna er ég í miklum pælingum með framtíðina og held að ég sé að taka ákvörðun um hana og það sem meira er rétta ákvörðun. Sko mig. En er maður samt ekki alltaf að pæla í framtíðinni hvort sem er? Eða er núið það sem maður hugsar bara um? Það er svo sem í samræmi við það sem ég segi svo oft "lífið er núna, njóttu þess". Hef samt fulla trú á því að hugsunin um framtíðina eigi stóran þátt í því að gefa lífinu tilgang.

En þangað til næst mæli ég með því að brosa því lífið er núna og því á að grípa augnablikið og njóta. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lady Elín

Um að gera að lifa lífinu, sérstaklega þar sem það er í gangi akkúrat núna.  Því verður ekki slegið á frest.  Gangi þér vel með þessa spennandi ákvörðun og ég efast ekki um þér eigi eftir að farnast vel.  Kveðja til allra.

Elin

Lady Elín, 3.11.2008 kl. 17:33

2 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Það er engin spurning Fjóla mín að þið hafið komið með mikilvægar upplýsingar og þörf innlegg á þessum fyrirlestri, enda með mikla reynslu og reynslan oftar en ekki mikilvægari og meira mark á takandi en háskólagráður á þessu sviði.. hefði sko viljað hlusta!  Til hamingju með draumaferð dótturinnar, þetta verður æði!  Já, lífið er sko hér og nú og um að gera að njóta þess.  Risaknús á þig Fjóla mín. Bestu kveðjur

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 4.11.2008 kl. 08:17

3 identicon

Hva er mér ekki boðið með í draumaferðina?? Nei bara grín en til hamingju með þessa kærkomnu ferð verð bara með ykkur í anda

Berglind (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 09:50

4 Smámynd: Dísa Dóra

Til hamingju með ferðina og vonandi eiga allir eftir að njóta hennar í botn

Knús til þín

Dísa Dóra, 6.11.2008 kl. 01:13

5 identicon

Til lukku með ferðina :)

annars bara kvitt og knús

Stína Blöndal (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 13:50

6 Smámynd: .

Duglega stelpan mín, já og Mummi þinn auðvitað líka...

., 6.11.2008 kl. 17:54

7 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 11.11.2008 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 110297

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband