Ég afrekaði...

...það í kvöld að heimsækja alla mína bloggvini og skilja eftir mig spor hjá þeim flestum. Hjá sumum gat ég það ekki því þeir eru annað hvort með læst blogg eða að leyfður tími commenta var liðinn. Ég vil helst ekki skrifa í gestabók því ég held að allir séu eins og ég og kíki helst aldrei í hana. Ég kíkti þó um daginn og sá þá fallega kveðju til mín. Það er langt síðan ég las alla mína bloggvini á einu kvöldi og ég þakka eiginlega fyrir, í kvöld amk. að ég eigi ekki 300. Ég hef verið ferlega löt á blogginu undanfarið bæði mínu og annarra og skrifa það á stórar breytingar í lífi mínu ásamt einskærri leti. Ekki að það séu neinar né heldur góðar afsakanir en þær eru samt sem áður sannar.

Héðan er annars allt ágætt að frétta þrátt fyrir að Keflavík hafi ekki náð að verða Íslandsmeistarar í þetta sinnið, kemur bara næst. Skrímslin hafa ekki náð að ganga frá mér ennþá. Ég hef reyndar eina stórfrétt. Ég hef stundum sagt frá því að ég sé að smíða pall og á þessum palli eigi að vera heitur pottur. Það er svolítið langt síðan allt var klárt fyrir að tengja blessaðan pottinn en þar sem píparar eru afskaplega sjaldséð sjón og mjög vandfundnir (held þeir séu eins og þessir sjaldséðu kvistir í þjóðfélaginu, sem eru alltaf að deyja út) en haldiði ekki að einn hafi birst hjá mér í gær og byrjaði að gera klárt fyrir lagningu vatnsröra að sullupollinum mínum. Vá ég sé fram á að komast í pottinn fyrir jólin. Hann stefnir á að koma aftur á mánudaginn og klára verkið. Ég þori varla að trúa þessu.

Ætla að hætta þessu rausi en þangað til næst. ÁFRAM KEFLAVÍK.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

Kvitt kvitt

Gulli litli, 28.9.2008 kl. 10:09

2 identicon

Ég ætla að kvitta hjá þér líka, ég les alltaf en er alltof léleg að láta vita af mér. Mér finnst þú frábær líka og algjör hetjukona.

Bæ í bili...

Fríða K (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 11:33

3 identicon

Innlitskvitt á þig

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 22:05

4 Smámynd: Árný Sesselja

Kvitt og heils frá Dósinni... fékkstu pakkann frá mér ?  bara að spá hvort hann hafi skilað sér í heilu lagi.....

Árný Sesselja, 30.9.2008 kl. 00:22

5 Smámynd: Fjóla Æ.

Pakkinn er sennilega á pósthúsinu og bíður þess að verða sóttur. Læt vita um "lagið" þegar ég er búin að sækja hann.

Fjóla Æ., 30.9.2008 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband