Er bloggið.. æ-i ég veit ekki hvað það er.

Ég hef verið að pæla aðeins í þessu bloggi. Hvers vegna að blogga? Sumir gera það til að létta á sér, aðrir til að deila sínum hugsunum og skoðunum með öðrum, einhverjir til að miðla upplýsingum um það sem er að gerast í þeirra lífi til sinna nánustu sem búa kannski í mikilli fjarlægð. Enn aðrir virðast vera að blogga fyrir athugasemdirnar og síðan eru alltaf einhverjir að þessu til að fá sem flestar heimsóknir til að komast sem efst á vinsældalista bloggsins. Einnig er bloggið ágæt leið til að kynna sjálfan sig og ýmiss málefni líðandi stundar. En hvað með allar þessar ástæður þá er ég að blogga líkt og svo mjög margir aðrir. Er það athyglisýki? Já örugglega, á vissan hátt en engu að síður finnst mér þetta ágæt leið til tjáningar og finnst frábært að fólk noti þennan miðil til þess.

Áður en Huginn fæddist opnuðum við Mumminn síðu á Barnalandi fyrir hann til þess að ættingjar okkar gætu fengið að fylgjast með litla Gullrassinum okkar. Þessi síða, sem átti að vera bara svona venjuleg sæt síða fyrir litla barnið okkar breyttist þegar hann fæddist og það kom í ljós að hann væri veikur. vefsíðan varð síðan mikil heimild um allt líf Hugins. Hún var okkur, er enn og verður áfram mikill styrkur, því stundum voru kveðjur á henni það sem hélt okkur á floti í oft miklum erfiðleikum og getum við seint þakkað öllum þeim sem aðstoðuðu okkur á þeim tímum.

Þar sem síðan hans Hugins er síðan hans þá var ekki viðeigandi að skrifa það sem ég var að hugsa þar. Þess vegna var þessi bloggsíðan stofnuð. Ég hef stundum hugsað um hvers vegna ég sé að rembast við að halda henni út því ég er ekki duglegasti bloggari landsins en samt held ég áfram að skrifa það sem mér býr í brjósti hverju sinni og ég hef mikla trú á að ég muni halda því áfram sem fyrr. Ég ætla að halda áfram að skrifa til að mér geti liðið betur, um það sem mér dettur í hug hvort sem það er til að vekja athygli á mér eða einhverju sem ég er að pæla í hverju sinni eða hreinlega að miðla upplýsingum.

Takk fyrir að nenna að lesa þetta bull mitt sem oft er þannig gert að ég skil það ekki einu sinni sjálf. En þangað til næst eigið góðar stundir í faðmi fjölskyldunnar og munið að í dag er nýtt upphaf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halda bara áfram að blogga Fjóla, á meðan þú nennir og hefur þörf fyrir það -ég datt úr stuði en maður getur allaf byrjað aftur, er það ekki.... ef maður vill  

Þóra-dellina (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 09:21

2 Smámynd: Guðrún Hauksdóttir

Guðrún Hauksdóttir, 14.10.2008 kl. 12:16

3 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 14.10.2008 kl. 13:48

4 Smámynd: Lady Elín

Haltu endilega áfram. Ég byrjaði að fylgjast með ykkur á síðunni hans Huginns og finnst oft gott að geta litið inn til ykkar ennþann dag í dag.  Ég gleymi oft að kvitta og oft er líka hægt að kenna letinni um.  Ég er sjálf með tvær virkar síður, eina á íslensku til að tjá mig á íslensku við vini mína heima og svona ef ég þarf að rausa eitthvað einmitt á íslensku.  Svo er ég með eina á ensku, svo að sem flestir sem þekki mig geti skoðað og fylgst með hvað ég er að bauka í Glasgow og heima á klakanum þegar ég er stödd þar.  Þetta getur svo sem verið einhver athyglissýki að halda að ég lifi svo spennandi lífi, en þetta var nú frekast bara letin.  Kom í veg fyrir að vera að skrifa mörg hundruð mismunandi bréf til vina og vandamanna til að þau fengju einhverjar fréttir.  Þannig að ég segi að bloggið er bara af hinu góða til að leyfa fólki, vinum og ættingjum að vita að ég sé sprelllifandi og 'singing in the rain' hérna í Glasgow.

Hlakka til að halda áfram að lesa bloggið þitt.

Kveðja

Elín

Lady Elín, 14.10.2008 kl. 14:21

5 identicon

haltu áfram það er hollt, finn það sjálf þó mitt blogg sé ekki upp á marga fiska þá er léttir að hella úr... hvort sem það er um stolt eða hvad som helst.... gott að geta létt á sér, styð þig 110% :)

Stína Blöndal (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 23:45

6 Smámynd: Anna Gísladóttir

Alls ekki hætta að blogga !  Betra sjaldan en aldrei

Knús til þín (væntanlega komið til þín í e-mail)

Anna Gísladóttir, 15.10.2008 kl. 18:23

7 Smámynd: Árný Sesselja

Alls ekki hætta að blogga..... þetta er fín leið til að koma frá sér allskyns vitleysu og ekki vitleysu og nottlega líka fyrir okkur hin sem erum bara forvitin frá náttúrunnar hendi og langar til að fylgjast með :o))))) Kom sendingin frá mér í heilu lagi??

Árný Sesselja, 16.10.2008 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 110307

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband